Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 19

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 19
var rannsókn til að meta komurit sem vinnuvenju á fæðingardeildum. Hún hefur einbeitt sér að rannsóknum á eftir- liti með líðan barna í fæðingu, örvun í fæðingu, tímalengd eðlilegra fæðinga, heimafæðingum og starfí ljósmæðra á mismunandi deildum. Hún vinnur sem umsjónarmaður rannsókna í miðstöð klínískra rannsókna við Háskólasjúkra- húsið í Tromso, í Norður Noregi, og sem dósent við Heilbrigðisvísindadeild háskólans í Tromso. I íyrirlestri sínum ijallaði Ellen um tvær rannsóknir sem gerðar voru í Noregi á fyrirfram ákveðnum heimafæðingum á árabilinu 1990 - 2007. Annars vegar var um að ræða samanburðarrannsókn á útkomu heimafæðinga og fæðinga hjá konum í eðlilegu ferli á sjúkrahúsi. Hins vegar var um eigindlega rannsókn að ræða þar sem tekin voru viðtöl við ljósmæður til að varpa ljósi á það hvemig heimafæð- ingaljósmæður vinna og hvernig þær stuðla að eðlilegri fæðingu. A dagskránni var einnig fyrirhugað að hafa tvo íslenska fyrirlestra ffá þeim Elvu Björgu Einarsdóttur og Kristínu Þóru Kjartansdóttur, en fyrirlestur Krist- ínar féll niður. Elva Björg hélt erindi um orðræðu kvenna um fæðingar þar sem íslensk nútíma orðræða um fæðingar var sett í sögulegt samhengi og reynt að skýra hvers vegna hún er sem hún er; „að slást um glaðloft“, „að eiga og mega“, „sauðkindur á fæðingarbekk“, „fæðing í sprangu á Þingvöllum", „að vera svolítið svekkt“, „að virða ákvörðun læknisins“, „sektarkenndarpakkinn“, „að hafa það kósí og maula súkkul- aði“. Elva Björg er MA í mannffæði og BA í guðfræði. Innan mannfræðinnar hefur hún lagt áherslu á heilsumann- fræði en meistararitgerð hennar fjallaði um val kvenna á fæðingarstað út frá sjónarhomi kvenna. Fyrir hádegishlé hristi Auður Bjarnadóttir jógakennari í Lótus jógasetri upp í ráðstefnugestum með hressandi uppákomu sem hún kall- Ólöf Asta Ólafsdóttir ásamt erlenda Jyrirlesurum ráðstefnunnar þeim Chris McCourt og Ellen Blix. aði jóga á meðgöngu fyrir ljósmæður - verum bumbulínur. Þar kynnti hún meðgöngujóga og var með æfíngar. Tvær málstofúr voru einnig haldnar, annars vegar um þróun ljósmæðraþjón- ustu á krepputímum og hins vegar um áhrif tækninnar á barneignarferlið. Það er óhætt að segja að ljósmæður og aðrir gestir ráðstefnunnar hafí tekið virkan þátt í umræðum en það var skipt niður í hópa og svo voru niðurstöður hópanna kynntar í lokin. Eftirfarandi er samantekt undirbúningsnefndar úr niðurstöðum málstofanna:. 1. I flestum hópunum kom fram að í mæðraverndinni sé lagður grandvöllurinn að barneignarþjón- ustunni. a. Aherslu verður að leggja á sjálf- stæði ljósmæðra og því mjög brýnt að vinna að samningi um sjálfstætt starfandi ljósmæður í mæðravemd. Einnig þarf að auka sjálfstæði ljósmæðra til að skrifa t.d. upp á beiðnir fyrir blóðprufur, sjúkraþjálfara, vott- orð til að hætta vinnu o.fl. (best væri að tryggja rétt kvenna til að hætta vinnu nokkrum vikum fyrir fæðingu án þess að fæðingarorlof skerðist). Viður- kenna að starfsþrek sé minnkað í lok meðgöngu án þess að um sjúklegt ástand sé að ræða. b. Hefúr eitthvað breyst við að fækka komum í mæðravemd? Umræður um hvort epidural- tíðni hafí aukist eða hvort ambul- ant komum á fæðingadeildir hafí fjölgað við það. c. Hugmyndir um hópmæðravemd — stöku skipti í mæðravemd þar sem fræðsla er um ákveðið atriði. 2. Þjónusta í heimabyggð - grunnheil- brigðisþjónusta verður að vera til staðar í þéttbýli jafnt sem dreifbýli á landsbyggðinni. Spurning um sparnað ef ekki er til staðar fagfólk á landsbyggðinni - t.d. er talað um að kostnaður við þyrluútkall sé uml2 milljónir króna. Það er nauðsynlegt að efla stuðning við ljósmæður úti á landi til að sinna bameignarþjón- ustu. Skilgreina hvaða þjónusta getur verið þar og styðja við hana. Endurvekja þarf embætti héraðs- ljósmóður á landsbyggðinni. 3. Færa þjónustuna til kvenna, fara í auknum mæli heim til kvenna sem þurfa þjónustu, t.d. vegna vandamála á meðgöngu (mæla BÞ, rit, samdrættir, minnkaðar hreyf- ingar o.fl.) spurningar um byrj- andi fæðingu eða legvatnsleka eða vandamála í sængurlegu. Hagkvæmt út frá kostnaðar- og fagsjónarmiðum að halda konum eins lengi utan stofnunar og hægt er. 4. Stofnun ljósmæðramiðstöðvar þar sem hægt væri að hafa utan- umhald utan um heimafæðingar og heimaþjónustu ljósmæðra. a. Hægt væri að skipuleggja vaktir fyrir heimafæðingar, heimaþjón- ustu og jafnvel selja þjónustu til stofnana vegna heimavitj- ana t.d á meðgöngu og í byrjun fæðingar. Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009 1 9

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.