Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 18
Ljósmóðurfræði í ólíkum menningarheimum Ráðstefna af tilefni 90 ára afmælis Ljósmæðrafélags íslands Undirbúningsnefnd ráðstefnunnar:Embla Ýr Guðmundsdóttir, Bára Hildur Jóhannsdóttir, Stefania Guðmundsdóttir, Rannveig Rúnarsdóttir, Olöf Asta Olafsdóttir, Ardís Kjartansdóttir, Helga Sigurðardóttir og Valgerður Lísa Sigurðardóttir. Ráðstefna var haldin 1. maí 2009 af tilefni 90 ára afmœlis Ljósmœðra- félags Islands. Hugmyndina að henni má rekja tvö ár aftur í tímann þegar hópur íslenskra Ijósmæðra sat ráðstefnu Nordisk Jordemor Forbund í Turku í Finnlandi í maí 2007. Islenskar Ijós- mœður áttu þar nokkra fulltrúa á meðal fyrirlesara og Ijóst var að vaxandi gróska var í rannsóknum og þróun þekk- ingar Ijósmœðra hér á landi. Eftir heimkomuna frá Finnlandi var kallaður saman hópur ljósmæðra sem átti það sameiginlegt að hafa unnið að rannsóknum og þróun þekkingar innan ljósmóðurfræða. Reynsluboltunum í þeim hóp fannst mikilvægt að fá inn í hópinn vaxtarsprota, því voru einnig kallaðar til nýútskrifaðar ljósmæður og Ijósmæðranemar. I undirbúnings- nefndinni voru Ardís Kjartansdóttir, Bára Hildur Jóhannsdóttir, Embla Yr Guðmundsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Olöf Ásta Olafsdóttir, Rannveig Rúnars- dóttir, Sigrún Kristjánsdóttir, Stefanía Guðmundsdóttir og Valgerður Lísa Sigurðardóttir. Nefndin var stórhuga eins og formæður okkar sem stofnuðu Ljósmæðrafélagið íyrir 90 árum síðan - alþjóðaráðstefna skyldi það vera! Já þetta var árið 2007 - þá var eðlilegt að hugsa stórt. Við ákváðum að yfír- Ellen Blix. skrift ráðstefnunnar yrði Midwifery in different cultures of childbirth eða Ljós- móðurfræði í ólíkum menningarheimum og hugsunin á bak við það var að vísa til margbreytileika ljósmóðurfræðinnar og þess að í okkar samfélagi í dag er öllum stundum og alls staðar að mætast fólk sem kemur úr ólíkri menningu. Við ljósmæður förum ekki varhluta af því og líklega koma ýmiss konar hefðir og venjur sem fylgja menningu okkar hvað sterkast fram í kringum barneignir. En allt er breytingum háð - það þarf ekki að hafa mörg orð um þær breyt- ingar sem öll heimsbyggðin upplifði í október 2008 þegar allsherjarefnahags- hrun reið yfir. Undirbúningsnefndin var þó ekki á því að leggja árar í bát en þó var tekin ákvörðun, í samráði við stjóm Ljósmæðrafélagsins, um að minnka umfang ráðstefnunnar. Gerðar voru nýjar áætlanir um ráðstefnu og ákveðið að ráðstefnan yrði íslensk, með tveimur erlendum fyrirlesurum auk þeirra íslensku. Á dagskrá ráðstefnunnar voru tyrir- lestrar og málstofur. Annar erlendu fyrirlesaranna var Chris McCourt sem er doktor í félagsmannfræði frá London School of Economics og prófessor við Ijósmóður- og heilbrigðisvísindadeild í Thames Valley University í London. Hún leggur sérstaka áherslu á kennslu og rannsóknir á sviði ljósmóðurfræða innan félagsmannfræðinnar, á menn- ingu barneigna, þróun bameignarþjón- ustu, heilsu kvenna og umönnun bama. I fyrirlestri sínum fjallaði hún um áhrif þjóðfélagslegra breytinga á meðgöngu og fæðingu bams og hlutverk ljósmæðra í ólíkum menningarheimum. Hún ræddi sérstaklega um hið flókna hugtak tímann og hvernig klukkan hefur áhrif á menn- ingu bameigna og hvemig þetta tengist valdastöðu þekkingar og hugmyndafræði umönnunar og bameignarferlis. Hinn erlendi fýrirlesarinn var Ellen Blix, ljósmóðir. Hún lauk meistara- prófi árið 2000 og doktorsgráðu sex ámm síðar. Doktorsverkefni hennar J 8 Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.