Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 28

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 28
Þórdísarsjóður Þórdís Símonardóttir Ijósmóðir, Eyrarbakka Þórdís fæddist að Kvikstöðum í Andakílshreppi í Borgarfirði 22. ágúst 1853. Þórdís fékksnemma áhuga á lœkn- ingar- og líknarstörfum og var einungis 18 ára er hún tók á móti fyrsta barninu, þá ólærð heima. Hún tók á móti á þriðja þúsund börnum á rúmum 50 ára starfs- ferli sínum.1 Árið 1873-1874 nam Þórdís ljósmóð- urfræði hjá Þorbjörgu Sveinsdóttur en þá var Jón Hjaltalín landlæknir. Þorbjörg var Þórdísi jafnan hugstæð en hún tók virkan þátt í málefnum samtíðar sinnar. Þetta hreif hina ungu stúlku og gerði henni námstímann ógleymanlegan og varð traust undirstaða að öllu hennar lífi síðar.2 Árin 1876-1883 gegndi hún ljósmóð- urstörfúm í Biskupstungnaumdæmi. Þegar hún var þar var hún eitt sinn sótt til Hildar, konu Egils á Kjóastöðum. Þórdís sá undir eins að konan var þannig vaxin að erfitt væri að hjálpa. Ógem- ingur var að ná til læknis og engar tangir til að hjálpa. Þórdís notaði því silkiklút og móður og bami var bjargað. Bamið lifði og var látið heita hennar nafni - Þórdís. Þórdís fékk skipunarbréf sitt sem yfirsetukona í Stokkseyrar- og Kald- aðamessóknum í Ámessýslu þann 24. júlí 18834 Hún bjó á Eyrarbakka eftir það og gengdi þar störfum til ársins 1926. Auk ljósmóðurstarfsins kenndi hún stúlkum karlmannafatasaum í mörg ár og síðustu árin kenndi hún einnig bömum að lesa. Starf ljósmóður var oft erfitt. Ferðast var í öllum veðmm milli staða og húsakostur og allar aðstæður hinar verstu. Á fátækustu heimilunum vant- aði stundum allt til alls svo varla vora til reifar á ungbarnið sem fæðast átti í heiminn innan skamms. Þegar Þórdís kom í slíkar aðstæður reyndi hún að koma öllu í besta horf á skömmum tima og yfirstíga. Oft gekk það nærri Þórdísi að sjá slæmar aðstæður mæðraf Þegar Þórdís hafði starfað í aldar- fjórðung í Eyrarbakkaumdæmi færðu konur henni gjafír og þakkarávarp og þegar hún hætti störfum færðu þær henni vandaðan stól og peningagjöf sem þakkir fyrir vel unnin störf.5 Á meðan sveitaflutningar tíðk- uðust sættu konur oft miskunnarlausri meðferð. Þegar svo bar undir reyndist Þórdís ógleymanleg - með hetjulegri vöm fyrir einstæðinginn þegar valdhafar hugsuðu um það eitt að spara fé. Þessar konur átti Þórdís ævilangt fyrir vini og þetta fólk gleymdi aldrei drengskap hennar og óbilandi baráttuþreki.6 Barátta Þórdísar fyrir betri kjörum Þórdís var mikil baráttukona og gilti það einnig þegar hún reyndi hún að bæta kjör sín. I gögnum sýslunefndar Árnessýslu er t.d. beiðni sem Þórdís sendi sýslunefnd um launahækkun 1886 og hljóðar svo: „Hjer með leyfí jeg mjer virðing- arfyllst að sækja um, að hinni háttvirtu sýslunefnd mætti þóknast að veita mjer launaviðbót þá sem heimiluð er í 3. grein yfirsetukvennalaganna af 17. des. 1875. Vegna þess að hjer á Eyrarbakka er svo þjettbýlt og mannmargt, ber það mjög oft við að jeg er sótt til sjúklinga, þar eð læknir er í fjarlægð. Fyrir þær ferðir þykir mjer eigi taka að heimta borgun, einkum með tilitf til þess að hjer er allur íjöldi manna fátækur. En á hinn bóginn eyðist þó við þetta talsverður tími fyrir mjer, frá vinnu þeirri sem, eftir því sem ástatt er, verður að vera aðal atvinnuvegur minn.“ Beiðninni hafn- aði sýslunefnd samhljóða og líka árið 1887.7 Höfðað til göfuglyndi og mannúðar Árið 1879 bað Þórdís um launahækkun þar sem hún hefði þjónað yfír- setukvennaembættinu rúmlega þann tíma sem til væri tekin í lögum að giltu til þess að fá launaviðbót. Hún bæði ekki um launahækkunina að þarflausu því hún hefði aðeins 40 krónur í fastalaun á ári. I umdæminu væru að meðaltali um 30 barnsfæðingar á ári og þó að sumir 28 Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.