Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 7
safna skýrslum um andvana fædd böm frá ljósmæðrum og senda þær til biskupa. Upplýsingar um fjölda andvana fæðinga hafa verið til frá og með 1804, en árleg manntöl presta lögðust af með tilkomu þjóðskrár árið 1952. Hafa þessar upplýs- ingar síðan fengist úr fæðingaskýrslum og verið færðar inn í þjóðskrá (Hagstofa íslands, 2008). Fyrir um 30 ámm var horft á andvana feðingu sem „atburð sem ekki var“. Þá þótti betra að reyna að vemda foreldr- ana ffá sorginni með því að koma í veg fyrir tengingu þess við bamið. Venjulega var feðmm bannað að vera viðstaddir andvana fæðingu. Móðurinni var oftast gefið róandi lyf undir lok fæðingarinnar og var það gert til að róa og verkjastilla konuna og þegar búið var að skilja á milli nióður og bams var farið með barnið af fæðingastofúnni og foreldrum ekki gefin kostur á að sjá barnið (Samuelsson, Rádestad og Segesten, 2001; Gold, Dalton og Schwenk, 2007). Bömin vom síðan jörðuð jafnvel með ókunnu fólki °g yfirleitt var baminu ekki gefið nafn. ^eynt var að hlífa foreldmm andvana barna við sorginni með því að tala sem tninnst um atburðinn og skilaboðin vom a þá leið að þetta skipti ekki máli. Jafnvel viðhorf eins og að „þetta hafi nú eigin- Uga ekki verið bam“ vom allvíða til í samfélaginu (Bragi Skúlason, 2001). Kona nokkur eignaðist andvana barn. Henni var ráðlagt að sjá ekki bamið. Bamið var síðan lagt í kistu með einhverjum, sem hún þekkti ekki. Hún gat aldrei gleymt þessu bami. Samt átti hún fimm heilbrigð börn. Tuttugu árum síðar vildi hún fá að vita hvar bamið hvíldi. Eftir nokkra eftirgrennslan fann hún leiðið. Hún vildi fá að merkja leiðið, en ættingjar þess fullorðna, sem barnið hvíldi hjá, voru á móti því. Hún fer enn að leiðinu og dvelur þar lang- dvölum. Maðurinn hennar hefúr leitað álits geðlæknis (Bragi Skúlasona 1992, bls. 50). Það eru ekki mörg ár síðan talið var óviðeigandi fyrir mæður að syrgja vegna látinna bama og ekki var minnst á sorg feðra. Það er á síðustu 15 — 20 árum að viðurkennt hefúr verið mikil- vægi þess að syrgja til að fyrirbyggja vanlíðan þegar til lengri tíma er litið (Henderson og Macdonald, 2004). Elstu útgefnu heimildir sem tengjast þessu efni er úr læknisfræði í kringum 1950. Þar er talað unr að móðurinni hafi verið sýnd ákveðin samúð með mildu viðmóti fagfólks en hún hvött til að leggja miss- irinn til hliðar, hugsa ekki um hann heldur reyna að eignast annað bam. Önnur eldri heimild segir ífá sálfræð- ingi sem hafði orðið mjög hissa þegar kona sem kemur til lians í sálfræðimeð- ferð segir honum að hún hafí fundið til sömu vanlíðunar þegar hún fæddi andvana bam sitt og þegar móðir hennar lést. I þessum sömu heimildum er ekkert fjallað um feður og litið var á þeirra hlutverk sem „sá sterki“ í sambandinu. Makinn átti að vera stuðningsaðili fyrir konuna og hjálpa henni við að ná bata (Badenhorst og Huges, 2007). Það var í kringum 1970 að fyrstu rannsóknir litu dagsins ljós varðandi andlega líðan mæðra í kjölfar andvana fæðinga og sálffæðileg áhrif þess á líðan þeirra. Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar að farið var að líta á líðan feðra eftir slíkt áfall (Badenhorst, Riches, Turton og Huges, 2006). Sorg og upplifun foreldra Það er engin ein leið rétt til að syrgja. Upplifún og viðbrögð við missi getur ráðist af ýmsum þáttum, eins og hvort um sé að ræða móður eða föður, skiln- ing þeirra á missi, aldri foreldra og menningu. Einnig persónulegri hæfni til að takast á við missinn og því stuðnings- neti sem í kringum foreldrana eru. Það veltur líka á andlegum og trúarlegum þáttum þeirra sem syrgja (Callister, 2006). Bragi Skúlason prestur (1992) bendir á að fyrir þann sem missir, þá er sú sorg sem hann/hún upplifir sú mesta sem hann/hún getur ímyndað sér. Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009 7

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.