Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 27

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 27
í þágu Ljósmæðrafélagsins af krafti og áhuga sem skein í gengum allt starfið. Það var sama hvort verið var að undir- búa basar til að afla fjár til að byggja við Sjúkrahúsið á Akureyri eða hvort verið var að undirbúa fræðslufund á vegum Norðurlandsdeildarinnar eða hvort kaupa átti nýjan doppler fyrir Fæðingadeildina. Margrét skipulagði allt og hætti ekki fyrr en markmiðunum var náð. Eiginlega má segja að Norðurlands- deildin hafl verið heimilisföst á heimili Margrétar í áratugi því fundir í deildinni voru ansi oft haldnir á heimili hennar. Þá svignuðu borðin undan bakkelsi og góðgerðum, sem Margrét ffamreiddi af myndarskap til að skapa rétta stemmingu þannig að ljósmæður gætu átt notalega stund saman og eflt Ijósmæðraandann sín á milli. Frægasta uppátæki Margrétar meðan hún var formaður Norðurlandsdeild- arinnar, ef við getum nefnt það uppátæki, var náttúrlega þegar hún, ásamt öðrum ljósmæðrum fyrir norðan skipulagði aðalfund Ljósmæðrafélagsins árið 1974 að Hrafnagili í Eyjafírði. Það mun hafa verið fyrsti aðalfundur sem haldinn var utan höfuðborgasvæðisins. A þann aðal- fund mættu 80 ljósmæður víðsvegar að af landinu, margar á íslenskum búning og ég hef heyrt því fleygt að karlmennimir í fírðinum hafí aldrei séð þvílíkan flokk af föngulegum konum eins og þann dag. Fundurinn tókst að sögn þeirra sem hann sóttu með eindæmum vel. Stein- unn Finnbogadóttir þáverandi formaður Ljósmæðrafélagsins stjómaði fundinum, bæjarstjórinn á Akureyri bauð í kvöldverð og margar ljósmæður gistu í heimahúsum hjá norðlenskum ljósmæðmm. En við ættum kannski að taka það upp aftur í kreppunni að gista hjá hvor annarri, hætta að splæsa í hótel heldur að gista bara hjá hvor annarri þegar við ferðumst um landið, það yrði einskonar heimaþjónusta ljósmæðra eða kannski öllu heldur heimagisting ljósmæðra fyrir ljósmæður. En það mundi án efa styrkja tengsl okkar og efla okkar dýrmæta ljós- mæðraanda. Margrét hefur verið ótrúlega dugleg að sækja ráðstefúur bæði hér heima og erlendis. Ansi margar ferðir hefúr hún farið á norðurlandaráðstefnur og þá síðustu þegar hún var haldin hér á landi árið 2004. En þá lét hún sig sko ekki vanta því áhuginn á nými þekkingu og samneyti við aðrar ljósmæður er enn til staðar sem betur fer. Ljósmóðir sem var á norðurlandaráð- stefnu með Margréti í Osló í Noregi fyrir fáum ámm, en þá var Margrét komin um sjötugt sagði einhvertímann frá upplifun sinni af þátttöku Margrétar á norðurlandaráðstefnunni. Einn daginn þegar Margrét hafði setið allan daginn á fyrirlestmm og síðar mætt á hátíð- arkvöldverði, þar sem hún var að sjálfsögðu flottust allra og skartaði sínum fallega íslenska búning, hafði þessi ljós- móðir verið á leið upp á hótel til að hvíla sig eftir erfíðan dag. En þá var Margrét enn í fullu fjöri, skemmti sér afskaplega vel í félagskap norrænna Ijósmæðra sem margar voru orðnar vinkonur hennar, ekki vitund þreytt og alls ekki á leið heim á hótel. Þama var sú unga mörgum áratugum yngri á heimleið vegna þreytu og syiju en Margrét enn í fullu íjöri og naut sín sem aldrei fym Slíkur var áhug- inn og gleðin sem fylgdi því að taka þátt í ráðstefúum alla hennar starfstíð og er enn. í dag heiðrum við Margréti fyrir störf hennar í þágu kvenna og í þágu Ljós- mæðrafélags íslands og þökkum henni fyrir þrautseigju hennar og eljusemi sem hún hefur sýnt í gegnum árin í þágu Ljós- mæðrafélagsins. Sigfríður Inga Karlsdóttir Call for reviewere Nordisk Jordmoderforbunds kongres 2010 3.-5. juni 2010 i Bella Center, Kobenhavn Jordemoderforeningen soger frivillige jordemodre til at bedomme de abstrakts, som vil blive indsendt til den 18. kongres i Nordisk Jordmoderforbunds regi. Jordemodre fra alle de nordiske lande er inviteret til at melde sig som reviewere. Reviewere vil hver modtage 5-7 abstrakts (pá max I side) senest den I. november 2009 og skal kunne returnere deres evalueringer senest den 21. november 2009. Retningslinjer for reviewprocessen vil blive udstedt af Jordemoderforeningens videnskabelige komité. Tilmelding som reviewer og selve reviewprocessen foretages elektronisk via kongressens hjemmeside: www.njf2010.dk hvor der ogsá er mulighed for at indsende abstrakts. Jordemodre, der 0nsker at stille sig til rádighed som reviewere, kan tilmelde sig mellem I. maj og I. august 2009. Den videnskabelige komité sammensætter gruppen af reviewere i august, og alle, som har tilbudt deres assistance, vil fá at vide, om der er behov for dem senest den I. september 2009. Navnene pá de jordemodre, som har deltaget som reviewere, vil blive trykt i et særskilt afsnit af kongressens program. Arbejdet som reviewer er ulonnet. Der er behov for reviewere med mange forskellige kompetencer - se venligst www.njf2010.dk for mere information - da der vil blive indsendt abstrakts til seks forskellige præsentationsformer. Det kan altsá være dig med eksempelvis praksiserfaring, forskningserfaring eller erfaring indenfor storytelling vi har behov for Du kan vælge at reviewe indenfor en eller flere af folgende fire hovedkategorier: I) dagligt liv som jordemoder 2) forsknings- og udviklingsstudier 3) uddannelse indenfor jordemoderomrádet 4) bachelorprojekt i jordemoderkundskab Vi glæder os til at hore fra jordemodre, der vil være med til den vigtige reviewproces. Venlig hilsen Den videnskabelige komite Jordemoder 2010 Praksis og Videnskab

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.