Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 24

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 24
Félagsmenn og trúnaðarmenn Erindum til Ljósmæðrafélagsins hefur fjölgað mikið eins og til annarra stétt- arfélaga, þegar vinnuveitendur reyna í spamaðartilraunum sínum að klóra í kaup og kjör félagsmanna. Mikil vinna fer því nú fram í beinni hagsmunagæslu og þörfín fyrir lögfræðiaðstoð hefur aukist gríðarlega. Það er ástæða til þess að minna félagsmenn á trúnaðarmenn ljósmæðra sem allar ljósmæður hafa aðgang að, því afar mikilvægt er að allar fréttir af breytingum eða fyrirhuguðum breytingum á vinnuumhverfi eða kjömm ljósmæðra á einstökum vinnustöðum, berist til félagsins — öðravísi getur félagið ekki gætt hagsmuna félags- manna. Við erum aldrei minntar eins greinilega og nú í pólitískum sviptingum síðustu missera, á það hversu pólitísk heilbrigðismál era og er þar aðbún- aður og stefnumótun bameignarþjón- ustu hvað öfgafyllst í því. Við megum aldrei sofna á verðinum gagnvart heil- brigðisyfírvöldum eða hagsmunabaráttu samstarfsstétta okkar, heldur taka virkan þátt í stefnumótandi ákvarðanatökum. Erlent samstarf og ráðstefnur Ohætt er að segja að íslenskar ljósmæður eru námsfúsar og iðnar við að sækja sér þekkingu á ráðstefnur erlendis. Þess er skemmst að minnast þegar þriðjungur stéttarinnar sótti Alþjóðaráðstefnu ljós- mæðra í Glasgow á síðasta ári. Tveir fúlltrúar Ljósmæðrafélags íslands, undirrituð og Kristbjörg Magnúsdóttir, sátu ijögurra daga fund miðstjómar ICM sem að venju var haldinn fyrir ráðstefn- una. Við slík tækifæri myndast mikilvæg og gagnleg sambönd þvert á landamæri og heimsálfur, en greinilegt er þó hvað samstarf við ljósmæður innan Norður- landa skiptir okkur miklu máli og er mikilvægt að rækta, ekki síst á þreng- ingartímum. NJF ráðstefna í Kaupmanna- höfn 2010 Ætla má að margar ljósmæður leggi einnig leið sína á Norðurlandaráðstefn- una sem haldin verður í Kaupmanna- höfn að ári. Greiður aðgangur er að virkri þátttöku í ráðstefnunni með ýmsu móti. Sem dæmi má nefna kynningu á vinnuumhverfí ljósmæðra (mynd- band, myndasýning, frásögn), frásögn (storytelling), veggspjöld, málstofúr og vinnusmiðjur. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má fínna á vefsíðunni www.njf2010.dk. Skilafrestur á útdrætti fyrir slíka þátttöku er 1. október og því ekki úr vegi að íslenskar ljósmæður noti sumarið til meðgöngu á verkefni af einhverju tagi sem hægt er að deila með skandinavískum starfssystrum okkar á ráðstefnunni. Tilvalið væri að áhuga- samar funduðu í lok sumars um framlög okkar til ráðstefnunnar og minna má á sjóði félagsins, í því sambandi, sem styrkja margskonar ljósmæðraverkefni og rannsóknir. Stjórnarfundur NJF í Reykja- vík 8.-9. maí Arlegur stjómarfúndur Norðurlanda- samtaka ljósmæðra (NJF) var haldinn hér í Reykjavík dagana 8. og 9. maí og komu 10 erlendir gestir, fulltrúar allra ljósmæðrafélaga á Norðurlöndum. Þau málefni sem lágu fyrir fundinum vora m.a. ljósmæðraskortur og vinnu- umhverfí Ijósmæðra, áhrif kreppu á ljós- móðurstörf, ljósmæðraleyfi til lífstíðar eða endurnýjunar og ljósmæðramenntun á Norðurlöndum. Ljósmæðrafélagið tók á móti gestunum af íslenskri gestrisni og bauð hópnum bæði í Bláa lónið og í útreiðartúr. Fundurinn tókst vel og voru gestir okkar afar ánægðir með skipulag hans og móttökur. Afmælishátíð Ljósmæðra- félagsins Ljósmæður hafa haldið upp á stórafmæli félagsins á metnaðarfullan hátt. Bókin Lausnarsteinar, ljósmóðurfræði og ljós- móðurlist var gefín út í tilefni að afmæl- inu; vandað rit, þungt af hugmyndafræði ljósmæðra í sögulegum og samtíma spegli. Ráðstefna var haldin þann 1. maí undir nafninu Ljósmóðurfræði í mismunandi menningarheimum, þar sem erlendir og innlendir fræðimenn deildu með okkur rannsóknum sínum, auk þess sem ljósmæður fóru á kostum í vinnusmiðjum sem sannaði þann sprengikraft sem í þeim býr, þrátt fyrir að á móti blási í þjóðfélaginu. Nítug- asti aðalfúndur félagsins var svo hald- inn á afmælisdaginn sjálfan, 2. maí og komu ljósmæður þar prúðbúnar, margar á þjóðbúning. Fleilbrigðisráðherra, Ögmundur Jónasson og aðstoðarkona hans, Halla Gunnarsdóttir, voru gestir fúndarins og ávarpaði ráðherra ljós- mæður og þakkaði þeim samvinnu fyrr og nú og lofaði að verða við þeirri ósk félagsins um samvinnu ljósmæðra við ráðuneytið um heildstæða stefnumörkun í barneignarþjónustu í landinu. Færði hann svo félaginu gestabók að gjöf og voru þau Halla svo sjálf leyst út með gjöfum, þ.á.m. afmælisritinu Lausn- arsteinum og bók Sheilu Kitzinger, The politics of birth. Það hefur verið hefð á afmælisárum Ljósmæðrafélags íslands að heiðra þær ljósmæður sem félagsmenn telja að sýna beri sérstaka viðurkenningu, eins og í 11. grein reglna félagsins segir. Að þessu sinni voru þrjár ljósmæður heiðr- aðar en það voru þær: Aslaug Hauksdóttir sem sýnt hefúr með starfi sínu, einurð og einlægni í að svara óskum fæðandi kvenna. Hún hefúr endurvakið heimafæðingar hér á landi og verið brautryðjandi í vatnsfæðingum. Asta Gísladóttir sem staðið hefur vakt- ina á Patreksfírði og nágrenni, nær óslitið síðustu 40 ár og er lýsandi dæmi um þá sönnu ljósmóðurlist að hafa traust samfélagsins. Margrét Þórhallsdóttir sem hefúr verið óþreytandi í áhuga sínum og baráttu fyrir hagsmunum ljósmæðra og á heið- urinn af virkri starfsemi Norðurlands- deildar Ljómæðrafélags Islands. Heiðursljósmæðumar fengu allar heiðursskjal og gullheiðursnælu félags- ins sem þakklætisvott Ljósmæðrafélags- ins fyrir framlag þeirra til félagsins, ljósmóðurfræði, ljósmæðra og skjól- stæðinga þeirra. Ágrip um hverja og eina þeirra er birt hér í blaðinu. Að fúndi loknum var boðið upp á léttar veitingar og skáluðu ljósmæður í freyðivíni. Þeim var þó ekki til setunnar boðið þar sem hátíðarkvöldverður var haldinn þá um kvöldið á Grand Hótel Reykjavík og sóttu hann tæplega 140 gestir. Skemmtinefnd hafði útbúið hressilega skemmtidagskrá og að borð- haldi loknu var dansað fram á nótt. Það má því segja að þrátt fyrir átaka ár, bæði innan félags og utan og níu tugi starfsára, stendur Ljósmæðrafélagið sterkt og stolt og ber vitni um virð- ingu og hugsjón félagsmanna fyrir ljós- móðurstarfmu og þeirra kæra félagi. Guðlaug Einarsdóttir formaður LMFI 00E3B0 LYFJA - Lifið heil 24 Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.