Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 10
væntingin og tilhlökkunin eftir baminu hvarf á einu augabragði, vonir og vænt- ingar breyttust í sorg og söknuð. Þeir reyndu eftir bestu getu að hugga konu sína. Feðrunum fannst brýnt að barnið yrði tekið sem fyrst úr móðurkviði, þeim fannst afbrigðilegt að konan hefði dáið bam inn í sér. Þeir fundu fyrir ótta að hún gæti orðið veik af völdum þess. Fyrstu viðbrögð flestra feðranna þ.e. níu af ellefú vildu að barnið yrði tekið með keisaraskurði til að forða konunni frá þeim sársauka við að fæða barnið. Hugs- unin um að hún þyrfti að fæða barnið eðlilega og með verkjum fannst þeim ógeðfellt. Eftir að hafa fengið fræðslu frá fagfólki vom þeir sammála þeim um að bamið fengi að fæðast á eðlilegan hátt. I fæðingunni fannst sumum feðr- anna þeir vera ringlaðir og ekki inn í hlutum og utanveltu. Þeir notuðu orð eins og lömun, neitun, martröð og ólýs- anlegt. Feðurnir töluðu um að það hefði verið gott að hafa annan karlmann til að tala við þar sem flestir fagaðilana vom konur. Þeir vom þó mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeir fengu af hálfu spítalans og fannst starfsfólkið sýna þeim góðan stuðning. Það kom einnig fram í niðurstöðum þessarar rannsóknar og fleiri rannsókna sem voru að horfa á sömu atriði að feðumir lögðu ríka áherslu á það að vemda og eiga gott samband við makann en einnig að fá að syrgja á sinn hátt. Fjölskyldumeðlimum og fagfólki hættir til að horfa á föðurinn sem karl- mannlegan og sterkan „masculine- must-be-strong“ og ætlast til að hann taki ýmsar ákvarðanir og geri ráðstaf- anir á meðan móðirin sem nýlega hefur fætt andvana bam er líklegri til að vera líkamlega og tilfínningalega ófær til þess (Stinson o.fl.,1992). Feðurnir hafa tilhneigingu að horfa til framtíðar og koma öllu í samt lag og jafnvel í betra lag en áður á meðan móðurinni finnst það oftar hjálpa sér að deila tilfinn- ingum sínum með einhverjum (Pairman o.fl., 2006). Samkvæmt Neill, (1998), Pairman (2006), Stinson og félaga (1992) er sorgarferli mæðra oftast mun tilfinn- ingaríkara en feðra, þær tjá sig meira og eru líklegri til að sækja til stuðn- ingshópa á meðan feðumir sækja síður í þannig stuðning og finnst það jafnvel óviðeigandi. Þeim finnst oftar að sorgin sé þeirra einkamál. Þegar þeir upplifa viðbrögð mæðranna og sjá hvað hún er sorgmædd þá fínnst þeim oft að móðirin hafí elskað barnið meira en hann hafí gert og við þetta fá feðurnir sektarkennd. Sumar rannsóknir sýna fram á það að mæðrum fínnst sem þær fái minni stuðning frá fjölskyldu og vinum en feðurnir fá, á meðan aðrar rannsóknir sýna það gagnstæða þ.e. að feðurnir fínni fýrir minni þjóðfélagslegum stuðningi og að þeir hafí engan til að ræða við um missinn og tilfínningar sínar. Þessar rannsóknir þurfa þó ekki endilega að vera mótsagnakenndar, því ef konan hefur íyrir missinn verið tengd sterkum böndum við fjölskyldu sína og vini þá gerir hún ef til vill meiri væntingar til þeirra (Stinson o.f.,1992). Feðram fínnst að þeir séu frekar spurðir um hvernig eiginkona þeirra hafí það en ekki hvemig þeirra eigin líðan er, ættingjar og vinir gleyma því að faðir- inn á einnig um sárt að binda. Þeir hafa þörf iyrir að borin sé virðing fyrir sorg þeirra og að þeim sé sýnd hlýja. Feður fara oftar fyrr til vinnu, þar fínna þeir oft fyrir því að samstarfsfólk á erfítt með að nálgast þá og fólk veit hreinlega ekki hvemig það á að koma ffam við þann sem syrgir (Neill,1998). Geta pabbar ekki grátið ? Það var nokkuð ríkandi áhersla á það í uppvexti drengja á árum áður að láta ekki tilfinningar sínar of mikið í ljós, eins og að gráta ekki, frekar að harka af sér. Eiga því karlmenn oft erfitt að sýna sorg sína með táram. Þeim er það næstum meðfætt að bæla niður þessar tilfmningar en vera þess í stað sterkir eins og samfélagið gerir ráð fyrir (Hend- erson og Macdonald, 2004; Pairman o.fl., 2006; Worth, 1997). Fyrir suma karlmenn felur sjálfs- ímynd þeirra oft að því að vera vernd- ari og framfærsluaðili í sambandi sínu við makann, vera sjálfstæður og sterkur frekar en vamarlaus (Pairman o.fl., 2006). Þeir hafa líka átt það til að forð- ast faglegan stuðning eins og kom í Ijós í rannsókn sem Mandell, McAnulty & Reece gerðu 1979 á líðan 28 para eftir skyndilegan ungbamamissi þar sem tekin voru viðtöl á heimili foreldrana. Atján feður af þeim 28 reyndu að forð- ast það að vera heima þegar hjúkran- arfræðingurinn kom í þessar viðtals- heimsóknir. Sögðu mæðumar frá því að maka þeirra fýndist það ekkert hjálpa sér að tala um líðan sína við einhvem utanaðkomandi, og að þeir vildu ekki að þær væru að tjá sig um þeirra einka- mál. Hegðun feðranna í viðtölunum var líka öfúg á við hegðun mæðranna, þar sem enginn feðranna grét í viðtölunum á meðan þær felldu oft tár. Þeir viður- kenndu að hafa grátið en gerðu það ekki meðan á viðtölunum stóð (Mandell, McAnulty og Reece, 1980). Þessi rann- sókn er tæplega 30 ára gömul og hafa orðið miklar breytingar síðan þá í þjóð- félaginu á viðhorfúm í garð karlmanna varðandi tilfínningar. Einnig hafa orðið breytingar á uppeldi drengja þ.e. þeim er leyfílegt að tjá tilfínningar sínar, þó enn sé nokkur þrýstingur á að karl- menn séu sterkir og sýni ekki of miklar tilfínningar þegar einhver áfoll verða á vegi þeirra (Worth, 1997). „ Eg grét frá þeirri stundu er ég steig inn í kirkjuna og þar til ég steig aftur inn í bílinn minn til að keyra í burtu að lokinni athöfn. Mér var sama hvað fólki fannst, ég gat ekki haldið aftur af mér 10 Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.