Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 11

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 11
lengur. Þetta var mín stund til að syrgja“ (Neill,1998, bls 34). Eg veit að sú reynsla að fæða andvana bam hefur sett mark sitt á líf föður míns ekki síður en móður og eftir að hafa fengið upplýsingar frá eldri bræðrunr mínum þá sögðu þeir mér að faðir okkar hafí verið mjög sterkur á þessum tíma þegar bamið fæddist, hann var þá eina fyrirvinnan á stóru heimili og varð að standa sig. En þeim er minnisstætt hvað faðir okkar grét mikið þegar litla dóttir hans var jörðuð. Hann vöknaði síðan oft urn augun þegar hann minntist á þennan atburð alveg fram á hans hinsta dag. Hvernig er hægt að styðja foreldra í sorginni? Sorgin gerir einstaklinginn örmagna. Það getur tekið marga rnánuði þar til foreldramir og þá sérstaklega móðirin geti einbeitt sér að öðm en sorginni og söknuði eftir baminu og horft á eitt- hvað annað sem er áhugavert í umhverf- inu. Að horfa til framtíðar án bamsins er erfítt og sársaukafúllt. Foreldmm er einnig alltaf hætta á að hverfa til baka í sorgina á ákveðnum tímamótum sem hefðu orðið í lífí bamsins, t.d. affnæli, jól eða á öðmm hátíðisdögum (Henderson og Macdonald, 2004; Bragi Skúlason, 2001). Foreldrar verða að fá að fínna sína eigin leið til að vinna úr þessari erfíðu reynslu, það er engin ein leið rétt til þess. Báðir foreldrar þurfa stuðning og báðir þurfa upplýsingar, þrátt íyrir að það sér erfítt fyrir þau að meðtaka allt og skilja það sem sagt er. Foreldrar eru þakklátir fyrir umhyggju fagfólks, skiln- •ng þess og þeirra sem eru tilbúnir að sýna umhyggju og eru óhræddir við að sýna tilfmningar sínar (Henderson og Macdonald, 2004). Bragi Skúlason (2001) telur að sá fagaðili sem sinnir foreldrunum innan spítalans þurfí að sýna þeim mikinn stuðning og vera tilbúin að gefa af sér, vera reiðubúin að veita faglega nánd sem felur ekki í sér að vera stífúr í faglegu orðavali. Hann þurfí að vera meðvit- nður gagnvart eigin tilfínningum og með opinn liuga gagnvart því sambandi sem hann getur átt með skjólstæðingum sínum. Þegar ljósmóðir verður þátttakandi 1 slíkum harmleik með foreldrum sem eignast andvana bam er viss hætta á því að ljósmóðirin geti auðveldlega verið sjálf minnt á missir sem hefúr hent hana eða sorg sem hún hefúr gengið í gegnum. Foreldramir eiga ekki að þurfa að eiga hlutdeild í tilfinningum ljós- móður eða hennar reynslu af sorginni og verður hún því að passa að yfirfæra ekki sorg sem hún hefúr upplifað yfír á syrgjandi foreldra. Foreldramir þurfa á stuðningi ljósmóðurinnar að halda og hún þarf að vera til staðar. Orð munu ekki taka í burtu sársaukann sem parið fínnur fyrir en viti þau að einhver er til staðar, að þau em ekki alein, getur það verið mikill og góður sfyrkur fyrir þau. Til viðbótar við það að hlusta þarf ljósmóðirin geta talað um dauðann og bjóða upp á samtal við prest ef foreldr- amir óska þess. Að fá að tala um erfíða reynslu við einhvem sem hefúr áhuga og er tilbúin að hlusta er ein af bestu aðferðum til að ná betri líðan og einnig er gott að skrifa um tilfínningar sínar (Worth, 1997). Dæmi um slíkt er þegar foreldrar nota svokallaðar blogg síður til að tjá líðan sína og skrifa sig þannig frá sorginni. Samtökin „Litlir englar“ sem stofnuð voru 2002 opnuðu heimasíð- una www.litlirenglar.is þar sem foreldrar geta leitað upplýsinga og stuðnings ffá öðrum sem hafa gengið í gegnunr svip- aða reynslu. Þar geta foreldrar skrifað inn spumingar og ritað skoðun sína um hin ýmsu mál. Foreldrar hafa líka haft samráð um að hittast og sfyrkja hvort annað í gegnum heimasíðuna og deila hugsunum sínum með hvort öðm (Litlir englar, e.d.). Það má því segja að með opnari urnræðu og minni fordómum hafa foreldrar fengið betri stuðning og inn í þann stuðning sem er orðin skipulagaðri hafa komið fleiri starfsstéttir. Einnig er það orðið viðurkennt að feður séu meiri þátttakendur í sorgarferlinu. Samúðin í samfélaginu hefur aukist og að syrgja andvana bam er talið orðið meira eðlilegt en áður var (Bragi Skúlason 1990). Landspítali - Háskólasjúkrahús hefúr látið útbúa litla bók sem heitir „Að missa bamið sitt“ sem er upplýsinga- og leiðbeiningabók til foreldra. Byrjað er að fjalla um þær tilfinningar sem foreldrar upplifa við þessar aðstæður og þar kemur frarn að það sé eðlilegt að einstakling- amir syrgi á misjafnan hátt. Þar er foreldrum ráðlagt að horfast í augu við dauðann í stað þess að forðast þá hugsun eða umræður um þá staðreynd. Sérstök fræðsla er þar fyrir móðurina því segja má að líkami hennar neiti að viðurkenna að bamið sé látið. Hún upplifir sömu líkamlegu einkennin og þegar um lifandi bam er að ræða (Gunnar Biering, 1991). Foreldramir fá einnig litla minningabók, Gleym-mér-ei, sem ætluð er til að varð- veita ýmsar minningar tengdar baminu eins og fæðingararmband og kort með upplýsingum um þyngd og lengd bams. Þar er líka hægt að geyma þrykkimynd af fóta- og fíngraforum bamsins og aðrar myndir (Landspítali-Háskólasjúkrahús, kvennasvið e.d.). Mikilvægi minninga um andvana börn. Áþreifanlegar minningar em mjög mikilvægar við að hjálpa foreldrum í gegnum sorgarferlið. Myndir af baminu, hárlokkur, merkiarmband og þrykkimynd af fótafari barnsins, allt em þetta minningar fyrir foreldrana um bamið sem þau dreymdu um en fengu ekki að kynnast (Worth, 1997). í rann- sókn sem gerð var af Worth (1997) var athuguð upplifun feðra að andvana fæðingum og tekin vom viðtöl við átta feður sem allir höfðu gengið í gegnum andvana fæðingu. Kom þar í ljós mikil- vægi þess að eiga áþreifanlega minn- ingar af baminu. Viðtölin voru tekin 5 árum eftir að þeir höfðu eignast andvana bam. Einn faðirinn hafði hvorki viljað sjá né láta taka myndir af baminu og 5 árum síðar þegar viðtölin vom tekin var enn mikil eftirsjá hjá honum að hafa ekki fengið að sjá barnið og fá af því myndir. Hann talaði um að honum fyndist hann ekki geta lokað sorgarferlinu því hann hefði engar áþreifanlegar minningar. Að sjá bamið hjálpar foreldmm að viður- kenna raunveruleikann um bamið og að gera sér það ljóst að barnið sé látið. Það kom í ljós í þessari sömu rannsókn að áþreifanlegar minningar voru öllum feðmnum mikilvægar til að sameina bamið fjölskyldunni og í raun til að fá viðurkenningu á baminu frá öðmm (Worth, 1997). Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009 1 1

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.