Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Síða 46

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Síða 46
116 HELGAFELL fengið annað kast. Ég fer að sækja Germain“, og liljóp síðan að stóru dyrunum. Germain var læknir verkstæðismanna, hann bjó í einu af úthverfunum. Ivar sagði fréttina án at- hugasemda. Þeir stóðu utan um hann og litu hver á annan vandræðalegir. Ekkert heyrðist nema kurrið í vélsöginni, sem hafði verið skil- in eftir í gangi. „Það er ekki víst að það sé neitt,“ sagði einn þeirra. Þeir gengu aftur hver á sinn stað og glymjandinn fyllti verkstæðið á nýjan leik, en þeir unnu hægt, einsog þeir byggjust við einhverju. Eftir stundarfjórðung kom Ballester aftur, fór úr jakkanum og gekk út um litlu dyrnar án þess að mæla orð frá vörum. Birtan dofn- aði á gluggaglerinu. Skammri stundu síðar heyrðist píp í sjúkrabíl, þegar vélsögin var ekki að saga, fyrst í fjarska, síðan nær, þá rétt hjá, og loks hætti það. Skörnmu á eftir kom Ballester aftur og allir gengu til hans. Esposito hafði drepið á vélinni. Ballester sagði, að þegar litla telpan var að hátta í herberg- inu sínu, hefði hún skyndilega hnigið niður einsog skotin. „Hvað er þetta!“ sagði Markús. Ballester hristi höfuðið og bandaði höndun- um óákveðið út í loftið, en það var sem hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Aftur heyrðist í horni sjúkrabílsins. Þeir stóðu þarna allir og það var hljótt á verkstæðinu. Gulleit birt- an féll inn um gluggana á hrjúfar, einskis nýtar hendur þeirra. Þeir létu þær lafa nið- ur með gömlum vinnubuxunum, sem voru all- ar út ataðar í sagi. Dágurinn leið hægt að kveldi. Ivar skvnj- aði ckki annað en þreytuna og honum var sí- fellt jafnþungt í skapi. Hann hefði viljað segja eitthvað. En hann hafði ekkert að segja og hinir ekki heldur. Þögul andlit þeirra báru einungis vott um leiðindi og einhverja þrjózku. Oðru hverju kom orðið ógæfa upp í huga hans, en tæplega að hann yrði þess var, og það hvarf jafnharðan einsog sápukúla, sem springur um leið og hún verður til. Hann langaði til að fara heim, hitta Fernöndu, drenginn sinn og einnig svalirnar. Það stóð heima, að Ballester tilkynnti nú einmitt að vinnu væri lokið. Vélarnar voru stöðvaðar. Þeir fóru sér hægt við að slökkva eldana og laga til á verkstæðinu, gengu síðan hver af öðrum inn í fatageymsluna. Saíd var síðast- ur, hann átti að hreinsa til og væta r.yk- ugt gólfið. Þegar ívar kom inn í fatageymsl- una, var Esposito þegar undir steypibaðinu, mikill velli og loðinn. Hann sneri í þá baki og sápaði sig með miklum hamagangi. Það var venja þeirra að sproksetja hann fyrir blygðunarsemi sína, þetta mikla tröll hliðr- aði sér ætíð þrjózkulega hjá að láta sjá sköpulag sitt. En í dag var einsog enginn tæki eftir því. Esposito gekk aftur á bak út úr baðklefanum og vafði handklæði um lendar sér. Hinir fóru í steypibað hver af öðrum og Markús klappaði hressilega á ber- ar síðurnar, þegar þeir heyrðu stóru hurðina hreyfast hægt á járnlömunum. Lassalle kom inn. Hann var eins klæddur og þcgar hann kom inn á verkstæðið í fyrra skiptið, en hár hans var í nokkurri óreiðu. Hann nam staðar í dyrunum, horfði inn í rúmgott verkstæðið, sem nú var mannlaust, gekk nokkur skref, nam aftur staðar og leit til fatageymslunnar. Esposito, sem enn var með handklæðið um lendarnar, sneri sér að honum. En hann gerði ekki annað en að tvístíga, nakinn og vand- ræðalegur. ívari fannst, að Markús ætti að segja eitthvað. En Markús var ósýnilegur bak við vatnsfossinn, sem helltist yfir hann. Es- posito greip skyrtu og smokraði sér fíjótt í hana um leið og Lassalle sagði: „Góða nótt“, ldjómminni rödd en hann átti vanda til, og gekk af stað í áttina að litlu dyrunum. Þegar ívari kom í hug, að þeir ættu að kalla á hann, small hurðin á hæla honum. ívar hafði þá fataskipti án þess að þvo sér, bauð líka góða nótt, en innilega og af öllu hjarta, og þeir þeir svöruðu honum jafn inni- lega. Iíann gekk hratt út, sótti hjólið sitt, og fann aftur til þreytu í mjóhryggnum þegar hann steig á bak. Núna, þegar hann hjól- aði heim í Ijósaskiptunum, var mikil umferð í borginni. Hann hraðaði sér. Hann hafði hug á að komast sem fvrst heim í gamla húsið og út á svalirnar. Hann ætlaði að þvo sér í

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.