Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Side 9

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Side 9
SVEITARST J ÓRNARMÁL 5 Ráðhúsið i Maalöv-hreppi, byggt árið 1935. íbuar sveitarfélagsins eru um 5300. þar eiga sæti, með tilliti til þeirra starfa, sem ráðið hefur með höndum. í upphafi hvers kjörtímabils kýs amtsráðið þessar föstu nefndir, er starfa kjörtímann: í. Framkvæmdanefnd (Forretningsudvalg), en henni ber að ákveða um hin ýmsu málefni, sem til hennar er vísað, og eink- um þau, er krefjast skjótrar úrlausnar. 2. Fjárhagsnefnd, er hefur með höndum eftirlit með fjármálum amtsins. 3. Sveitarstjórnarmálanefnd. Hennar starf er fyrst og fremst að hafa eftirlit með hreppunum, sérstaklega f jármálum þeirra. 4. Veganefnd, er annast skal um lagningu amtsveganna, viðhald þeirra 0. s. frv. 5. Heilbrigðisnefnd, er eftirlit hefur með sjúkrahúsum amtsins og fmmkvæði um heilbrigðismál innan þess. í hverjum hreppi er hrepps- S£r nefnd’ skiPuð 5—J9 mönn- um. Breytingu á tölu hrepps- nefndarmannanna innan þessara takmarka getur amtsráðið leyft. Yfirleitt er tala hrepps- nefndarmannanna 9. Sjaldan fleiri. Kosningarrétt og kjörgengi til amtsráða og hreppsnefnda hafa allir karlar og konur, sem 1. eru danskir ríkisborgarar. 2. hafa náð 25 ára aldri. 3. hafa átt búsetu í hreppnum um ákveð- inn tíma fyrir kosningu. 4. greiða opinber gjöld til hreppsins og hafa ekki sýnt af sér vanskil um tilskil- inn tíma. 5. hafa ekki þegið fátækrastyrk (Fattig- hjælp) frá hreppnum. (Aftur á móti skiptir engu um annars konar styrki eða fyrirgreiðslu.)

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.