Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 21

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 21
Fréttir úr félagsstarfi Guðlaug Einarsdóttir ajhendir Ögmundi Jónassyni heilbrigðisráðherra eintak af Lausnar- steinum á mánuði frá því í fyrra. Starf ritnefndar Að baki er viðburðarríkt ár og átaka ár hjá ljósmæðrum, Ljósmæðrafélaginu, stjóm þess og kjaranelnd sem hér munu verða gerð skil. Stjórn félagsins og starfsemi A aðalfundi 2008 kom Dagný Zoega ný inn í stjóm sem fýrir þann tíma hafði verið óbreytt í 2 ár. Stjómin átti þó eftir að sjá meiri breytingar það árið þegar tveir stjómarmeðlimir, Kristbjörg Magnúsdóttir og Unnur Berglind Frið- riksdóttir sögðu af sér stjómarsetu vegna illsættanlegs skoðanaágreinings innan stjómar m.a. um fjármálastjóm í kringum kjarabaráttu félagsins. Síðustu rúma 5 mánuði fyrir aðalfund starfaði því fimm manna stjóm. Meiri breytingar urðu svo á stjóminni á aðalfundinum, þar sem bæði Guðrún Guðmundsdóttir gjaldkeri og Dagný Zoega vararitari ákváðu að hætta af persónulegum ástæðum. Ég vil þakka þeim góð störf og samvinnu. Þær sem komu nýjar inn í stjóm á aðalfund- inum eru Helga Sigurðardóttir varafor- maður, Sigrún Valdimarsdóttir gjaldkeri, Ardís Kjartansdóttir varagjaldkeri og Jóhanna Skúladóttir vararitari og hefur ný stjóm þegar fundað. Stjómarfúndir voru 17 milli aðalfunda og félags- fúndir 10. Flestir vora félagsfundimir í kjarabaráttunni. Ljósmæðrafélag Islands er stækkandi kjarafélag og hefúr vaxið um fjórðung síðustu 3 ár. Nú eru kjarafélagar orðnir 242 og á það ekki síst þátt í árangri okkar í kjarasamningunum í haust. Það er vel við hæfí að á 90 ára afmæli félagsins skuli nú yfír 90% starfandi ljósmæðra vera kjarafélagar í Ljósmæðrafélaginu, félagi sem hefúr séð tímana tvenna. Félagsgjöld Fagfélagsgjöld eru þau sömu og síðustu nokkur ár, eða 4.500 kr. Kjarafélagsgjöld hafa einnig lengi verið þau sömu eða 1,75% af dagvinnulaunum og af þeim greiðist nú 0,17% til BHM skv. nýgerðri samþykkt aðalfúndar BHM. Með hækk- andi launum ljósmæðra og fjölgun kjarafélaga, hefúr innkoma félagsins þess vegna líka aukist um 2-300 þúsund Gefin voru út tvö Ljósmæðrablöð á árinu, annað í júní og hitt í desember. Agætlega gekk að fá ljósmæður til að skrifa greinar í blaðið og er það vel. Auglýsingarsöfnun gekk hins vegar tregar en oflt áður vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Nálastungunámskeið Tvö nálastungunámskeið vom haldin á vegum félagsins á síðasta ári svo nú eru námskeiðin alls orðin þrettán. Hmn íslensku krónunnar setti strik í reikning- inn þar sem félagið greiðir námskeiðs- kostnað í sænskum krónum og varð niðurstaðan sú að félagið borgaði helm- ing á við hvern þátttakanda í kostnað við þessi tvö námskeið, enda hafði námskeiðskostnaður verið sá sami til fjölda ára. Til stendur að halda námskeið í haust en fyrirkomulag þess er nú í skoðun, þar sem kostnaðurinn er mikill vegna gengismunar. Starf fræðslunefndar Fræðslunefnd hefur staðið fyrir hring- borðsumræðum í vetur eins og fyrri vetur. Starf hennar byrjaði þó á að skipuleggja slökunarferð í október efltir hina miklu kjarabaráttu og var farið í Mecca Spa þar sem ljósmæður kynnt- ust meðgöngujóga og meðgöngusundi. A nóvemberhringborðinu kynnti Árdís Kjartansdóttir ljósmóðir dvöl sína sem ljósmóðurnemi hjá Inu May Gaskin og var það mjög fróðlegt og sköpuðust góðar umræður um fæðingarfræðina. í byrjun desember var aðventufúndur þar sem Gunnar Sigurjónsson sókn- arprestur í Kópavogi og mótorhjóla- kappi kom og spjallaði við ljósmæður á léttu nótunum í miðri kreppu og aðventu. Sveinbjörg Brynjólfsdóttir ljósmóðir kynnti mastersritgerð sína á marshringborðinu, um reynslu og líðan kvenna sem fá verki í geirvörtur við brjóstagjöf. Mjög athyglisvert verkefni og gott innlegg í brjóstagjöfina. Starf fræðslunefndar fer aftur af stað í haust með spennandi dagskrá. Starf sjóðanefndar og úthlutun úr sjóðum félagsins Uthlutað er úr þremur sjóðum Ljós- mæðrafélagsins; Minningasjóði ljós- mæðra, Rannsóknasjóði ljósmæðra og B-hluta Vísindasjóðs Ljósmæðrafélags- ins. Uthlutunarreglur sjóðanna vom endurskoðaðar og þeim breytt fyrir Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009 2 1

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.