Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 1
Drög að áliti » Drög að áliti Feneyjanefndar Evrópu- ráðsins eru yfir 30 blaðsíður. » Drögin eru unnin af starfshópi nefnd- arinnar. Álitið verður afgreitt formlega á fundi fullskipaðrar Feneyjanefndar sem áformaður er 8. mars nk. » Álitið verður tekið fyrir í stjórnskip- unar- og eftirlitsnefnd þegar þýðingu á íslensku verður lokið. ingu á íslenskt mál. Valgerður Bjarnadóttir, formaður nefndarinnar, segir að meirihluti nefndarinnar hafi talið rétt að fá skjal af þessu tagi á okkar eigin tungumáli áður en um það sé fjallað í þingnefndinni. Ýmis ákvæði ekki nógu skýr Í áliti sínu nefnir Feneyjanefndin, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins, að það sé ekki hlutverk hennar að leiða til lykta deilur um verklag við breytingar á stjórnarskrá en bendir á áhættuna af því að ekki sé næg sam- staða um tillöguna til þess að hún hljóti stað- festingu á nýju þingi. Bent er á að ýmis ákvæði séu ekki nógu skýr Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Feneyjanefndin gerir í drögum að áliti fjöl- margar athugasemdir við marga kafla í fyrir- liggjandi tillögum að nýrri stjórnarskrá. Hún bendir á að ýmis ákvæði séu flókin, meðal ann- ars stofnanauppbygging og aðkoma almenn- ings að ákvörðunum. Verði tillögurnar sam- þykktar sé hætta á pólitísku þrátefli og óstöðugleika sem geti valdið alvarlegum vand- ræðum við stjórn landsins. Álitið barst í gær og var meðal annars sent nefndarmönnum í stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd í trúnaði um leið og það var sent í þýð- og geti það leitt til erfiðleika við túlkun og framkvæmd laga. Stofnanakafli er talinn frek- ar flókinn, meðal annars samspil valda sem fal- in eru Alþingi, ríkisstjórn og forseta. Varn- aðarorð eru um marga möguleika almennings til að koma að ákvörðunum með þjóðarat- kvæðagreiðslu. Þau úrræði virðist of flókin. Þá er nefnt, samkvæmt heimildum blaðsins, að ef ekki náist að leysa úr málum á því þingi sem nú situr mætti halda endurskoðun stjórnarskrárinnar áfram á næsta kjörtímabili. Þá væri hægt að taka tíma í að fara betur yfir álit og spurningar sem fram hafa komið.  Í drögum að áliti Feneyjanefndar Evrópuráðsins eru gerðar fjölmargar athugasemdir við ákvæði í tillögu að nýrri stjórnarskrá  Lagt er til að endurskoðun verði haldið áfram eftir kosningar MMismunandi túlkun »4 og 16 Þ R I Ð J U D A G U R 1 2. F E B R Ú A R 2 0 1 3  Stofnað 1913  35. tölublað  101. árgangur  GENGIÐ UM GRUNDIR MEÐ GÖNGU-HRÓLFI KEPPIR Á KING OF THE HAMMERS ANNE HATHAWAY FRAMÚRSKARANDI Í VESALINGUNUM BÍLAR BAFTA-VERÐLAUNIN 40STEINUNN HARÐARDÓTTIR 10  Stór hluti matvælaviðskipta í Evr- ópu virðist vera á hendi glæpa- samtaka. Findus-frystivörufyrir- tækið í Svíþjóð uppgötvaði nýlega að blandað hafði verið sex sinnum ódýrara hrossakjöti í nautakjöt sem notað var í lasagna-rétti sem það seldi. Hefur Findus höfðað mál gegn dreifingaraðilanum. Vörusvik af þessu tagi þekkjast víða. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, segir að hvers kyns svindl með merkingar á kjöti og fiski hafi aukist í kreppunni. Þannig hafi DNA-rannsóknir í Bandaríkjunum sýnt að allt að 90% af sumum fisk- tegundum þar sigli undir fölsku flaggi í verslunum, í reynd sé um mun ódýrari fisk að ræða. »21 og 22 Svindlað með merk- ingar á dýrum fiski í Bandaríkjunum Í lagi Með haus og alveg ósvikinn. Líklega hafa fáir verið eins ánægðir í vinnunni í gær og Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla. Hann gat þá opnað eftir fjögurra daga ótíð og miðað við veðurspána verður áfram flott skíða- veður. „Þetta lofar góðu. Við erum búnir að fá nóg af austanáttum og við eigum skilið að fá góða kalda norðanátt með sæmilegu logni,“ sagði hann í gærkvöldi. Skíðakrakkarnir sem hér sjást misstu ekki af tækifærinu til að renna sér en þau hafa verið heldur fá í vetur, opið hefur verið í 25 daga en á sama tíma fyrir ári hafði verið opið í 35 daga. Viðrar vel til skíðaiðkunar í Bláfjöllum Morgunblaðið/Kristinn Skíðamenn eiga skilið að fá góða og kalda norðanátt í stað þrálátra austanátta  Rafræn þjón- usta embættis ríkisskattstjóra fer enn vaxandi. Um 263 þúsund framteljendur eru á skrá en í fyrra skiluðu ein- göngu um 6.000 framteljendur skattframtölum á pappír. Stefnt er að því að á árinu 2014 muni pappírsframtöl heyra sögunni til nema í algerum undantekningar- tilvikum, að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra. Í öðrum löndum er hafin umræða um hvort ástæða sé til að fella alveg niður framtöl skattgreiðenda. »6 Pappírsframtölin að hverfa Rafræn skattskil Flestir nýta þau. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ekki er enn fallinn dómur í neinu þeirra ellefu próf- mála sem samráðshópur fulltrúa fjármálastofnana, Samtaka fjármálafyrirtækja, umboðsmanns skuld- ara, Neytendastofu og talsmanns neytenda völdu síðasta vor sem áttu að skera úr um álitaefni um endurútreikning gengislána. Stóru bankarnir þrír létu sex mál falla niður eftir dóm í hinu svokallaða Borgarbyggðarmáli sem féll síðasta haust en hann skýrði ýmis álitaefni sem vöknuðu í kjölfar vaxtadóms Hæstaréttar frá því í febrúar 2012. Engum var falið að hafa yfirsýn í öllum málunum en að sögn Svanborgar Sigmarsdóttur, upplýsinga- fulltrúa embættis umboðsmanns skuldara, sneri samkomulagið frá síðasta vori aðeins að því að koma málunum af stað. „Það var alltaf ljóst að þeg- ar búið væri að greina ágreiningsefnin og velja dómsmálin þá væri samstarfinu lokið. Það er engin yfirstjórn yfir prófmálunum.“ Stóru álitaefnin sem eftir séu í málum ein- staklinga verði tekin fyrir í tveimur málum sem héraðsdómur taki til meðferðar nú í vor. Þá komi önnur mál en prófmálin líklega til með að leysa ein- hver ágreiningsmál. »6 Dómar í prófmálum láta á sér standa  Sex mál felld niður eftir Borgarbyggðardóminn  Tvö mál í héraði í vor Hætta á þrátefli og óstöðugleika

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.