Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Page 10

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Page 10
80 HELGAFELL Sama fögnuð finn ég vorbjartar nætur: fjöllin koma, vefja mig bláum örmum meðan ég sofna; söng öldunnar ber frá sjávarkambinum, fuglarnir brjóta gler vatnsins er þeir hefjast til flugs og hátt við hreinu kuli svífa í löngum bogum, þeir roðna er þeir fljúga í fölvum logum fjarðaröldunnar, koma og langt inn í svefninn . . Jörðin er bikar sætleikans sem ég girnist, míns svaladrykkjar. Höllin Kynlegt að búa í höll af holdi og þjótandi blóði, læstur innan við rimla af rammgerum, sveigðum beinum, sitja þar glaður að drykkju með sólskin og ilmvind í bikar, ævilangt einn að drykkju með allt lífið í bikar. Unz dag einn að drykkinn þver, hinn dýra mjöð, og ég ber að vörunmn myrkrið injúka. Höllin tekur að hrynja hljóðlaust og duftið að fjúka.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.