Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Side 60

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Side 60
130 HELGAFELL um hans hefur smámsaman verið þokað út úr óljósu ástandi hugsýninnar og nú birtast þeir í vöku lífsins. Ég hef enganveginn í hyggju að taka mér fyrir hendur að gera grein fyrir rökunum, sem liggja að baki slíkrar þró- unar né leggja dóm á verk hans. A hinn bóg- inn langar mig til að benda á eftirfarandi: Listamenn fornþjóðanna ristu myndir sínar í hellur, máluðu þær á veggi eða skreyttu með þeim ker eða áhöld. Óþjáll efniviður og frum- stæð tæki réðu því, að form listaverkanna varð í senn einfalt og stórskorið. Up]) af þessu starfi óx svo stíll, sem teygði arma sína langt ixt yfir endimörk þjóðernis og tíð- aranda. Gunnlaugur stendur allt öðru vísi að vígi þegar hann fcr að mála risamyndir sínar. Umhverfið og atvikin hafa hagað því svo, að málarinn hefur unnið að litlum og meðal- stórum olíumálverkum nær alla ævi, þótt hann hafi snemma hrifist af listaverkum forn- þjóðanna. Reynsla hans er bundin vexti þeirra og þroska. Sú reynsla flytzt með honum yfir á hið nýja athafnasvið. Hlýja olíumálverksins stingur hvervetna upp kollinum í risamynd- um hans. Og tæplega verður skýrt á annan veg, hvernig Gunnlaugur glímir þar sí og æ við ljóðrænar samstæður og knappar and- stæður á rnjög takmörkuðu svæði. Ég nefni sem dæmi myndina „Skammdegisnótt“ vinstra megin að ofanverðu. En „Skammdegisnótt“ er athyglisverðari í mínum augum fyrir annað en Ijóðrænu kafl- ana. ITún er það listaverkið á sýningunni, sem svarar bezt þeirri kröfu, sem gerð verður lil risamynda. Hitt er svo annað mál hvort hún tekur öðrum fram um listrænt gildi. En ég skal reyna að færa rök fyrir fullyrðingum. mínum. Til skýringar má gera greinarmun á dýpt lit- anna og dýpt mótífsins. Sú síðarnefnda er mið- uð við fjarlægð hluta frá nethimnu augans. Hún þarf hvorki að vera bundin perspekífinu né neinu öðru vísindalegu kerfi. Á hinn bóginn verður hún að vera fullkomlega rökrétt að mati sjónarinnar. Þegar ég segi: rökrétt skýrskota ég fyrst og fremst til þeirrar staðreyndar, að hlutföllum liins sýnilega liciins má ekki raska að verulegu leyti. Myndin verður að byggj- ast á sérstakri fyrirmynd í landslagi eða manneskju. Og hún getur verið tákn athafn- ar. í annan stað má benda á, að litarflekk- irnir styðja að tilveru þessarar dýptar, þar sem þeir liggja hlið við hlið á léreftinu. Hún er mild, ef frændsemi þeirra er náin og breyt- ingin gerist aðcins stig af stigi, en sterk og öflug þegar liorn tveggja elda rekast á. Inn- tak hennar er augljóst hverjum rnanni, af því að hún er partur af umhverfi okkar. En hyggjum að dýpt litanna. I hverju er lnin fólgin? Fyrst því, að hún styðst ekki við fyrirmynd, jafnvel þótt „fyrirmynd“ blasi við okkur á dúknum, heldur einungis j)að and- rúmsloft, sem myndast jíegar sterkir hljóm- ar taka að togast á. Þessi andstæðu og að ýmslu leyti sjálfstæðu öfl slíta ekki listaverkið í sundur heldur auka lífsþrótt þess. Þau forða því frá að draga dám af skreytimynd: að vera eins og nosturslega málað tjald fyrir galtómu sviði. Þar að auki ber að minna á persónuáhrif litanna. Ég nefni víðáttutilfinn- inguna andspænis stórum, bláum flötum, óró- anna og funann, sem spinnur sig utan um hvern rauðan depil, staðfestu svartra grunn- tóna og ilminn, sem leggur af jarðlitunum hvar senx þá er að finna. Litir í málverki eru vissulega ekki tákn þeirra hughrifa í eigin- legri merkingu orðsins. En ])eir eru hluti af hljómfalli náttúrunnar. Ef við skoðum „Skammdegisnótt“ kemur í ljós, að hún ber mörg slík einkenni. Við skulum athuga þau nánar. Ég geri ráð fyrir, að flestir muni staðnæmast við fyrirmyndina og segja: Ef hún er ekki mikilvæg í þessu málverki, hvar og livenær lætur hún þá til sín taka? Þetta er í rauninni ósköp eðlileg spurning. Menn sjá fyrir sér konu með barn á handleggnum, kýrhaus og hala til hægri en fugl uppi í glugga til vinstri. Andrúmsloft skammdegisnætur á íslandi tekur huga þeirra. Þeir skynja myndina sem tákn þjóðar, er hef- ur lifað hungur og þrautir nýlendukúgunar sakir Jjess manndóms, sem þrátt fyrir allt bjó með alþýðu og höfðingjum. Viðhorf mitt er næsta ólíkt. Mér virðist það vera greinilegt,

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.