Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 17
Svanborg með Matthildi Þorsteinsdóttur og nýfœddum syni. viðkvæmu tímabili bameignarferlisins Við höfum búið við það hér á þessu svæði í áratug að hafa ekki skurðlækni og hér fæða einungis konur sem falla undir skilgreiningar um heimafæð- ingar, sem eru 1/3-1/2 af okkar konum, misjafnt eftir árum. Einnig em alltaf nokkrar konur úr Húnavatnssýslunum sem fæða hér og fer þeim ljölgandi þar sem við sinnum mæðravernd á Blönduósi líka. Sængurkonur koma til okkar eftir fæðingu á FSA og fara í heimaþjónustu eða áframhaldandi sængurlegu eftir því hvernig gengur. Við sinnum einnig ungbamavemd fyrstu sex vikumar. Tel ég konumar hér fá eins góða og samfellda þjónustu og möguleiki er á að veita miðað við þær aðstæður að geta ekki haft allar fæðingamar hér. Fjöldi kvenna sem við sinnum er um 50-60 á ári í Skagafirði og 20-30 í Húnavatns- sýslunum. 29 konur fæddu hér á síðasta ári. Enn sem komið er stendur ekki til að breyta þessari þjónustu enda lágmarks- þjónusta fýrir konur í barneignarferlinu á svona stóru svæði. Næstu fæðingar- staðir em Akranes og Akureyri og yfír fjallvegi er að fara til að komast þangað, ýmissa veðra von á vetmm og tel ég ábyrgðarleysi að hafa ekki vakt Ijósmóður og fæðingaraðstöðu í báðum Húnavatnssýslum og Skagafírði eins °g hugmyndir fyrrverandi Heilbrigð- 'sráðherra gengu út á. Mér finnst grafið undan trausti á ljós- mæðraþjónustu með því að loka fæðing- arstöðum þó skurðstofúm sé lokað, þó vissulega sé ekki hægt að halda úti fullri fæðingarþjónustu þegar svo er komið. Ljósmæður hafa menntun og fæmi til að aðstoða konur við val á fæðingarstað og velja þær konur sem fæða hjá þeim þó vissulega þurfí að huga að öryggis- sjónarmiðum. Við höfum tilmæli frá landlækni um val á fæðingastað, strangar viðmiðanir og leyfí til að taka á móti bömum frá landlækni og það getur því enginn bannað okkur það, hvorki hér né annarstaðar, skurðstofa eður ei og ég ætla ekki að hætta að taka á móti börnum hér meðan konumar vilja fæða hér. Sendi baráttukveðjur til ljósmæðra um allt land Svanborg Egilsdóttir: Þegar Bergrún sendi mér tölvupóst um að fá fréttir af fæðingardeild Hsu á Selfossi þá fór ég að hugsa til baka síðastliðið ár sem er búið að vera eigin- lega það erfíðasta á mínum starfsferli sem Ijósmóðir vegna þeirra ótrúlegustu aðstæðna sem upp eru komnar í okkar þjóðfélagi. I byrjun sumars 2008 þá sögðu allar ljósmæður Hsu, utan eina sem var í fæðingarorlofí, upp störfum vegna kjarabaráttu. Allt sumarið einkennd- ist af óvissu, fundum, fjölmiðlavið- tölum o.s.frv. þangað til í lok septem- ber að samið var við ljósmæður. Viku seinna hrundi þjóðfélagið og aftur tóku við óvissutímar, um áramót var ljóst að fæðingardeild Hsu á Selfossi ætti að loka til spamaðar fyrir heilbrigðis- kerfíð. Það má segja það að þá fyrst hafí „ballið” byrjað. Fundasetur út í eitt, viðtöl við fjölmiðla, meira segja lét ég mig hafa það að vera með framsögu á almennum borgarafundum, kvenfélags- fundum, pólitískum fundum, ég lét ekkert tækifæri ónotað til þess að verja fæðingardeildina. Ljósmæður, fram- kvæmdastjóm Hsu og allt starfsfólk Hsu stóð saman að því að fæðingarþjónusta á Suðurlandi legðist ekki niður og það allra besta var að um 5 þúsund Sunn- lendingar rituðu undir áskorun til heil- brigðisráðherra um málefni fæðing- ardeildar Hsu. í apríl kom svo heilbrigðisráðherra Ögmundur Jónasson og tilkynnti að fæðingardeild Hsu yrði ekki lokað en samt þurfti stofnunin sem slík að spara miklar fjárhæðir. AUir sem vinna á heil- brigðisstofnunum þekkja spamaðartil- lögur því s.l. 20 ár a.m.k. þekkjum við það vel að spara allt niður í „plastpoka” Enn og aftur vom fúndir um spam- aðartillögur og afleysingar fyrir sumarið því Ijósmæður liggja nú ekki á lausu, bara í 3 mánuði. Nú er júní og flest mál virðast leyst, en 30 ára ljósmóðurreynsla mín segir mér að svo sé ekki, því ljósmóðurstarfíð er barátta við það ófyrirséða, en það er auðvitað það skemmtilegasta við að vera ljósmóðir. Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009 1 7

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.