Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það mátti lesa út úr andlitum þing- manna Samfylkingarinnar þegar þeir gengu út af þingflokksfundi í Al- þingishúsinu í gær að þeir voru að ganga úr rafmögnuðu andrúmslofti. Árni Páll Árnason, nýbakaður for- maður Samfylkingar, virtist á leið út úr fundarherberginu ásamt flokks- systkinum sínum en sneri svo við. Gekk síðan svo rösklega út úr her- berginu og að anddyri viðbyggingar Alþingishússins að blaðamönnum reyndist örðugt að fylgja honum. Hvarf síðan niður stigann með þess- um orðum: „Ég verð að rjúka núna.“ Kom síðar fram í viðtali RÚV við Árna Pál að ekki hefði verið gert samkomulag við stjórnarandstöðuna um að velja tilteknar greinar út úr stjórnarskrárfrumvarpinu, líkt og haldið hefur verið fram. Ljúka eigi stjórnarskrármálinu fyrir þinglok. Hann svaraði ekki skilaboðum í gær. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra var líka fámál þegar hún gekk greiðlega að anddyrinu og sótti kápu sína. Fór svo sömu leið og Árni Páll án þess að gefa kost á viðtali. Samfylkingarþingmennirnir Kristján Möller, Oddný Harðardótt- ir, Mörður Árnason, Helgi Hjörvar, Lúðvík Geirsson og Skúli Helgason vildu heldur ekki ræða við blaða- menn né heldur Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra sem bauðst þó til að ræða utanríkismál er hann hvarf upp stigann. Sáttavilji í stiganum Tveir þingmenn Hreyfingarinnar, Þór Saari og Birgitta Jónsdóttir, komu svo úr sínu fundarherbergi og lýstu yfir óánægju sinni með gang mála, líkt og rakið er hér til hliðar. Mörður og Skúli leiddu svo Birgittu upp stigann og mátti heyra á máli þeirra að þeir væru að leita sátta. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, vildi ekki ræða stjórnarskrármálið að sinni. Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, bauðst hins vegar til að ræða málið og sagði við það tilefni að í engu hefði verið hvikað frá þeim ásetningi að af- greiða stjórnarskrárfrumvarpið á þessu þingi. „Við fáum álit Feneyja- nefndarinnar á hverri stundu. Málið er statt þar,“ sagði Valgerður og gagnrýndi fjölmiðla fyrir þann fréttaflutning um liðna helgi að hætt hefði verið við að afgreiða frumvarp- ið í heild. „Það hefur aldrei neitt ann- að staðið til frá því fyrir helgi. Ég skil ekki af hverju þið voruð með þessar fréttir um helgina. Það er mér óskiljanlegt,“ sagði Valgerður. Fiskveiðistjórnunarfrumvarpið fór til umræðu á Alþingi í gær á kostnað stjórnarskrárfrumvarpsins sem sett var til hliðar. Spurð um þessa forgangsröðun sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, þetta fyrirkomulag hafa orðið ofan á að kröfu formanna ríkis- stjórnarflokkanna. Ráðstöfunin væri liður í að koma fiskveiðimálinu svo til nefndar til frekari afgreiðslu. Þegar spurt var hvenær stjórnar- skrárfrumvarpið kæmist inn í þingið sagði þingforseti „að það yrði að koma í ljós“. Hún kvaðst aðspurð binda vonir við að dagskrá Alþingis héldi þannig að þingstörfum ljúki 15. mars nk. „Við verðum að vona það. Forseta þingsins ber að standa vörð um starfsáætlun og svo verður að meta þau tilvik sem geta breytt því,“ sagði Ásta Ragnheiður um stöðuna. Nokkrum mínútum síðar lagði Þór Saari fram tillögu á þinginu um að stjórnarskrármálið kæmist á dag- skrá í dag, þriðjudag. Tillagan hlaut ekki brautargengi, var felld með 5 atkvæðum gegn 28. 15 þingmenn sátu hjá. Allir þrír þingmenn Hreyfingarinnar studdu tillöguna líkt og Guðmundur Stein- grímsson og Róbert Marshall, þing- menn Bjartrar framtíðar. Lykilatkvæði í hættu Afstaða þessara 5 þingmanna mun ráða úrslitum um framhald stjórnar- skrármálsins á þingi, enda er einboð- ið að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks styðji ekki frum- varp stjórnlagaráðs. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa 30 þingmenn, Samfylking 19 og VG 11, og geta því ekki náð stjórnlagamál- inu í gegn á eigin spýtur. Hreyfingin hefur 3 þingsæti og getur því mynd- að 33 sæta meirihluta á þingi ásamt stjórnarflokkunum í málinu. Gangi Hreyfingin úr skaftinu þurfa stjórnarflokkarnir 2 þingsæti og geta þau komið frá jafn mörgum þingmönnum Bjartrar framtíðar. Þá eykur það þrýstinginn á ríkis- stjórnina að afgreiða málið að Þráinn Bertelsson, áður Hreyfingunni en nú þingmaður VG, kveðst aðspurður ekki munu styðja stjórnina ef stjórnarskrármálið verður ekki af- greitt. „Ég hef áhyggjur af gangi þessa máls. Það hefur tekið mjög langan tíma að vinna í þessu. Nú er komið alveg prýðilegt frumvarp. Annaðhvort fer það í gegn og verður lagt fyrir þjóðina eins og þjóðin fór fram á og á heimtingu á, eða þá að ég sé ekki mikinn tilgang í að þessi stjórn sitji öllu lengur. Ef hún hefur ekki bolmagn til að koma þessu í gegn þá er nú ekki mikilla afreka að vænta og tímabært að fara að huga að næstu ríkisstjórn með kosning- um,“ sagði Þráinn sem kvaðst ekki hafa hugað að því hvort hann gerist óháður þingmaður ef svo fer. Titringur vegna stjórnarskrár  Hreyfingin krefst þess að stjórnarskrárfrumvarp fari inn í þingið  Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ekkert hafa breyst í málinu  Þráinn Bertelsson vill kosningar ef málið tapast Morgunblaðið/Golli Úr þingsalnum Hart er tekist á um stjórnarskrármálið. Þau tíðindi urðu á þingi að Arndís Soffía Sigurðardóttir, VG, kom inn á þing fyrir Atla Gíslason, sem er óháður, en aðeins til 19. febrúar. Það hefur því ekki áhrif í málinu. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Íslensk hönnun og framleiðsla A81 Hönnuðir: Atli Jensen og Kristinn Guðmundsson Verð frá: 27.800,- www.facebook.com/solohusgogn „Við höfum talið það mikilvægt að ríkisstjórnin sæti áfram ef hún ætl- aði að ljúka stjórnarskrármálinu. Ef að hún ætlar ekki að klára stjórnar- skrána horfir málið öðruvísi við. Við viljum fá svör við því á morgun eða hinn hvað þau ætla að gera,“ sagði Þór Saari, þingmaður Hreyfingar- innar, og átti við daginn í dag og morgundaginn. Hann segir aðspurður að úr- slitastund sé að renna upp á þingi. „Já, það er úrslitastund. Það er mikið stress hér í gangi í þinghús- inu alls staðar.“ – Mun Hreyfingin hætta að styðja ríkisstjórnina ef stjórnar- skrármálið nær ekki fram að ganga? „Við styðjum ekki ríkisstjórnina. Við höfum aldrei gert það.“ – Nú er kjörtímabilið næstum á enda. Ríkisstjórnin lagði áherslu á að skipta um gjaldmiðil, ganga í ESB, breyta fiskveiðistjórnunar- kerfinu, ráðast í aðgerðir til handa skuldurum og breyta stjórnar- skránni. Hvernig finnst þér ríkis- stjórnin hafa staðið sig? „Mjög illa. Hreint afleitlega. Ég held að þetta sé með verstu ríkis- stjórnum sem nokkurn tímann hafa verið á landinu. Hún hefur enda ekki gert nokkurn skapaðan hlut til þess að leiðrétta hrunið.“ Ótímabært að ræða áhrifin Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði flokkinn hafa stutt ríkisstjórnina í þessu máli eins og hann hefði stutt stjórnarandstöðuna í Icesave. Spurð hvaða afleiðingar það muni hafa fyrir afstöðu Hreyfingar- innar til ríkisstjórnarinnar ef stjórn- arskrármálið fer í þann farveg að tilteknar greinar verði valdar út en annað sett til hliðar, sagði Birgitta að það myndi koma í ljós. „Það er ekki tímabært að ræða það strax. Ef ég gæti komið fram með hefðbundið vantraust myndi ég koma með vantraust á forseta þingsins. Það er sá aðili sem stend- ur í vegi fyrir að við fáum að klára þetta mál,“ segir Birgitta og tekur fram að það sé ekki hægt að leggja fram vantraust á forseta þingsins. „ Ef forseti þingsins heimilar ekki að einu stærsta máli stjórnarflokk- anna verði hleypt í eðlilega umræðu verður að setja hann af. Ég var að koma af þingflokksformannafundi þar sem þrír formenn af fimm báðu um lengdan fundartíma, að við myndum funda á föstudögum og laugardögum, enda væri svo mikið í gangi á þinginu, en hún neitar því. Það er verið að setja ýmis mál á dagskrá sem er engin þörf á að setja á dagskrá í þessari viku, eins og boð með sendiherrum. Mér finnst stórfurðulegt að sendiherra- boð sé mikilvægara en að ræða nýja stjórnarskrá.“ „Úrslitastund“ að renna upp á þingi HREYFINGIN KREFST NÝRRAR STJÓRNARSKRÁR Birgitta Jónsdóttir Þór Saari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.