Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Síða 11

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Síða 11
MATTHÍAS JOHANNESSEN: Hlutfalliö milli lífs og dauöa I. Þegar ég var á leið á málverkasýningu Gunnlaugs Schevings í Listamannaskálan- um, hitti ég Kjarval fyrir utan Alþingishús- ið. Hann kallaði á mig, hvíslaði og sagði: — Já, farðu þarna inn og vertu auðmjúk- ur. Þetta er ekkert nema persónuleg list, al- veg ómenguð. Maður getur ekki einu sinni orðið afbrýðisamur. Svo gekk hann yfir götuna, hár en dálítið lotinn, með svartan slútandi hatt og um- hyggju fyrir tilverunni í hverju spori. Ég gekk inn í skálann. Að lítilli stundu liðinni stóðum við Gunn- laugur Scheving á miðju gólfi og virtum fyr- ir okkur myndirnar: — Veiztu, hvað mér dettur í hug? sagði ég. — Nei, svaraði hann. — Grískar goðsögur, sagði ég. Akkiles og Hektor í Tróju. Eða Odysseifur. Ætli hann hafi ekki verið svipaður þessu, þegar hann sá eyju kíklópanna rísa úr sæ? — Mér hefur aldrei dottið neitt slíkt í hug, svaraði Gunn- laugur. — Það er eitthvað meira í þessu en bara við mennirnir, sagði ég. Goðmögnuð örlög? Hann svaraði og talaði liægt og ígrund- andi, eins og til að koma í veg fyrir, að svar- ið kæmi honum sjálfum á óvart: — Ég veit ekki, sagði hann. Ég veit ekki, hvað við er- um. Ég hef aldrei hugsað um það sérstaklega. En lífið er stórkostlegt og þess vegna finnst mér nauðsynlegt að hafa myndirnar mínar stundum svona stórar, svo þær geti lýst því, sem mér býr í brjósti. Það, sem hefur skapað þær og mótað, er þess eðlis, að það kemst ekki fyrir á litlum fleti. Það er of stórt til þess, að myndirnar geti verið litlar. Annars er þetta myndrænt atriði. Þegar mynd er máluð, er miðað við ákveðnar stærðir. Ég hef afmarkaðan flöt, sem ég þarf að fylla út með sjó, bátum og mönnum. Það er stafróf myndlistarinnar, sem ég vinn með. í öllum myndum verður að vera visst samræmi, svo þær verki sannfærandi. En nú er ég kominn út í myndræna fagurfræði og hún er heldur köld og leiðinleg. Hún er anatómía mynd- listarinnar og slík fræði á heima í vísinda- ritum. Það er að vísu gaman fyrir mig að tala um hana, en þér hlýtur að leiðast hún. En ef við tölum um hana, getur samt vel farið svo, að ég finni nýja æð eða nýjan vöðva. Ég spurði um hjartað. — Nei, ég held ég finni ekki nýtt hjarta. Það er bara til eitt hjarta og fannst fyrir löngu. En ef þú vilt vita, hvernig ég vinn, get ég sagt þér, að það er eins og ég sé í smiðju innan um marga menn, sem kunna betur til verka en ég. Ævinlega endar þetta þannig, að þeir fara að kenna mér eitt og annað, þó þeir séu flestir löngu dánir, og ég tck leiðbeiningum þeirra eins og lítill dreng- ur og læri margt, sem ég vissi ekki áður. Ef ég stanza í miðju verki, þá athuga ég, hvað þeir hafa gert, hvernig þeir hafa unnið og hvað ég gæti af þeim lært. Þeir gætu kannski leyst hnútinn? Og svo leita ég á náðir Spán- verjanna og kemst aftur á stað. Svona er nú þetta einfalt. Það er ekki nauðsynlegt að þeytast um allar jarðir til að geta málað sitt verk og fá innblástur. Sumir þurfa alltaf að vera að leita að einhverju, sem getur lyft þeim upp í hæðir listarinnar, en mér finnst það vöntun. Það er orðið svo mikið af list

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.