Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 39

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 39
starfí mínu á spítalanum hefur verið umönnun samlanda minna. Eg hef samið fræðsluefni fyrir verðandi foreldra sem gefíð hefur verið út á netinu (ljosmodir. is). Sumarið 2007, stuttu eftir að ég fékk ljósmóðurréttindin byrjaði ég að halda foreldrafræðslunámskeið á pólsku sem er á vegum Miðstöðvar mæðraverndar. Þessi námskeið hafa verið mjög vel sótt og verða æ vinsælli. Fólkið sem hefiir verið á þessum námskeiðum hefur sagt að það hafí hjálpað þeim mikið í undir- búningi fyrir fæðingu bama þeirra. Eg hef tekið eftir því að það er menn- ingarmunur í því t.d. hversu mikinn þátt verðandi feður taka í fæðingu. Mér finnst íslenskir karlmenn taka virkari þátt en pólskir í undirbúningi fæðinga, fæðingunum sjálfum og í umönnun bama. Það stafar að mínu mati af mismunandi uppeldisaðferðum en ekki af því að pólskir karlmenn vilji ekki taka þátt í því. Mér fínnst þeir ekki vera eins vel upplýstir um þetta og ekki er nein hefð til staðar. Þeir þurfa meiri hvatn- ingu, viðurkenningu og hrós viðkom- andi þessu. Einnig fínnst mér íslenskar konur miklu ákveðnari og betur upplýstar um réttindi sín en pólskar konur. Það getur náttúrulega stafað af tungumála- erfíðleikum og óvissu sem veldur svo kvíða fyrir því óþekkta en einnig er það hluti af því að íslenskar konur era sjálf- stæðari og hafa meiri trú á sér sem er hluti af uppeldinu. Nú er ég búin að vera á Islandi í 11 ár og hef lært margt af íslenskum konum og ljósmæðrum, meðal annars það að vera sjálfstæðari og það að geta hvatt, styrkt og hrósað fyrir það sem fólk gerir vel. Eg nota það mikið í mínu starfí og ekki síður þegar ég vinn með pólskum ljölskyldum, hvort sem er í foreldra- fræðslu, í fæðingu eða í sængurlegu. Síðasta haust stóð ég á Austurvelli þar sem íslenskar konur mótmæltu fyrir framan Alþingi og kröfðust þess að ljósmæður fengju vinnu sína metna að verðleikum. Þær hrópuðu: Áfram ljós- mæður! Áfram Ijósmæður! Þá var ég mjög snortin og sá tár í augum margra ljósmæðra sem þar voru viðstaddar. I dag er ég ánægð með að hafa látið drauma mína rætast og mjög stolt af því að vera í þessum sterka hópi Ijósmæðra. LAUSNAj} STE'NAR ■ 00 UOSMOBUMP1 IAUSNA.R VrtiNAR Lausnarsteinar: Ljósmóðurfræði oq Ljósmóðurlist / tilefni af 90 ára afmæli Ljósmœðra- félags Islands, í samvinnu við Hjúkr- unarfrœðideild Háskóla Islands, gaf félagið nýlega ú t bókina Lausnarsteinar: Ljósmóðurfrœði og Ljósmóðurlist. Við sem störfuðum í ritnefnd bókar- innar vomm sammála um að vinnan við útgáfu hennar hafi verið mjög lærdómsrík og gefandi. I raun gátum við allar litið á vinnuferlið eins og meðgöngu. I upphafí ferlisins kom upp óvissa um hvernig þetta gengi allt saman hjá okkur, síðan kom ljúft tímabil meðan allt lék í lyndi og i lokin stuttu fyrir útgáfuna kom vinnutöm sem reyndi á okkur allar. Við vomm líka sammála um að þetta hefði verið afskaplega ljúf meðganga þar sem samvinnan gekk vel og auðvitað vomm við mjög ánægðar með útkomuna. Einhverri okkar varð meira að segja á orði þegar hún fékk bókina í hendumar að þetta væri nú svolítið eins og að halda stolt á baminu sínu. Bókin er ritrýnd fræðibók og í henni eru 13 kaflar sem 17 höfundar skrifa. Ymist em kaflar bókarinnar fræðilegt yfirlit yfir tiltekin viðfangsefni ljósmóð- urfræðinnar eða lýsing á rannsóknum Ritnefnd bókarinnar. Bergrún S. Jónsdóttir, Ólöf Asta Ólafsdóttir, Helga Gottfreðsdóttir, Sigfríður Inga Karlsdóttir og Steinunn Blöndal. ljósmæðra sem unnar hafa verið á síðustu ámm. Bókinni er einnig ætlað að minna á arf fortíðarinnar og hvemig ljósmæður nútímans sækja til hans leynt og ljóst. Viðtöl eru við fímm heiðurs- félaga Ljósmæðrafélagsins sem allar áttu ómældan þátt í að efla veg og virð- ingu stéttarinnar á liðinni öld. Við vonum að ljósmæður og aðrir sem lesa bókina hafí bæði gagn og gaman af lestri hennar, jafnframt því að vera hvatning til ljósmæðra til að skrifa í framtíðinni. Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009 3 9

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.