Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 ✝ Tómas (Tom)Albert Holton fæddist 23. janúar 1933 í San Franc- isco í Bandaríkj- unum. Hann lést 31. janúar á Hjúkr- unarheimilinu Mörk. Foreldrar hans voru Melvyn Holton, f. 1903, d. 1964, og Bessie Watson, f. 1905, d. 2002. Þau skildu þegar Tómas var barn. Móðir hans giftist síð- ar Robert V. Hagan, f. 1912, d. 1981, og gekk hann Tómasi í föðurstað. Tómas kvæntist 1957 Hönnu Bergljótu Jóhannsdóttur, f. 30.9. 1933, frá Reykjavík. Þau skildu árið 1991. Foreldrar Hönnu voru Jóhann Gíslason og Vilhelmína Halldórsdóttir. Börn Tómasar og Hönnu eru 1) Katr- ín Vilhelmína, f. 11.10. 1957. Börn hennar eru Cyrus, Ariana og Maryam. 2) Róbert Vincent, aðist árið 1954 með BA-gráðu í viðskiptafræði. Frá 1954-1962 var Tómas liðsforingi í sjóher Bandaríkjanna. Á þeim tíma sigldi hann m.a. víða um heim með flugmóðurskipinu USS Ke- arsarge. Það þýddi oft margra mánaða fjarveru frá nýstofn- aðri fjölskyldu, en hann hafði kynnst Hönnu, sem þá starfaði í San Francisco, þau gift sig og eignast tvö fyrstu börnin. Fljót- lega eftir að Tómas kom í sína fyrstu heimsókn til Íslands árið 1962 fékk hann þá hugmynd að selja íslenskar ullarvörur í Bandaríkjunum. Úr varð að fjölskyldan flutti til Íslands árið 1963 og ári síðar var fyrirtækið Hilda hf. stofnað af þeim hjón- um. Næstu 25 árin helgaði hann rekstri fyrirtækisins. Það var hans ævistarf. Í lok níunda ára- tugarins fór að halla undan fæti hjá Tómasi. Þá hófust veikindi sem fylgdu honum það sem eftir var ævinnar. Frá 1991 bjó Tóm- as með Dóru Geraldine Ein- arsdóttur. Hún lést í mars 2012. Eftir það bjó Tómas á Hjúkr- unarheimilinu Mörk. Útför Tómasar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 12. febrúar 2013, og hefst útförin kl. 13. f. 14.11. 1959. Kona hans er Ásdís Jóna Bergmann Arn- kelsdóttir. Sonur þeirra er Róbert Bergmann 3) Jó- hann Valur, f. 16.6. 1963. Sonur hans er Þorvaldur Garð- ar. 4) Tómas Al- bert, f. 8.7. 1964. Hann er kvæntur Önnu Björk Bjarnadóttur. Börn þeirra eru Tómas Heiðar, Bergþóra og Bryndís. Tómas ólst upp í Norður- Kaliforníu. Fyrstu tvö árin í San Francisco en síðan í Yuba City. Árið 1947 flutti hann ásamt móður sinni og fóstur- föður til Pacific Grove á Monte- rey-skaganum. Þar útskrifaðist hann úr menntaskóla árið 1950. Tómas stundaði nám við Monte- rey Peninsula College í tvö ár og svo við San Jose State Uni- versity hvaðan hann útskrif- Ég man þegar ég sá þig fyrst. Ég var með mömmu í Norræna húsinu að lesa sænsk blöð. Þá var ekkert internet og við mamma fórum gjarnan þangað um helgar. Við settumst og fengum okkur kaffi, ég skaust aðeins frá til þess að ná í GT og þegar ég settist aft- ur sat brosandi maður í lopapeysu og var að spjalla við mömmu. Lítið gat ég lesið því að þið töluðuð svo hátt og mikið. Eftir það varstu kominn inn í líf mitt og ég þá rétt búinn með menntaskólann. Þegar ég hugsa til þín sé ég fyr- ir mér tívolí. Til er fólk sem finnst notalegt og skemmtilegt að fara í hringekjuna og fara í hring eftir hring. Svo er til annað fólk sem nýtur þess að fara í alvöru rússí- bana, fara hægt af stað og svo hratt niður, eftir það upp aftur og láta adrenalínið þenjast út í líkam- ann og enda svo hægt aftur. Þetta varst þú. Það sem ég vissi ekki þegar ég kynntist þér var að þú varst sjúkl- ingur og hafðir verið greindur með manic depressive disorder. Ég vissi alltaf hvenær þú varst í maníu og hvenær ekki. Það þurfti svo sem engan Einstein til. Ef minnst var á sjúkdóminn þegar þú varst uppi brástu ókvæða við en þegar þú varst á jörðinni gastu viðurkennt veikindi þín. Það var ekki skrítíð að þú og mamma gift- ust. Mamma elskaði rússíbana. Mér var sagt að þú hefðir á ár- um áður verið mikill viðskipta- maður. Það var líf þitt fyrir hálf- leik. Þann Tom þekkti ég ekki. Oft var erfitt að vera vinur þinn. Ég þurfti að horfa í gegnum veikindi þín og sjá manninn á bakvið. Því miður voru ekki alltof margir til- búnir til þess. Ég vil þakka sérstaklega vini þínum Sigga Fjeldsted, Gúggú frænku og syni þínum Tómasi. Þau voru alltaf til staðar fyrir þig hvernig sem allt var. Þú varst með fallegan og barnslegan húmor. Lékst þér t.d. að stafavíxlum þeg- ar þú talaðir. Ég, Heiða og börnin eigum eft- ir að sakna afa Tom mjög mikið. Það er heiður að hafa fengið að kynnast þér. Skilaðu kveðju til mömmu. Nóða Gótt. Þinn, Einar Halldór. Tom mági okkar kynntumst við haustið 1990 þegar þau Bíbí systir okkar kynntust og hófu sambúð. Í Tom eignaðist Bíbí góðan og skemmtilegan vin sem henni þótti mjög vænt um og vildi aðeins það besta. Tom var myndarlegur mað- ur með fallegt bros og góða kímni- gáfu. Tom og Bíbí bjuggu á nokkrum stöðum í þau rúm 21 ár sem þau voru gift en þau gengu í hjóna- band á Cayman Islands í ársbyrj- un 1991, aðeins nokkrum mánuð- um eftir að þau kynntust. Lengst af bjuggu þau í Reykjavík en einn- ig á Flúðum, Egilsstöðum og í Hveragerði. Í einni af mörgum ferðum þeirra til útlanda heimsóttu þau æskuslóðir Toms og ferðuðust víða um Bandaríkin. Tom hafði góða frásagnargáfu og sagði gjarnan sögur af Ameríkuárum sínum, uppvexti og síðar glæsileg- um viðskiptaferli sem hann var stoltur af. Hann átti stundum erf- itt með að sætta sig við að starfs- ferillinn tæki enda og að heilsa hans hamlaði frekari umsvifum. Tom hafði fyrir kynni þeirra Bíbí- ar greinst með geðhvörf og það markaði hans líf og þeirra sam- búð. Með árunum tókst að ná ágætu jafnvægi í lyfjagjöfinni sem gerði þeim lífið bærilegra. Síðustu ár þeirra Bíbíar einkenndust af veikindum beggja og gáfu þau hvort öðru styrk og voru samheld- in þó aldrei hafi beint verið nein lognmolla á heimili þeirra. Eftir að Bíbí veiktist fyrir 5 árum fluttu þau á Seltjarnarnesið í næsta ná- grenni við fjölskylduna og nutum við daglegra samskipta okkur til ánægju. Tom dvaldi á Mörkinni síðustu mánuðina sem hann lifði en það var Bíbí mikið kappsmál síðustu mánuði hennar að tryggja honum góðan dvalarstað eftir sinn dag. Honum leið vel þar og var í ágætu jafnvægi. Ég átti reglulegar sam- verustundir með honum á Mörk- inni, við með kaffibollana og sjón- varpið stillt á CNN og Tom að renna yfir lífshlaup sitt frá unga aldri til síðasta dags. Tom átti átt- ræðisafmæli stuttu fyrir andlát sitt og fylltist herbergi hans af blómum og heillaóskum. Guðrún og Þuríður. Ég hugsa með hlýju til Tom Holtons og kynna minna af hon- um. Hann var útlendingur að upp- runa, en gerðist Íslendingur og var hollari Íslandi en margur landinn. Honum var mikið í mun að bera hróður Íslands, ásamt ís- lensku lopaflíkunum, til Banda- ríkjanna, þaðan sem hann var. Fyrsta stóra sýningarferðin þang- að var farin að hausti 1970 og var ég ein þriggja stúlkna sem fóru með til að sýna flíkurnar. Þetta var heilmikið fyrirtæki; tveggja mánaða ferð og fjölmarg- ar borgir í mörgum fylkjum heim- sóttar. Ekið var langar vegalengd- ir á milli. Í verslunum sem þegar höfðu íslensku ullarflíkurnar á boðstólum voru settar upp sýning- ar, ekki einungis á ullinni, heldur vildi Tom líka kynna land og þjóð. Því var sett upp mikil landkynning í hverri verslun. Má þar nefna skyggnur og kvikmyndir sem sýndu fegurð íslenskrar náttúru, borg og bæi, sem og Íslendinga við leik og störf, íslenskur silfur- smiður sýndi smíði skartgripa og málverkum og barnateikningum var stillt upp. Íslenskar spunakon- ur spunnu þráð og við stelpurnar sprönguðum um í lopaflíkunum. Í móttökum var íslenskt hangikjöt og brennivín á boðstólum. Og Tom stýrði öllu og sagði gestum og gangandi frá því sem fyrir augu bar. Í bílnum á leið milli staða sagði hann okkur hins vegar sögur af uppvexti sínum í Bandaríkjunum, prakkarastrikum í anda Denna dæmalausa, frá Hildu frænku, sem hann skírði fyrirtæki sitt hér heima í höfuðið á, frá því hvernig hann kynntist Hönnu sinni, þáver- andi konu hans, og varð ástfang- inn, bæði af henni og Íslandi. Hann sagði svo skemmtilega frá, enda sögumaður góður. Mér er minnisstæð frásögn hans af því þegar hann ungur bauð stúlku út og fór heim til hennar til að sækja hana. Honum var vísað til stofu þar sem hann skyldi bíða þar til hún yrði tilbúin. Í stofunni var stór klukka og í þögninni sem annars ríkti varð hljóðið í gangverki hennar hátt og þungt og fyllti herbergið. Tom varð starsýnt á klukkuna og við hávært tifið varð honum æ ljósara hversu dýrmætur tíminn er og að liðið andartak kemur aldrei aftur. Því skyldi hann nýta tímann vel. Og það gerði hann á meðan heilsa og auðna leyfðu. Ég fór með honum í fleiri sýningarferðir og þegar upp var staðið voru 25 fylki Bandaríkjanna að baki og ótelj- andi Bandaríkjamenn orðnir margs vísari um Ísland, enda Tom óþreytandi að segja frá kostum landsins í norðri sem hafði unnið hug hans og hjarta. Stolt hans og ást á landinu duldist engum sem á hlýddi. Þegar hallaði undan fæti var hugur Toms áfram fullur af hug- myndum sem hann langaði að hrinda í framkvæmd. Hann skrif- aði sögur sem hann langaði að fá gefnar út og hann langaði líka að endurvekja ullarframleiðslu sína. Hann bauð mér heim og heimsótti mig stundum á tímabili þegar hann bjó rétt hjá mér með Bíbí, seinni konu sinni, og við töluðum líka saman í síma og höfðum gam- an af að rifja upp ferðir okkar, enda voru þær ævintýri líkastar. Með Tom Holton er genginn góður maður með fallegt hjarta- lag; maður sem unni Íslandi og vann því mikið gagn. Guð geymi hann. Helga Möller. Þegar Tómas Albert Holton tengist Íslandi kom hann með nýja reynslu í markaðssetningu ullarfatnaðar. Hann var braut- ryðjandi í opnun markaða fyrir ís- lenskan ullarfatnað í norður Am- eríku ásamt konu sinni Hönnu sem hann kynntist í Bandaríkjun- um. Tom sem var í Kyrrahafsflota Bandaríkjanna og kom til Íslands árið 1962. Þar sá hann íslenskar ullarvörur í Rammagerðinni sem hann hreyfst af. Hann trúði á möguleikana og ákvað að hætta í flotanum og snúa sér alfarið að út- flutningi íslenskra ullarvara. Tom og Hanna stofnuðu fyrirtækið Ice- landic Imports Inc. Salan jókst og tekið var upp samstarf við Álafoss hf. Árið 1971 gerði Tom samning fyrir hönd Icelandic Imports og Álafoss við American Express um sölu á 54.000 prjónakápum sem Eva Vilhjálmsdóttir hafði hannað fyrir prjónsstofuna Dyngju á Eg- ilsstöðum. Þessi samningur olli straumhvörfum fyrir íslenskan ullariðnað. En salan í framhaldi gekk ekki eins og skyldi. Icelandic Imports lenti í erfiðleikum og Ála- foss tók reksturinn yfir. Í upphafi árs 1972 hættir Tom hjá fyrirtæk- inu og þau hjónin hófu aftur út- flutning prjónavara með rekstri Hildu hf. Þegar ég hóf störf hjá Prjóna- stofu Borgarnes og Hildu hf. 1975 nýkominn frá námi erlendis var ástandið í ullariðnaðinum slæmt. Þegar ég hætti störfum hjá Hildu hf árið 1984 var útflutningurinn um 7 milljónir dollara og um 120 manns voru á launaskrá auk und- irverktaka um 13 prjóna- og saumastofur um landið. Frábærir starfsmenn réðust til starfa. Skemmtilegt er að hitta þetta góða starfsfólk mörgum árum seinna og heyra það segja að starfið hjá Hildu hf hafi verið eitt það skemmtilegasta á lífsleiðinni. Afar ánægjulegt var að fylgjast með þeim hjónum Tom og Hönnu og hve samstíga þau voru. Hanna er afar sterkur persónuleiki og átti ekki síst þátt í því að þau kom- ist yfir erfiðleikana í rekstrinum á erfiðum árum. Því var það öllum sem þau þekku áfall þegar sam- vistum þeirra lauk. Tom giftist síðar Dóru Geraldine Einarsdóttir (Bíbí) sem reyndist honum stoð og stytta þrátt fyrir mikil veikindi. Hún lést á síðasta ári. Tom hafði einstaka hæfileika til sölumennsku og að hrífa viðmæl- endur sína. Hann hafði ótrúlegt minni ekki síst á mannanöfn. Hann þekkti alla sem skiptu máli í verslunum, gat hringt í hvern sem var og jafnvel birst án fyrirfram bókunar. Hlýleg og einlæg fram- koma auk ítarlegrar þekkingar og góðrar tilfinning fyrir markaðnum opnaði allar dyr. Sérstakar Hildu- deildir í stórverslunum var mark- aðslegt afrek á þeim tíma. Fram- lagt Toms til uppbyggingar íslensks ullariðnaðarins og at- vinnusköpunar var ómetanlegt. Því hefur það verið sárt undanfar- in ár að horfa á að hann hefur ekki fengið að njóta afrakstursins erf- iðis síns. En mikilvægt hlutverk Toms í atvinnusögu Íslands má ekki gleymast. Árin mín 9 ár hjá Hildu hf og samstarfið við Tom og Hönnu var afar ánægjulegur tími. Ég lærði mikið af Tom í sambandi við markaðs- og sölumennsku sem reynst hefur mér veganesti til dagsins í dag. Guð blessi minningu góðs drengs og merks manns Tómasar Alberts Holton. Þráinn Þorvaldsson. Tómas Albert Holton HINSTA KVEÐJA Elsku Tom minn. Þegar maður hefur tæmt sig af öllu, mun friðurinn mikli koma yfir hann. Allir hlutir koma fram í til- vistina og menn sjá þá hverfa aftur. Eftir blóma ævinnar fer hvað eina aftur til upphafsins. Að hverfa aftur til upphafsins er friðurinn: það er að hafa náð takmarki tilvistar sinn- ar. (Lao-Tse) Brynhildur (Krúsa). ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MARÍA GUÐRÚN STEINGRÍMSDÓTTIR ljósmóðir, Hraunbraut 31, Kópavogi, lést mánudaginn 4. febrúar á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 15. febrúar kl. 15.00. Ólafur Stefán Sigurðsson, Sveinn Sævar Helgason, Guðrún Sveinsdóttir, Sigurður Ólafsson, Guðrún Ingólfsdóttir, Vilborg Ólafsdóttir, Einar Þór Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg frænka, svilkona og vinur, ÓSK JÓNSDÓTTIR, áður Álfhólsvegi 105, Kópavogi, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, miðvikudaginn 6. febrúar. Jarðarför hennar fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 15. febrúar kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Daníelsdóttir, Þorbjörn Daníelsson, Anna Jóna Guðjónsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona, móðir og amma, LÁRA EÐVARÐSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ laugar- daginn 9. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Óskar Sörlason, Tryggvi Hermannsson, María Huynh, Eðvarð Hermannsson, Elsa Jónasdóttir, Emil Þór Emilsson, Ingibjörg Einarsdóttir, Kristinn Már Emilsson, Margrét Alexandersdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær systir mín og frænka, SÓLEY BRYNJÓLFSDÓTTIR frá Hrísey, Hraunbæ 102 H, Reykjavík, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju fimmtu- daginn 14. febrúar kl. 13.00. Hallfríður Brynjólfsdóttir, Sigurveig Alfreðsdóttir, Gunnar H. Hall. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, PAUL SVEINBJÖRN JOHNSON, lögfræðingur og fyrrum aðalræðismaður Íslands í Chicago, Grenimel 16, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 8. febrúar. Útförin fer fram í Neskirkju föstudaginn 15. febrúar kl. 15.00. Áslaug Ragnhildur Holm Johnson, Sonja Ragnhildur Johnson, Marc C. Johnson, Pétur Snæbjörn Johnson, Birgir Þór Johnson, Santok Johnson, Kathleen Johnson, Menlove Lynn Menlove, Knut Sveinbjörn Johnson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÓLI ÓLAFSSON, fyrrv. yfirflugumferðarstjóri, andaðist á Landspítalanum föstudaginn 8. febrúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 14. febrúar kl. 11.00. Margrét Sigbjörnsdóttir, Sigurður Óli Guðmundsson, Hrönn Gísladóttir, Kristbjörn Óli Guðmundsson, Hildur Valsdóttir, Ólafía Guðmundsdóttir, Davíð Hermannsson, Kristín Guðmundsdóttir, Benedikt Gústavsson, Hafdís Dögg Guðmundsdóttir, Arnar Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.