Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Síða 56

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Síða 56
126 HELGAFELL, hefði ekki verið samvizkuraun að ganga að til- boði liðsforingjans. En henni var ljóst, að gerði hún það, myndu smáborgararnir hafa fengið samvizkubit, sem hefði enzt þeim æv- ina alla. Framkoma hennar varð hinum fyrir- mynd. Þess vegna gátu þeir með góðri sam- vizku hafnað boði liðsforingjans. Hvaða gagn er þá að því að sætta sig við lífið á þessum grundvelli; að beygja sig undir ok þess og lifa lífinu í auðmýkt og skilningi á lögmálum þess? Menn fá í staðinn að lifa í mannlegu samfélagi og komast hjá þeirri einangrun og einveru, sem er og verður sár- asta böl alls nútíma menningarlífs. Þessi afstaða Karen Blixen til lífsins svipar til skoðana flestra þeirra rithöfunda, sem eitthvað hefur kveðið að eftir fyrri heims- styrjöldina. Hún er höfuðástæða þess, hve Karen Blixen er nú vinsæl meðal ungra skálda í Danmörku. Hverjar eru þá skoðanir Karenar Blixen á hlutverki listamannsins — skáldsins? Þær koma fram í tveimur smásögum henn- ar. Sú fyrri — og þýðingarmeiri í þessu sam- bandi — er „Den unge mand og nelliken". Ungt skáld er nýkomið frá Englandi og ætlar að hitta konu sína á hóteli í Antwerpen. Hann fer herbergjavillt og hafnar hjá ungri stúlku, sem liggur sofandi í rúmi sínu og bíður unn- usta síns. Hann veit ekki betur en að þetta sé konan hans. Nú þyrmir yfir hann. Honum finnst hann ekki gcta ort framar og kennir hjónabandinu um. Að yrkja, hvað er það? Setja saman einskisnýt orð á snotran hátt um einskisverða hluti, meðan lífið fcr hjá. Unga skáldið er að gefast upp, flýja, hætta að yrkja. Iíann fer úr hótelherbergi sínu og rekst inn á krá. Þar heyrir hann sjómenn segja frá lífi sínu, sem stöðugt er í hættu. Þeir hafa svarið sí og æ að stíga ekki fæti sínum á fleytu framar. Samt sigla þeir. Skáld- ið hlustar og allt í einu er það sjálft farið að segja frá. Snýr síðan heim á hótelið. Hann er furðu lostinn, þegar honum verður Ijóst að það var ekki konan hans, sem hann rakst inn til í fyrstu. Iíann finnur nú enn betur hvernig b'fið rennur honum úr greip- um. í santa mund vitrast Drottinn honum og á við hann eftirfarandi samtal: „Heyrðu mig,“ sagði Drottinn, „ég skal gera við þig sáttmála. Ég skal ekki steypa þér í meiri ógæfu en rétt hæfir til jiess, að J)ú getir skrif- að bækur þínar.“ „Jæja, J)ó ekki það,“ sagði Charlie. „Hvað sagðirðu?“ sagði Drottinn. „Krefstu einhvers minna?“ „Eg sagði ekkert,“ svaraði Charlie. „En ])ú verður að semja þess- ar bækur,“ hélt Guð áfram, „því mér er það kappsmál, að })ær verði skrifaðar. Það eru ekki lesendurnir, því síður gagnrýnendurnir, heldur ég, sem áhugann hef. Einmitt ég.“ „Get ég treyst því?“ spurði Charlie. „Ekki alltaf,“ sagði Drottinn, „])ú efast sjálfsagt urn það öðru hvoru. En á þessari stundu máttu vita að því er þannig varið. Þú verð- ur að hafa það fyrir satt.“ „Æ, Guð minn góður,“ stundi Charlie. „Og vilt þú nú,“ sagði Guð, „þakka mér fyrir það, sem ég hef gert fyrir þig í nótt?“ „Mér finnst,“ anzaði Charlie, „að við ætturn að láta sitja við það sem orð- ið er og tala ekki frekar um það.“ Hvað er skáldið? Svarið hlýtur að vera eitthvað á þessa leið: það skáld, sem skilur köllun sína — á sama hátt og við hin skiljum okkar hlutverk — er málpípa Guðs á jörð- inni. Þessi hugmynd kann í fljótu bragði virð- ast vera í ætt við skáldlnigsjón rómantísku stefnunnar eins og hún kemur m. a. fram hjá Oehlenschlager. En við nánari athugun er munurinn mikill. Rómantíkin áleit skáldið hátind sköpunarverksins. En Karen Blixen er ekki þeirrar skoðunar. Ef Guð hefur ákveðið lífsbraut allra manna, hefur hann að sjálfsögðu einnig ákveðið hlut- skipti skáldsins. Á sama hátt og okkur er ætlað að fallast á áform guðdómsins, er það og hlutverk skáldsins, hins sanna skálds, að skilja sjálfan sig og guðdómlega köllun sína. Munurinn á skáldinu og öðrum mönnum verð- ur því aðeins sá, að skáldið er í krafti innri raddar sinnar málpípa Guðs á jörðinni. Það situr því ekki á efstu hæð í fílabeinsturni, þvert á móti getur það einungis túlkað fyrir- ætlanir Guðs með því að lifa eftir forskrift guðdómsins, ]). e. í þjáningu. .,Den unge mand og nelliken“, fjallar um þennan skilning skáldsins á hlutverki sínu. Þetta sama vanda- mál ber og á góma í smásögunni „En op- byggelig lústorie“. Nií er náð leiðarenda í fyrri hluta þess vcrkefnis, sem grein þessari er ætlað að fjalla um. Reynt hefur verið að benda á nokkur sérkenni í tveimur fyrstu smásagnasöfnum Karenar Blixen. (Fyrrí grein)

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.