Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 9
einu og tveimur árum síðar, og voru þá að meðaltali með svipaðan stigaijölda og eiginkonurnar (Stinson, Lasker, Lohmann og Toedter, 1992). Meðganga er í flestum tilfellum tími tilhlökkunar og margir foreldrar, sérstaklega mæður tengjast baminu sterkum böndum strax í móðurkviði. „Hann varð sonur minn um leið og ég vissi að ég gekk með bami“ (Callister, 2006). Það má líka segja að með tilkomu aukinnar tækni þ.e.a.s. eftir að byrjað var að sónarskoða konur í upphafí meðgöngu að þá byrji tengslamyndunin við bamið íyrr en ella (Worth, 1997). Þegar bamið svo deyr, syrgja foreldrar allt það sem þau vom búin að gera ráð fyrir og missa því tækifærið til að kynn- ast baminu í framtíðinni. Þessi sorg hefur vissa sérstöðu því hún nær til allra þátta sorgarinnar, að missa bam, missa draum og jafnvel missis sjálfs. Að syrgja er ekki geðrænn sjúkdómur, þrátt fyrir svefnleysi, hræðslu, ótta og reiði og að foreldrum fínnist þau vera að missa tökin „séu að verða bijáluð“. Allar þessar tilfínningar eru eðlilegar og þegar frá líður fara þær hægt dvínandi og verða mildari og koma sjaldnar (Henderson og Macdonald, 2004). Ahrif sorgar á samband hjóna Sorgin er einstök, þ.e. hver og einn upplifír sorgina á sinn hátt. Jafnvel þó hjón syrgi barn sitt þá getur hvor aðil- inn fyrir sig upplifað sig einan í sorg- inni. Og getur það síðan á vissan hátt haft áhrif á samband foreldranna (Hend- erson og Macdonald, 2004). í sorgarferl- inu getur þessi tilfínning hvemig hjón takast á við sorgina og sýna einkennin á mismunandi hátt og á mismunandi tíma leitt til togstreitu. Það getur síðan flækt samband foreldrana því eiginkonan getur mistúlkað hegðun föðurins sem oft verður svo ljarrænn, og litið á það sem áhugaleysi gagnvart baminu og sem litla umhyggjusemi að hans hálfu, eins og honum „sé sama“ (Stinson o.fl., 1992; Pairman o.fl., 2006). Það er erfítt til þess að hugsa að þegar hjón verða fyrir slíkum missi, sársauk- mn svo mikill og parið þarf mjög á hvort öðru að halda, þá fínna feðumir fyrir því eins og þeir einangrist ffá makanum og hilið á milli þeirra verði breiðara. Það niyndi hjálpa foreldmm í úrvinnslunni ef þau átta sig á því að maður og kona syrgja ekki á sama hátt (Henderson og Macdonald, 2004). Fagaðilar þ.e. þeir Sem sinna foreldrum eftir slíkan missir þurfa að fúllvissa foreldana um að það sé eðlilegt að þeir upplifi sorgina ekki eins og ekki á sama tíma, og að sorgarferlið getur tekið marga mánuði, jafnvel ár eða meira. Mæður og feður upplifa sams konar einkenni, en venjulega em þján- ingareinkenni móður sterkari þ.e. hún sýnir sterkari viðbrögð. Það hjálpar að hvetja hjónin að fínna leið til að deila saman tilfínningum sínum og ná til hvors annars. Sambandið er mun líklegra til að standa þetta af sér ef hjónin hjálpa hvert öðru við að styrkja og þroska þær tilfinningar sem þau hafa, og vinna þannig saman í sorginni (Henderson og Macdonald, 2004; Badenhorst og Huges, 2007). Þetta getur jafnvel verið fyrsta reynsla ungra hjóna að missi og sorg, það er eitthvað sem getur valdið erfið- leikum og streitu í sambandi (Callister, 2006). Ymsar rannsóknir hafa staðfest að það sé aukin tíðni hjónaskilnaða í kjölfar slíkrar reynslu, eða að hjón geri miklar breytingar á lífi sínu eins og að flytja búferlum vegna þess áfalls sem þau hafa orðið fyrir (Badenhorst og Huges, 2007). Aðrir hafa bent á að álagið sem verður við það að eignast andvana bam getur líka styrkt samband foreldra og sambandið orðið enn sterkara en það var áður (Pairman o.fl. 2006). Feður Astæðan fyrir því að ég tek sérstaklega fyrir sorg feðra er að mér er það hugleikið að vita hvort þeir upplifi sorg í tengslum við andvana fæðingar á sama hátt og mæður og hvort þeir fái sama stuðning í samfélaginu og þær. Eins og kemur ffam í inngangi þá misstu foreldrar mínir bam árið 1970 og það var á þeim tíma þegar foreldrar fengu lítinn sem engan stuðning eftir andvana fæðingu bams. Faðir minn sagði mér að móðir mín hafí aldrei orðið söm á eftir að hafa gengið í gegnum það að fæða fúllburða andvana stúlkubam eftir 9 mánaða meðgöngu. Mér er nú hugsað til þess hvernig honum sjálfum haíi liðið á þessum tíma. Rannsóknir sem Klaus og Kennel gerðu (1982), Rubin (1977) og Stainton (1990) bentu allar á það að feður tengj- ast ófæddu bami sínu líkt og móðirin en rannsakendumir sögðu einnig frá því að sú tenging sé á annan hátt en hjá mæðrum. Þeir töldu það vera vegna þess að það er konan sem ber bamið undir belti og því tengist hún baminu fyrr tilfínningalegum böndum heldur en faðirinn (Worth, 1997). Upplifun feðra væri svo að deila meðgöngunni með móðirinni og með því að „sjá og fínna“. Það hvemig faðirinn upplifir þessa tengingu við ófædda barnið hefur svo áhrif á viðbrögð hans við andvana fæðingu bamsins (Worth, 1997; Stinson o.fl.,1992). Gleymdir syrgjendur? Rannsókn sem gerð var í Svíþjóð af Samulsson, Rádestad og Segesten 2001, sýnir að þörf hins syrgjandi föður fyrir að tjá tilfinningar sínar stangist á við hina ríkjandi ímynd um karlmannshlut- verkið, þar sem ætlast er til að hann sé sterkur og styðji maka sinn. Tekin vom viðtöl við ellefu feður. Viðtölin vora tekin 5-27 mánuðum eftir að þeir höföu eignast andvana bam og meðgöngutími bams var 29 - 42 vikur. I rannsókninni kom fram að þegar feðumir fengu þá vitneskju um að bam þeirra væri látið upplifðu þeir áfall, afneitun, tilfínningaleysi og lömun- artilfinningu. Þeir áttu erfítt með að takast á við það sem var að gerast. Eftir- Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009 9

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.