Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 30

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 30
ALSO námskeið - í fyrsta sinn á Islandi Dagana 14. og 15. maí síðastliðinn var haldið ALSO námskeið í fyrsta sinn hér á landi. ALSO (Advanced Life Support in Obstetrics) er alþjóðlegt námskeið œtlað lœknum og Ijósmæðrum sem sinna konum á meðgöngu og í fæðingu og miðar að því að viðhalda þekkingu og þjálfa rétt viðbrögð við bráðatil- fellum á meðgöngu og í fœðingu. A hverju námskeiði eru 8 leiðbeinendur en jjöldiþátttakenda á hverju námskeiði er að hámarki 24. Innleiðing ALSO námskeiðanna á Islandi er samstarfsverkefni kvennasviðs Landspítala og Ljósmæðrafélags Islands. Kvennasvið Landspítalans hefur tekið að sér að hafa umsjón með ALSO námskeiðunum á Islandi en styrktar- sjóður Ljósmæðrafélags Islands veitti styrki til þjálfunar þeirra ljósmæðra sem leiðbeina á námskeiðinu og einnig til kaupa á kennslugögnum. Undirbúningur fyrir þetta námskeið stóð yfír í u.þ.b. ár en aðdragandinn er þó mun lengri. ALSO námskeiðin á Islandi eru haldin í samvinnu við ALSO í Skandínavíu sem liefúr verið okkur innan handar við að innleiða námskeiðin á Islandi. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Ijósmæðumar Anna Sigríður Vem- harðsdóttir, Guðrún Sigríður Olafs- dóttir, María Guðrún Þórisdóttir og Sigrún Kristjánsdóttir og fæðingarlækn- amir Hulda Hjartardóttir, Ragnheiður Inga Bjarnadóttir, Sigrún Hjartardóttir og Berglind Stelfensen sem hafði yfír- umsjón með námskeiðinu. Islensku leiðbeinendumir sóttu ALSO námskeið ýmist í Danmörku eða Bretlandi síðast liðinn vetur og sóttu svo leiðbeinenda- námskeið á vegum ALSO í Skandínavíu sem haldið var hér á landi 12. og 13. maí síðast liðinn. íslensku leiðbeinend- umir eru nú allir viðurkenndir ALSO- leiðbeinendur. Þar sem þetta var í fyrsta sinn sem námskeiðið er haldið á íslandi voru tveir danskir ALSO-leiðbein- endur þeim íslensku til halds og trausts. Ritari ALSO á íslandi er Anna Haarde. Hennar hlutverk er að sjá um skráningu á námskeiðin, dreifingu lesefnis fyrir Leiðbeinendur námskeiðsins Blái hópurinn Græni hópurinn Rauði hópurinn námskeið og síðast en ekki síst að allt gangi smurt fyrir sig og að öll tímamörk standist. Námskeiðið er krefjandi, skemmtilegt og að sjálfsögðu mjög gagnlegt. Fjöl- breyttar kennsluaðferðir eiga eflaust stóran þátt í því hversu lifandi námskeiðið er. Hefðbundnir fyrirlestrar em fáir en kennslan fer að mestu leyti fram í litlum hópum þar sem tekin em fyrir ákveðin tilfelli og handbrögð æfð á brúðum. Þátttakendur taka mjög virkan þátt allan tímann og þurfa því að hafa farið vel í gegnum lesefnið fyrir námskeiðið. Helstu þættir námskeiðsins: • Sjúkdómar og bráð vandamál á meðgöngu • Fyrirburafæðingar / PPROM • Langdregnar fæðingar • Eftirlit fósturs í fæðingu • Axlarklemma • Ahaldafæðingar • Afbrigðilegar stöður- Sitjandi fæðing • Blæðing eftir fæðingu • Endurlífgun þungaðra kvenna • Endurlifgun nýbura Til að ljúka námskeiðinu þurftu þátt- takendur að ná skriflegu og verklegu prófi og taka þátt í öllum hlutum námskeiðsins. Verklega prófið byggir á þeirri kennslu sem fram fer á námskeið- inu en skriflega prófið (krossapróf) byggir auk þess á því lesefni sem þátttak- endur fá sent fyrir námskeiðið. Það er því nauðsynlegt að lesa vel yfír námsefnið til að fá sem mest út úr námskeiðinu. Námsgögnin og krossaprófið eru á ensku en námskeiðið fór fram á íslensku. Að mati þátttakenda og leiðbeinenda tókst námskeiðið mjög vel og stefnt er að því að halda aftur ALSO námskeið innan tíðar, vonandi strax næsta haust. Námskeiðið var haldið í fundar- og kennsluaðstöðu Landspítala í Kópavogi en þar er ffábær aðstaða sem hentar vel fyrir námskeið af þessu tagi. Þrátt fyrir stífa dagskrá voru stuttar pásur inn á milli þar sem hægt var að viðhalda blóðsykrinum með ávöxtum, kökum eða öðru góðgæti. Einnig var góður hádeg- ismatur, matreiddur af krökkunum í Fjöl- smiðjunni undir dyggri stjóm Jónasar Hallgrímssonar. Anna Sigríður Vernharðsdóttir 30 Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.