Sagnir - 01.04.1988, Side 53

Sagnir - 01.04.1988, Side 53
leggja hausinn svolítið að veði. Óðinn: Það er einmitt það sem mér finnst oft svolítið grátlegt hvað stjórnmálafræðingarnir og félagsvís- indamenn hafa stolið senunni af betur menntuðum mönnum sem ég veit að eru til. Sp.: Er það ekki meginástæðan fyrir því Óðinn hvað sagnfræðingar eru seinir til þegar þið eruð að leita til þeirra að þeir vilja hafa allt á hreinu? Óðinn: Ég held að sagnfræðingar verði að ákveða hvort þeir vilji taka þátt í almennri þjóðfélagsumræðu og nota til þess eitthvað af sinni menntun, eftir því sem þeir geta og treysta sér til. Ég held að Engilsaxn- eskir sagnfræðingar leyfi sér nú að vera virkari í umræðunni, og eru þar af leiðandi notaðir miklu meira. Það nægir að minna á það sem við þekkjum öll: Allar þessar runur af heimildamyndaflokkum um heims- styrjöldina, eða hvað það er. Sagn- fræðingarnir koma í róð sem full- trúar menntamanna, sem fulitrúar þessarar tíðar sem verið er að fjalla um. Einar: Þetta er alveg rétt. Þarna er þessi hópur mjög áberandi og kannski miklu meira en stjórnmála- fræðingarnir. Guðjón: Það má aldrei gleyma því að sagnfræðin er ekki raunvís- indi. Menn geta aldrei sýnt raun- veruleikann nákvæmlega. Einar: Ég held að stjórnmála- fræðingarnir hafi skynjað þetta frekar. Þeir eru tilbúnir til að leggja svolítið „súbjektíft" mat á hlutina og jafnvel að vera svolítið kaldir. Þeir vita sem er að öll umræða um pólitík er tekin á þeim nótum. Það sem þeir Seta fest hendur á í „statistík" sann- faera þeir sig vitanlega um og fara rétt með en síðan er alveg hin hliðin e peningnum sem er þetta „subjekt- lva“ mat á stöðunni. Útleggingin á tölunum er „súbjektív" vísindi sem ég held að engin í þeirra hlustenda- hópi ætlist til að séu nein raunvís- •odi. Sagnfræðingarnir þurfa bara að sannfærast um þetta líka. Guðjón: Já það er mjög áberandi hd. í kringum kosningar. Sérfræð- ingar eru ávallt fengnir til að koma fram í útvarpssal eða sjónvarpssal eða hvar sem það nú er. Það eru nánast aldrei sagnfræðingar þar til þess að leggja mat á úrslit kosning- anna með tilliti til fortíðarinnar. Það eru alltaf stjórnmálafræðingar eða félagsfræðingar. Sp.: Svo er það að þessir fræðing- ar ná alltaf að tala í nafni sinnar fræðigreinar ekki sem einstaklingar Einar: I þessu tilviki eru þeir inni sem einstaklingar, einstaklingar með þessa þekkingu sem er hand- hægt að grípa til. Sérfræðingar t.d. í kringum kosningar, þá eru þarna menn sem hafa sumir einbeitt sér að t.d. íslenska flokkakerfinu, kosn- ingarannsóknum og eru mjög góðir. Þeir finna sig líka í þessu drama sem er í kringum kosningar og eru óhræddir við að takast á við það og eru t.d. ómissandi við að fara yfir tölur. Það koma upp á kosninganótt tölur og áherslan er á að fá þær túlk- aðar með miklum hraði. Óðinn: Ég held að sæmilega sögulega menntaður maður hafi miklu meira að bjóða í sjónvarpssal eða útvarpssal þegar verið er að skoða þetta. Af því að hann þekkir þetta sem þú kalla „human interest" á bak við hlutina. Hann getur sagt sögur af Ólafi Thors. Þátttakendur drápu á margt fleira en hér er kostur á að láta fljóta með rúmsins vegna. M.a. var rætt talsvert um unnið sagnfræðilegt efni í fjöl- miðlum: Sagnfræðilega þætti og dagskrár í útvarpi, heimildamyndir í sjónvarpi og greinar í blöðum. Guð- jón Friðriksson lét eftirfarandi orð falla í þeirri umræðu og látum við þau vera lokaorð og um leið hús- karlahvöt til sagnfræðinga og fjöl- miðlamanna með sögulegan áhuga. Guðjón: Það er eitt í sambandi við fjölmiðla að þeir eru ekki ein- göngu undirgefnir markaðnum sem þeir eiga að þjóna. Þeir eru ekki bara í því að gæla við meirihluta neytenda, heldur geta fjölmiðlarnir líka hafa áhrif á þessa neytendur. Þeir geta mótað töluvert smekk þeirra og það er skylda sagnfræð- inga sem koma nálægt fjölmiðlum að reyna svolítið að vekja áhuga á sagnfræðilegum efnum. Við sjáum t.d. að dagblöðin eru full af umfjöll- un um bókmenntir og bækur og þar held ég einmitt að blöðin séu mjög mikið að móta smekk almennings með þessari umfjöllun og vekja áhuga. Því skyldi þetta ekki alveg eins gilda um sagnfræðileg efni. Þess vegna hafa þeir sagnfræðingar sem vinna í fjölmiðlunum að mörgu leyti brugðist í því að koma sínum áhugamálum nógu vel á framfæri. SAGNIR 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.