Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Qupperneq 17

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Qupperneq 17
SVEITARSTJÓRNARMÁL 13 Skrifstofustjóri Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Samkvæmt ákvörðun' landsþings sveitar- félaganna, sem haldið var á Akureyri á s.l. sumri, ákvað stjóm Samb. ísl. sveitarfélaga að ráða sambandinu fastan starfsmann, skrif- stofustjóra, og opna jafnframt skrifstofu þess í Reykjavík. Hefir það mjög háð vexti sambandsins, að það hefir ekki haft neinum starfsmanni á að skipa, en stjórnin og þá einkum for- maður sambandsins hefir orðið að gera í hjáverkum það, sem gert varð. Öðru hefir orðið að fresta eða vanrækja framkvæmd þess, þó ákveðin væri jafnvel af landsþing- inu. Þegar stjórn sambandsins fór að ræða mál þetta á s.l. sumri, varð henni það strax ljóst, að tæplega var annað ráðlegt en ráða mann, sem að öllu leyti gæti gefið sig við þeim störfum, sem sambandið hlaut að fela hon- um. Auglýsti stjómin því starfann sem fullt starf og ákvað laun í samræmi við það. Um starfið sóttu 25 menn, en úr þeim hópi var stjómin sammála um að velja einn umsækjandann, Eirík Pálsson, bæjarstjóra í Hafnarfirði, sem ákveðið hafði að segja lausu starfi sínu þar. Eiríkur Pálsson hefir hin síðari ár starfað eingöngu að sveitarstjórnarmálum sem bæj- arstjóri í Hafnarfirði og þannig aflað sér mikillar þekkingar og reynslu í þeim efn- um. Hann er lögfræðingur að menntun, og reglusamur maður á öllum sviðum. Hann var því tvímælalaust sá maðurinn í umsækj- endahópnum, sem bezt uppfyllti þau skil- yrði, sem stjórnin setti, er hún auglýsti starf- ið. Má fullyrða þetta án þess að rýrð sé með því kastað á nokkum hinna umsækjend- anna. Eirikur Pdlsson. Eiríkur Pálsson tók við starfi sínu hjá sambandinu 1. nóv. s.l. og þann dag opnaði sambandið skrifstofu í hinu nýja húsi Bún- aðarbankans í Reykjavík. Eitt af meginverkefnum hins nýja skrif- stofustjóra er að annast útgáfu Sveitarstjóm- armála og vera ritstjóri þeirra. Það hefti þeirra, sem nú kemur fyrir almennings sjón- ir, er fvrsta heftið, sem hann er ritstjóri að. Um skeið hefir verið mikið ólag á útkomu ritsins, og skal það ekki rakið hér, en veru- legan þátt í því ólagi á það, að sambandið hefir ekki haft neinum föstum manni á að skipa, sem séð gæti um útkomu ritsins. Það hefir og tafið og seinkað útkomu þess, að prenta hefir orðið ritið utan Revkjavíkur og er það frágangssök að kalla, ef halda á nokkum veginn reglulegri útkomu heftanna.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.