Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is G öngu-Hrólfur er göngu- klúbbur sem stofnaður var árið 1998. Stofnand- ann Steinunni Harðar- dóttur langaði til að taka þátt í skipulögðum gönguferðum erlendis og kynnast á þann hátt nátt- úru og mannlífi í fjarlægum löndum. „Fyrir 20 árum langaði mig að safna í kringum mig fólki sem hefði áhuga á því að fara í gönguferðir erlendis. Þá var ég að fara til Mallorka og lýsti eft- ir fólki í Mogganum til að koma með mér. Það heppnaðist vel og úr varð góður hópur. Svo fór þessi hópur í gönguferðir um Ísland og upp úr því komumst við í samband við Úrval- Útsýn. Í framhaldinu stofnuðum við Magnús Jónsson gönguhóp sem heit- ir Göngu-Hrólfur,“ segir Steinunn. Fyrstu gönguferðirnar Göngu-Hrólfur hóf skipulagðar gönguferðir árið 1998. „Engin ferða- skrifstofa bauð upp á gönguferðir er- lendis á þessum tíma og því komu all- ir sem vildu í slíkar ferðir til okkar,“ segir Steinunn. Gönguklúbburinn hóf svo sam- starf við Vitaferðir og í kjölfarið var haldið áfram á sömu braut. Toscana er meðal þeirra staða sem hægt er að fara til á vegum Göngu-Hrólfs. ,,Ég er líklega búin að fara til Toscana í 14 ár. Þegar ég fór þarna fyrst vorum við Magnús tvö að skoða okkur um. Leitin að réttu gönguferð- inni gekk erfiðlega og í þann mund sem við vorum að gefast upp hittum við þarna mann í fjallaskarði. Hann sagðist elska þetta svæði og sig hefði alltaf dreymt um að skipuleggja gönguferðir þangað. Úr varð margra ára samstarf,“ segir Steinunn. Hún segir að fyrstu ferðir um Garfagnanadal í Toscanahéraði hafi verið sérlega eftirminnilegar enda meðal annars gengið um eyðidal þar sem fólk gisti í fjárhirðaskála. „Fólk sem fór í þessar ferðir segir að það Gengið um grundir með Göngu-Hrólfi Steinunn Harðardóttir auglýsti eftir fólki í gönguklúbb fyrir um 20 árum. Úr varð gönguhópurinn Göngu-Hrólfur sem frá árinu 1998 hefur staðið fyrir gönguferð- um erlendis. Var hann á þeim tíma sá fyrsti sem stofnaður var með gönguferðir erlendis í huga. Ljósmynd/Steinunn Harðardóttir Kastali Gönguhópurinn fer hér framhjá Verucolekastala. Var hann byggð- ur á miðöldum til varnar óvinveittum herliðum úr nærliggjandi héruðum. 20% AFSLÁTTUR ÚT FEBRÚAR AF ALLRI LÍNUNNI Beygja, kreppa, sundur, saman. Beygja, kreppa, sundur, saman. Hvað þýðir þetta eiginlega? Svarið við því færð þú á vefsíðunni swimsmooth.- com þar sem rétt sundtök eru kennd með hjálp þrívíðra hreyfimynda og texta þess efnis hvernig beri að haga sér í vatninu þegar synt er. Þeir sem eru lengra komnir og kunna þá þegar sundtökin geta, með hjálp forritsins, sett upp æfingaáætl- un sem einblínir á bættan árangur í sundlauginni. Þá geta þjálfarar skerpt á kunnáttu sinni með því að kynna sér nánar þrekþjálfun sund- manna og ýmsar tæknilegar út- færslur á sundtökum. Vefsíðan: www.swimsmooth.com Morgunblaðið/Ómar Synt Með bættri tækni er hægt að auka sundhraða mikið. Með hjálp swim- smooth.com geta byrjendur sem lengra komnir kynnt sér réttu sundtökin. Sundtökin kennd í smáatriðum Í Fit Pilates eru djúpvöðvar líkamans þjálfaðir. World Class í Ögurhvarfi býður áhugasömum upp á kynningar- tíma í dag klukkan 17.30 þar sem æf- ingar fara fram í heitum sal. Tíminn er öllum opinn. „Tímarnir eru eins uppbyggðir og hefðbundnir Fit Pilat- es-tímar þar sem unnið er út frá miðju líkamans. Það er hins vegar nýtt hjá okkur að vera í heitum sal en hitinn hjálpar iðkendum að ná lengra inn í teygjurnar, þeir hitna fyrr og eft- irbrennslan verður meiri. Svo er líka ofsalega notalegt og gott að vera í hitanum,“ segir Aðalheiður Sigur- sveinsdóttir, Fit Pilates-kennari. Endilega… …prófaðu Fit Pilates Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Í skoskri markaðsherferð sem ætlað er að kynna ferðaþjónustu þar í landi var notast við þessa ágætu smáhesta. Hestarnir eru kenndir við Shetland og eru hér komnir í hlýjar ullarpeysur enda er það á allra vit- orði hve dýr eru hégómagjörn og óörugg með sig. Fötin skapa hestinn sagði enginn, en vissulega eru peys- urnar sniðugar og fara hestunum ekki illa. Sérstaklega þessum hvíta. Myndin er tekin í tengslum við markaðsátakið Visit Scotland sem er um margt líkt markaðsátakinu Inspired by Iceland. Í því er sjónum beint að náttúrufegurð í Shetland í Skotlandi. Shetland er klasi yfir hundrað eyja sem hafa verið um 6 þúsund ár í byggð. Á svæðinu er gnótt náttúruauðlinda og er það eitt það ríkasta í Skotlandi. Hestar í markaðsátaki Smáhestar Shetland-smáhestar eru frá 70-100 sentimetrar á hæð. Hestar í ullarpeysu - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.