Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 Kjötkveðjuhátíðin í Rio de Janeiro í Brasilíu hefur náð hámarki með fjölskrúðugum sýningum tólf sambaskóla. Sýningarnar standa þrjú kvöld í röð og hófust í fyrra- kvöld með sýningu sambaskólans Inocentes de Belford Roxo. Að þessu sinni eru skrúðgöngurnar á kjötkveðjuhátíðinni einkum helg- aðar Kóreu og framlagi Kóreu- manna til þjóðlífsins í Brasilíu í til- efni af því að hálf öld er liðin frá því að margir Kóreumenn tóku að flytja til landsins. Af 194 milljónum íbúa Brasilíu eru um 50.000 af kór- eskum uppruna. Kóreu- menn heiðraðir AFP Kjötið kvatt Frá sýningu sambaskólans Unidos da Tijuca á kjötkveðjuhátíðinni sem fer nú fram í Rio de Janeiro. Kjötkveðjuhátíðin í Rio de Janeiro Heimild: Rio-carnival.net/Rio.com/Sambodrome.com Fimm dagar af villtum sambadansi, skrúðgöngum, stórfenglegum sambasýningum og stanslausri gleði Kona á sýningu sambaskólans Unidos da Tijuca í febrúar 2012 (Vanderlei Almeida) 85 milljörðum króna Áætlað er að ferða- mennirnir eyði samtals 250.000 störf urðu til vegna hátíðarinnar 14.500 lögreglumenn annast löggæslu 72.500 sæti eru fyrir áhorfendur á sýningarstaðnum 3.000-5.000 taka þátt í sýningu hvers skóla Sambaskólar taka þátt í samba- sýningunum 12 250-650 millj. kr. er fjárhæðin sem hver skóli eyðir á ári 6 milljónir manna sækja hátíðina, þeirra á meðal meira en 900.000 ferðamenn 8.-13. febrúar Forsætisráðherra Rúmeníu, Victor Ponta, hefur neitað ásökunum um að sláturhús þar í landi hafi selt evr- ópskum matvælafyrirtækjum hrossakjöt sem nautakjöt. „Við höfum sannreynt þetta. Það hafa ekki átt sér stað nein brot á evr- ópskum reglum eða viðmiðunum,“ sagði Ponta á blaðamannafundi í Búkarest og bætti við að ekkert benti til þess að sláturhúsin hefðu merkt hrossakjötið ranglega. Áður hafði verið skýrt frá því að kjötið hefði verið flutt inn til Frakk- lands frá tveimur sláturhúsum í Rúmeníu. Hrossakjötið var notað í lasagna og fleiri tilbúna rétti frá frystivöru- fyrirtækinu Findus í Svíþjóð, þeir voru merktir sem nautakjötsréttir en vörusvikin komu í ljós í rannsókn sem Findus lét gera. Hefur fyrir- tækið nú höfðað mál gegn dreifingarfyrirtæki vegna svikanna. Málið hefur vakið spurningar um flókna keðju framleiðenda og milli- liða í matvælaiðnaði. Hrossakjötið var fyrst selt til milliliðar í Hollandi, þaðan til annars milliliðar á Kýpur, þaðan til kjötvinnslu í Frakklandi áður en unnu kjötvörurnar voru seldar í Frakklandi, Bretlandi, Sví- þjóð og Írlandi. Owen Paterson, sem fer með mat- vælamál í bresku stjórninni, sagði að málið kynni að vera liður í „viða- miklu, glæpsamlegu samsæri“. Að svo stöddu kæmi ekki til greina að banna innflutning á unnum matvör- um en breska stjórnin myndi ekki hika við að setja slíkt bann ef neyt- endum stafaði hætta af vörunum. Að sögn breska dagblaðsins The Guardian eru bresk yfirvöld að rann- saka hvort hrossakjötið hafi inni- haldið leifar af lyfinu phenylbuta- zone, eða bute. Bannað er að selja kjöt hrossa sem fengið hafa lyfið. bogi@mbl.is Segjast ekki bera ábyrgðina  Rúmenar neita sök í hrossakjötsmáli AFP Ekki við! Victor Ponta á blaða- mannafundi í Búkarest í gær. V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múlalundur - fyrir betri framtíð HRINGDU OG FÁÐU UPPLÝSINGAR  562 8500 BORÐDAGATÖL OG BORÐMOTTUR Framleiðum borðdagatöl og borðmottur fyrir fyrirtæki þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Fjölbreyttur matseðill þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi Lifandi tónlist um helgar Rómantískur og hlýlegur veitingastaður á þremur hæðum í miðbæ Reykjavíkur Á föstudags- og laugardagskvöldum töfrar hinn frábæri klassíski gítarleikari Símon H. Ívarsson fram fallegar perlur tónlistarsögunnar. Njóttu þess að borða góðan mat og hlíða á töfrandi tóna í hlýlegu umhverfi. Hjá okkur er notalegt í skammdeginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.