Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Side 7

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Side 7
FORSPJALL 77 er ófær um að marka ákveðna og heilbrigða stefnu. Að bæta t. d. Kommúnistum í slíka stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks mundi áreiðanlega veikja hana margfalt meira málefnalega heldur en það gæti stvrkt hana þingræðislega. Um úrslit þessara mála skal ekki frekar bollalagt að sinni. Úreltri kjördæmaskip- an og óheilbrigðu efnahagskerfi hefur ver- ið kastað í deigluna. Aðeins reynslan fær skorið úr því, hversu skír verður sá málm- ur, sem úr henni kemur. Jóhann S. Hannesson: Undir kennslustund Enn fæ ég ekki frið að stunda mín skyldustörf. Flýgur á gluggann gestur sem finnst að fyrirlestur þoli betur bið en igða í ætisþörf. (X>ó skal mig aldrei ugga að það sé fánýtt að fræða unga Ameríkana um forlög Fáfnisbana og láta gullhálsa glugga í auðfræði Fddukvæða.) Allt á um koll að keyra nema ég beri á borð fræliáksins feginsæti. Igðan klakar af kæti. Ég legg við mitt lærða eyra og skil ekki eitt einasta orð.

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.