Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 23

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 23
um heimaþjónustu í sængurlegu. Vegna lagabreytinga með tilkomu laga um Sjúkratryggingastofnun sem gildi tóku í haust, breyttust forsendur samn- inga um heimaþjónustu ljósmæðra og heimafæðingar. Nú getur ríkið ekki lengur samið við stéttarfélög um heil- brigðisþjónustu, lieldur einungis fyrir- tæki eða einstaklinga. Samningar um greiðslur fyrir þessa þjónustu er því ekki lengur á höndum félagsins, heldur gerir Sjúkratryggingastofnun rammasamn- ing sem ljósmæður sækja um aðild að. Slíkur samningur tók gildi 1. mars s.l. og gildir út febrúar á næsta ári. Þann 31. mars síðastliðinn rann stuttur kjarasamningur við ríkið út. Enn sem komið er hefur Ljósmæðrafélag Islands ekki átt fund með samninganefnd ríkis- ins en er með í samstarfí BHM aðild- arfélaga og annarra launþegasamtaka í ríkisþjónustu sem er í fúllum gangi í þessum skrifuðu orðum. Nýr vinnudeilusjóður - Þórdís- arsjóður Kjarabarátta ljósmæðra var kostn- aðarsöm en þó ekki kostnaðarsamari en það að ávinningur samningsins fyrir félagsmenn var mun meiri á einungis einum mánuði. Ljósmæður hafa ekki átt neinn sjóð til að kosta kjarabar- áttu sína hingað til. I mörgum félögum innan BHM er saftiað í sjóði til að eiga fyrir kjarasamningavinnu og öll stærri félög hafa auk þess starfsmenn allt árið um kring til að vinna að undirbúningi kjarasamninga. I okkar félagi höfum við hvorugt haft. Við höfum treyst á að eiga aukreitis fyrir kjarasamningum í daglegum rekstri félagsins sem lengst af hefur verið í járnum. Eftir kjarasamn- ingana í haust styrktu önnur stétt- arfélög okkur um háar upphæðir eftir að miðstjóm BHM hafnaði beiðni LMFI um greiðslu lögfræðikostnaðar. Eftirstöðvar þessara styrkja mynda nú okkar eigin vinnudeilusjóð sem stjóm hefur lagt til að nefndur verði jákvæðara nafni eftir kjarabaráttukonu þ.e. Þórdísarsjóður, til heiðurs Þórdísi Símonardóttur ljós- móður sem barðist alla tíð fyrir bættum kjörum ljósmæðra og brýndi starfssystur sínar í kjarabaráttu. Frekari upplýsingar um Þórdísi Símonardóttur má sjá hér í blaðinu. Kreppa Það er skemmst frá því að segja að þjóðin er heltekin af því þjóðfélags- ástandi sem hér ríkir eftir efnahags- krunið í haust og afleiðingar þess og Fríður Jlokkur Ijósmœðra á aðalfundi. þar eru Ijósmæður engin undantekning. I fyrsta sinn geta íslenskar ljósmæður þurft að horfast í augu við atvinnuleysi og uppsagnir. Laun hafa verið rýrð niður í berstrípuð gmnnlaun með því að taka af alla umframgreiðslur í formi aksturs- greiðslna og óunnaryfírvinnu millistjórn- enda. Og áfram hangir yfír okkur skuggi gríðarlegs niðurskurðar í heilbrigðiskerf- inu. Til stóð að loka fæðingardeild- inni á Sauðárkróki og minnka stórlega þjónustu á tveimur fæðingardeildum, þ.e. í Keflavík og á Selfossi en kröftug mótmæli nærsamfélags og m.a. Ljós- mæðrafélags Islands urðu til þess að horfíð var frá þeim ákvörðunum a.m.k. um tíma. Ljósmæður eiga ekki að bíða þess sem verða vill, heldur taka virkan þátt í að mæta því vandamáli sem þjóðin stendur ffammi fyrir og aðstoða heil- brigðisyfirvöld við spamaðaráætlanir. Við vitum að enn má spara í heilbrigð- iskerfinu og við vitum líka að fækkun ljósmæðra eða fækkun fæðingastaða getur haft dýrkeyptar afleiðingar í heil- brigðiskerfinu með íjölgun inngripa og enn ffekari oflækningum. Það er stað- reynd að eðlileg fæðing kostar einungis einn níunda hluta af því sem keisara- skurður með fylgikvillum kostar. Þess- ari staðreynd þurfúm við að halda að heilbrigðisyfírvöldum og höfúm boðið fram vinnu okkar í þverfaglegri nálgun í markvissri stefnumótun til að Ijölga eðlilegum fæðingum, bæði af faglegum og flárhagslegum ástæðum og öllum til heilla. Heilbrigðisráðherra hefúrnú lofað samstarfi við félagið í þessum efnum.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.