Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 6
Geta pabbar ekki grátið - andvana fæðingar og stuðningur við foreldra Ég tileinka þessa ritgerð foreldrum mínum og systur, systur sem ég aldrei fékk að kynnast en sakna samt að eiga ekki í dag. 1 virðingarskyni hef ég látið útbúa minningaskjöld til að merkja leiðið hennar sem hefur verið ómerkt í 38 ár. ^ t OSKÍRÐ GUNNLAUGSDÓTTIR Fædd andvana 5 júní 1970 Gleym mér ei. ______________________________^ Er faóir barna og blóma gaf blómi hverju nafn þau gengu glöð í burtu á guðs síns mikla safn. Til baka kom ein bláeyg, svo blíð ogyndisleg, og sagði; „ Guð ég gleymdi, ó Guð hvað heiti ég? " Þá brosti faðir blóma sem barn í morgunþey og sól í sumarljóma og sagði- „ Gleym mér ei. “ (Höf. ókunnur) Tilgangur þessarar ritgerðar sem unnin var í námskeiðinu „Inngangur í ljós- móðurfræði“ var að skoða upplifun foreldra af að fæða andvana bam, og þær breytingar sem orðið hafa á viðhorfi og umönnun til foreldra í sorg. A árum áður var lítill sem enginn stuðningur við foreldra sem fæddu andvana bam. Þá var litið á þetta sem „atburð sem ekki var“. Feðmm var oftast bannað að vera viðstaddir andvana fæðingar og reynt var að hlífa foreldrum við sorg- inni með því að tala sem minnst um atburðinn. Það eru ekki mörg ár síðan talið var óviðeigandi fyrir mæður að syrgja vegna látinna barna sinna og ekki var minnst á sorg feðra. Feður upplifa samskonar sorgareinkenni og mæður, en venjulega sýna mæður sterkari þján- ingareinkenni. Karlmenn eiga oft erfitt með að sýna sorg sína með támm, en Höfundur: Guðrún Gunnlaugsdóttir; Nemi á 2. ári í Ijósmóðurfræði hafa líkt og mæður mikla þörf fyrir að syrgja. Ljósmóðirin er í lykilhlutverki til að sinna foreldrunum í sorg og þarf hún að geta sýnt foreldrum mikinn stuðning, hlýju og nærveru. Það er nærveran sem er eins og rauður þráður í gegnum allt starf ljósmóðurinnar. Inngangur Einn erfiðasti missir sem nokkur mann- eskja getur upplifað er að missa bam, sama á hvaða aldri það er, og þar er andvana bamsfæðing engin undantekn- ing. Við getum aldrei verið undirbúin fyrir þannig harmleik, og slíkur missir getur kallað fram margvíslegar tilfinn- ingar. Sorgin er breytileg frá manni til manns, hún er eðlileg viðbrögð sem manneskjan þarf að ganga í gegnum til þess að aðlagast breyttum aðstæðum í lífi sínu í kjölfar missis. Þegar foreldrar eignast andvana barn, upplifa þá báðir foreldrarnir sorgina eins? Hafa viðhorf til aukinnar þátttöku feðra í sorginni breyst í takt við aukna þátttöku þeirra í bameignarferlinu? Geta pabbar ekki grátið? Eða þjást þeir í þögn? Þessum spurningum verður leitast við að svara í þessari ritgerð og tjallað verður um rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu efni. Tilgangur þessa verkefnis er að skoða upplifun foreldra við andvana fæðingu og þá líka út frá sögulegu ljósi, hvernig og hvaða breyt- ingar hafa orðið á síðustu áratugum. Horfi ég þá sértaklega til ársinsl970 og til dagsins í dag, en 5. júní það ár eign- uðust foreldrar rnínir sem nú eru látin, sitt sjöunda barn, fullburða andvana stúlkubarn. Þá var umönnun og stuðn- ingur til foreldra lítill sem enginn, móðir mín var flutt á sængurkvenn- agang án þess að fá að sjá bamið, lá hún þar ásamt öðrum konum sem höfðu fætt lifandi börn. Stúlkan fékk ekki nafn eins og nú tíðkast, hún var síðan jörðuð hjá afa sínum og hennar hvergi minnst, hvorki á legsteini né í ættarbókum, aðeins skrifuð á fæðingarskýrslu. Skilgreining á andvana fæðingu I töflum Hagstofu Islands eru andvana fædd böm þau böm sem koma í heim- inn án lífsmarks eftir a.m.k. 28 vikna meðgöngu. Styttri meðganga telst fósturlát. Þetta viðmið er það sem hefur verið notað í töflum alþjóðastofnana á borð við Sameinuðu þjóðimar. A síðustu árum hafa mörkin milli fóstur- láts og andvana fæðinga verið færð niður í 22 vikur í sumum löndum (Hagstofa íslands, 2008.). Alþjóða heil- brigðismálastofnunin (WHO) miðar við 22 vikna meðgöngu eða 500 gr. þyngd, ef meðgöngulengdin er ekki þekkt (Ragnheiður 1. Bjamadóttir, Guðrún Garðarsdóttir, Alexander K. Smárason og Gestur I. Pálsson, 2006). Fæðing- arstofnanir á Islandi hafa allt frá árinu 1992 miðað andvana fæðingu vera eftir 22. viku meðgöngu og er það skilgrein- ing sem finna má í 12. grein laga um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/2000 (Hagstofa íslands,2008.). Andvana fæðingar í sögulegu Ijósi Það má segja að dauðinn hafi verið nær fólki fyrr á öldum hér á landi en nú er, þó svo að lítið hafi verið rætt um þess konar reynslu í samfélagi okkar. Frá upphafi 19. aldar var prestum falið að 6 Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.