Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 26

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 26
Ásta Sigríður Gísladóttir Asta Sigríður Gísladóttir er fœdd í Skál- eyjum á Breiðafirði 17. desember 1935. Hún útskrifaðist frá Ljósmœðraskóla lslands 30. september 1960. Frá 1. nóvember sama ár var hún ráðin Ijós- móðir í Patreksjjarðarumdœmi, síðar bœttist Barðastrandarumdæmi við. Hún starfaði nánast óslitið á Patreksfirði þar til hún lét af störfum við árslok 2004. Hafði hún þá tekið á móti 700 börnum. A sautjánda árinu ákvað Asta að verða ljósmóðir. Elsta systir hennar fæddi sitt fyrsta barn heima í Skáleyjum og þó Asta væri ekki viðstödd fæðinguna, sá hún þarna alveg nýfætt fallegt stúlkubam sem hvorki var búið að baða né klæða í föt. Hún hefur sagt að þetta hafi verið sér eins og opinberun, að þama hefði hún orðið vitni að einhverju óendanlega stórkostlegu. A þeirri stundu ákvað hún að verða ljósmóðir. Næstu daga á eftir fékk hún að aðstoða ljósmóðurina við að sinna sængurkonunni. Hún leit mjög upp til ljósmóðurinnar Pálínu Sveinsdóttur. - „fannst hún alveg einstök kona. Frá henni geisluðu góð áhrif. Það er erfitt að lýsa því en auðvelt að finna það“. Fyrstu 7 fæðingar sem Ásta sinnti fóra fram í heimahúsum. Þá fóru fæðingar að færast inn á sjúkrahúsið og liðu 35 ár þangað til hún aftur tók á móti barni í heimahúsi. Ásta var vel liðin af fólki sem átti samskipti við hana. Þegar konur að vestan voru teknar tali og nefnt að viðkomandi þekkti ljósmóðurina á Patró, ljómuðu konumar og svöruðu með hrifningu í röddinni: „Hana Ástu? Þekkirðu Ástu!?“ en eiginmennirnir kinkuðu kolli með viðurkenningarsvip. Það var greinilegt að hún átti aðdáun fólksins. Sennilega hafageislað góð áhriffráhenni ekki síður en Pálínu ljósmóður sem hún kynntist sem unglingur. Virðing fyrir öllu mann- legu hefur fylgt henni, æðraleysi, hlýleg kímnigáfa og gott skap. Þessi smávaxna kona bar með sér mikið traust. Ásta var farsæl í starfi þó engin sleppi algjörlega við áföll. Áhugi fyrir ljós- móðurstörfum fylgdi henni alla tíð. Hún gaf sér góðan tíma til að ræða við konumar, leiðbeina þeim og var dugleg að viða að sér fræðsluefni sem gat nýst hennar skjólstæðingum. Jósep Blöndal var læknir á Patreks- firði og ber mikið lofsorð á Ástu, bæði fyrir samstarf og fæmi: „Hún er svo æðralaus, í góðu jafhvægi, skapgóð. Og svo er það næmnin — og innsæið. Það brást ekki. Það var eintóm ánægja að vinna með Ástu.“ Það er náttúrlega þetta æðruleysi og innsæi sem ljósmæður þurfa á að halda ekki síst þær sem starfa mikið einar. Það kom líka vel fram að læknarþarna treystu reynslu Ástu. Þegar þrýstingur varð á að frumbyrjur fæddu í grennd við sjúkrahús með fullum örygg- isútbúnaði, héldu frumbyrjur áfrarn að fæða á Patreksfirði ef þeim sjálfúm hugnaðist það. Ásta sinnti ungbarnaeftirliti í fjölda mörg ár, einnig hefðbundinni skóla- skoðun. Hún sagði einhverju sinni að hún hefði mælt lengd allra bama á Patreksfirði þar til hún hætti að ná upp á höfuð þeirra! Þarna þekkti hún allt og alla, tók á móti tveimur kynslóðum. Kynslóðabil í algengri merkingu þess orðs þekkti hún samt ekki. Oft hefur það komið fram í samtölum við liana að börn og unglingar löðuðust að henni. Ásta kynnist manni sínum Sverri Breiófjörð á Patreksfirði og þau gift- ust 1963. Þau eignuðust 5 böm sem öll komust upp en einn sonur þeirra lést af slysförum 21 árs að aldri. Sverrir var dyggur bakhjarl ljósmóð- urinnar. Hann hætti sjómennsku þegar börnin vora orðin 2 og fór þá að vinna í landi til að eiga auðveldara með að sinna heimilinu þegar þess þurfti. Þetta hafa fleiri eiginmenn ljósmæðra þurfl að gera gegnum tíðina því ekki höfðu öll heimili tök á vinnukonum. Þessir menn eiga heiður skilið fyrir sinn þátt í ljós- móðurstarfi. Sverrir lést 1998. Ljómæður á landsbyggðinni eru nánast alltaf á vakt og þannig var það mest allan starfstíma Ástu. Sumarfrí reyndi hún að taka þegar engin barnsfæðing var í sjón- máli. Afleysara fékk hún þegar hún sjálf var að fæða og eftir 3ja barnið tók hún sér hlé frá störfum í 4 ár. Einn er sá eiginleiki Ástu sem þeir sem þekkja hana kunna vel að meta og vert að geta þó það komi ljósmóðurstörfum ekki við. Það er frásagnarfæmi hennar. Gott vald á máli, raddblærinn, gott minni á atburði, skilningur og væntumþykja á mannfólkinu ásamt smá skopskyni, gera frásagnir hennar myndrænar og sérlega ánægjulegaráheymar. Þessu hafa margir kynnst og gleðja sig við þær minningar. í tímaritinu Vera l.tbl. 2000 átti Steinunn Eyjólfsdóttir viðtal við Ástu í tilefni þess að hún tók á móti fýrsta barni íslands árið 2000.1 upphafi viðtals kemst Steinunn svo að orði: „Það er eitt- hvað mikilfenglegt undir kyrrlátu yfir- borðinu hjá fólki eins og Ástu, eitthvað sem geymir reynslu kynslóðanna.“ Síðan lýkur viðtalinu á eftirfar- andi orðum Ástu þegar hún hefur látið hugann reika yfír liðinn tíma: „Ljósmóðurstarfið hefur ekki aðeins verið mér vinna og lifibrauð. Það hefur líka verið mér styrkur og athvarf á reynslutímum. Þegar maðurinn minn féll frá og eins þegar ég missti son minn uppkominn, þá var starfið mér hvatning og raunabót. Mér fannst birta yfir þegar ég tók á móti nýju lífi, ég fann að mín var þörf og að ég gat svarað þörfmni.“ Að svara þörfúm annarra hefur verið lífsfylling Ástu S. Gísladóttur. Það era ummæli nákominna ættingja. María Björnsdóttir Margrét Þórhallsdóttir Margrét Þórhallsdóttir, Ijósmóðir er fœdd 1. apríl 1925 og er því á áttugasta og fimmta aldursári. Otrúlega sprœk og dugleg eins og auðvitað alljlestar Ijós- mæður eru. Margrét lauk ljósmæðraprófi 30. september árið 1954 og hefur hún því verið ljósmóðir í 55 ár þó að vísu sé hún ekki starfandi lengur, en hún er samt ljós- móðir með stóra M - i. Hún er enn mjög áhugasöm um hag ljósmæðra og kvenna í kringum bameignarferlið og er virkari í starfi Ljósmæðrafélagsins en flestar okkar sem yngri eram. Margrét starfaði fyrsta árið eftir útskrift á fæðingadeild Landspítalans síðan flutti hún norður í land og vann á Sjúkrahús- inu á Akureyri meira og minna frá árinu 1955 til ársins 1995. Það voru því ófá bömin sem vora svo heppin að hlýjar hendur Margrétar tóku á móti þeim þegar þau fæddust og enn era kpnur á Akureyri að dásama hendur hennar. Nudd á bak og hvatningarorð þegar þær vora alveg að gefast upp í fæðingunni og þær langaði mest til að pakka saman og hætta við allt saman, era þeim enn í fersku minni. Því konur á Akureyri eru enn, áratugum eftir að þær fæddu böm sín að dásama þessa ljósmóður sem annaðist þær af alúð og nærgætni í fæðingu. Sömu alúðar og nærgætni hafa ljós- mæður sérstaklega í Norðurlandsdeild Ljósmæðrafélagsins notið í ríku mæli í gegnum tíðina. Landshlutadeildin var stofnuð árið 1968 og var Margrét einn af stofnfélögum deildarinnar og ef satt skal segja hélt hún uppi starfi deildarinnar til fjölda ára. Hún sat í stjóm Norðurlands- deildarinnar í áratugi og lengst af þeim tíma var hún formaður hennar. Öll þau ár einkenndust störf hennar 26 Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.