Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Page 43

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Page 43
ÞÖGLIR MENN 113 og mæðusvipurinn á andliti hans gaf þeim nokkuð til kynnna, hvað hann hugsaði. ívar leit á hann. Ballester, sem þótti vænt um liann, kinkaði kolli án þess að segja neitt. Nú voru þeir allir komnir í litlu fatageymsl- una, sem var til hægri þegar inn kom: opn- ir básar með skilveggjum úr tré, en beggja megin á hverjum skilvegg var lítill skápur, læstur með lykli. Innsta básnum, sem var við skálavegginn, hafði verið breytt í steypi- baðsklefa og sett niðurfallsræsi í moldar- gólfið. í miðjum skálanum voru tunnur, sem þegar voru fullbúnar, nema hvað gjarðirn- ar voru lausar og átti eftir að herða þær við eld. Þarna voru hefilbekkir með löngum skor- um' (og við suma þeirra voru kringlóttir tunnubotnar, sem átti eftir að hvessa brún- irnar á), kulnaðir eldar. Smíðaborð voru meðfram veggnum á vinstri hönd, þegar inn var komið. Framan við þau voru staflar af tunnustöfum, sem þurfti að hefla. Við vegg- inn hægra megin, ekki langt frá fatageymsl- unni, glampaði á tvær vélsagir, löðrandi í smurningi, sterklegar og þögular. Það var fyrir löngu orðið óþarflega rúmt um þá fáu menn, sem í skálanum unnu. í sumarhitunum var það kostur, á vetrum ó- kostur. En þennan dag, þegar hefja átti vinnu í þessu stóra rúmi, var einhver feigðarsvipur á öllu þar. 1 hornunum voru tunnur hálfkar- aðar, ein gjörð hélt saman tunnustöfunum að neðan, svo þeir stóðu út í loftið eins og tröllslegt viðarblóm, sag þakti smíðabekki, verkfærakassa og vélar. Á þetta horfðu þeir klæddir í gamlar peysur, upplitaðar og bætt- ar buxur, og þeir hikuðu. Ballester gaf þeim gætur. „Jæja,“ sagði hann, „ætliði ekki að hafa ykkur í það?“ Þeir gengu hver á sinn stað, einn af öðrum, en sögðu ekki neitt. Ballester gekk frá einum til annars og minnti stuttlega á, hvaða verki skyldi ljúka og á hverju skyldi byrjað. Enginn anzaði hon- um. Brátt glumdi fyrsta hamarshöggið á járnuðum viðarfleini, sem notaður var við að festa tunnugjörð, þrýsta henni niður á belg tunnunnar, langhefill skrikaði á kvisti, Es- posito setti eina sögina í gang og það hvein við í sagarblöðunum. Saíd bar mönnum tunnustafi eftir þörfum eða hrúgaði saman trjáspónum og kveikti elda, sem tunnurnar voru settar yfir, svo þær þendust út í gjörð- unum. Þegar enginn þurfti á honurn að halda, stóð hann við einhvern stníðabekkinn og reiddi hamarinn hátt til höggs, hnoðaði nagla í stórar ryðgaðar gjarðir. Þefur af brenndum trjáspónum tók nú að berast um skálann. ívar, sem heflaði tunnustafi þá sem Esposito hafði sagað, varð ögn léttara í skapi, þegar hann fann þennan gamalkunna þef. Allir unnu þögulir, en smám saman hlýnaði verkstæðið og lifnaði við. Skær dagsbirta flóði inn um glerveggina. Reykirnir blánuðu í sól- gullnu loftinu; ívar hevrði jafnvel flugu suða rétt hjá sér. í þessum svifum opnuðust dyrnar á gafl- inum, þær sem vissu út að gömlu tunnugerð- inni, og húsbóndinn, Lasalle, stóð á þröskuld- inum. Hann var rétt liðlega þrítugur, grann- ur og dökkhærður. Hann var hraustlegur og sællegur að sjá, klæddur sauðsvörtum gabcr- dine-fötum og livítri skyrtu með opnum kraga. Enda þótt andlit hans væri stórbeinótt og skarpleitt, kom hann flestum vel fyrir sjón- ir, einsog þeir menn gera jafnan, sem iðka íþróttir og fá við það frjálslega framgöngu. Þó var sem hann væri hálfvandræðalegur, þegar hann gekk inn úr dyrunum. Hamingja hans var ekki jafn áberandi og vanalega; að minnsta kosti gaf honum enginn gaum. Það kom ofurlítið hik á hamarshöggin, þau geig- uðu lítið eitt, síðan glumdu þau enn hærra en fyrr. Lassalle tók nokkur óákveðin skrcf, þvínæst gekk hann til Valerys litla, sem hafði ekki unnið með okkur nema eitt ár. Ilann stóð við eina vélsögina nokkur skref frá ívari og sló botn í tunnu. Húsbóndinn horfði á hvernig hann bar sig að, en Valery hélt áfram starfi sínu án þess að segja neitt. „Jæja, sonur sæll, hvernig gengur“? sagði Lassalle. Handtök unga mannsins urðu skyndilega klaufalegri. Hann gaut augunum til Esposito, sem spennti stóra handleggina utan um hrúgu af tunnustöfum og ætlaði með þá til ívars. Esposito leit líka á hann, en hélt áfram við

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.