Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 35
Árbæjarkirkju frá 2008. Með sumarhús í Húsafelli Sigrún og dætur hennar hafa verið mikið í hestamennsku á und- anförnum árum: „Við höfum átt hesta í tíu ár og þetta er yndisleg dægrastytting. Við erum núna með tvö hross og folald uppi í Víðidal. Það þarf auðvitað að hugsa um þau á meðan þau eru í húsi, frá því í lok janúar og fram í júní. En það er ósköp notalegt amstur. Þetta er sá tími þegar sólin er að hækka á lofti og daginn er tekið að lengja, svo þetta verða svona nokkurs konar vorannir hjá manni. Það er fátt skemmtilegra og meira upp- lífgandi en að taka á móti vorinu og gróandanum með góðum út- reiðartúrum. Ég er engin keppnismanneskja, hef aldrei keppt í hestaíþróttum. En hestamennskan myndar hjá manni tengsl við þessa göfugu skepnu og við náttúruna og landið. Það er mikils virði. Ég hef einnig verið að hlaupa svolítið en það er nú allt í hófi. Maðurinn minn er hins vegar miklu metnaðarfyllri hlaupari. Hann hleypur maraþon á hverju ári en ég læt mér nægja 10 kíló- metra hlaup. Loks erum við með sum- arbústað í Húsafelli sem við eigum með fjölskyldu Stefaníu, systur minnar. Það fer auðvitað töluverð- ur tími í að vera með bústað og halda honum í sómasamlegu standi. Við förum þangað þegar færi gefst enda tilvalið að skipta um umhverfi og hlaða batteríin með stuttum fyrirvara. Þarna höf- um átt við margar yndislegar stundir með fjölskyldu og vinum.“ Fjölskylda Sonur Sigrúnar og fyrrv. sam- býlismanns hennar, Þorsteins Jens Vilhjálmssonar, f. 2.3. 1964, er Tómas, f. 8.12. 1988, MA-nemi í verkfræði í Þrándheimi. Eiginmaður Sigrúnar frá 2.1. 1993 er Níels Rafn Guðmundsson, f. 1.1. 1962, matvælafræðingur og framkvæmdastjóri hjá Íslenskum sjávarafurðum ehf. Hann er sonur Guðmundar Guðmundssonar, f. 19.5. 1925, d. í september 2007. vaktmanns í Reykjavík, og k.h., Vilhelmínu Magnúsdóttur, f. 15.3. 1925, fyrrv. póstfulltrúa. Dætur Sigrúnar og Níelsar Rafns eru Tinna, f. 5.5. 1992, ný- stúdent, og Bryndís Arna, f. 13.7. 2003, nemi í Árbæjarskóla. Systkini Sigrúnar eru Inga Jak- obína Arnardóttir, f. 7.12. 1957, lyfjafræðingur við LSH, búsett í Reykjavík; Stefanía Birna Arnar- dóttir, f. 5.4. 1960, hjúkrunarfræð- ingur sem nú starfar sjálfstætt, búsett í Reykjavík; Björn Kristján Arnarsson, f. 23.7. 1975, iðnrek- starfræðingur og ráðgjafi hjá Adv- ania, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Sigrúnar: Örn Bald- vinsson, f. 19.5. 1935, d. 27.9. 1991, vélaverkfræðingur í Reykjavík, og Kolbrún Björnsdóttir, f. 10.11. 1934, fyrrv, læknaritari, nú búsett í Kópavogi. Úr frændgarði Sigrúnar Arnardóttur Sigrún Arnardóttir Jakobína Guðmundsdóttir frá Grjótnesi á Melrakkasléttu Björn Jónsson kaupm. í Rvík Ingileif Káradóttir húsfr. í Rvík Kolbrún Björnsdóttir fyrrv. læknaritari Þórunn Pálsdóttir húsfr. í Vestmannaeyjum Kári Kárason sjóm. í Vestmannaeyjum Guðlaug Baldvinsdóttir ljósmóðir frá Böggvisstöðum, af Krossaætt Jóhann Jóhannsson b. á Ytra-Hvarfi og útibússtj. KEA á Dalvík Baldvin Jóhannsson útibússtj. KEA á Dalvík Stefanía Sóley Jónsdóttir húsfr. á Dalvík Örn Baldvinsson vélaverkfræðingur í Rvík Jóhanna Þorleifsdóttir húsfr. á Dalvík Jón Björnsson kaupm. í VBK í Rvík, sonur Björns Kristjánssonar bankastjóra Halldór Hansen læknir Óskar Jónsson bifreiðastjóri Ottó, menntaskólakennari og leiðsögumaður Sigrún Kristjana geðhjúkrunarfræðingur Jón Gauti Ottósson forstöðum.Náttúrufræðisafnsins Auður Jónsdóttir rithöfundur Jón Lyngstað skipstj. á Dalvík, sonur Halldórs Jónssonar læknis Gunnlaugur Elías úr- og gullsmiður á Dalvík Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn Afmælisbarnið Á leið í útreiðartúr. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 Steingrímur Steinþórsson for-sætisráðherra fæddist í Álfta-gerði við Mývatn 12.2. 1893. Hann var sonur Steinþórs Björns- sonar, bónda í Álftagerði, og k.h., Sigrúnar Jónsdóttur húsfreyju. Sigrún var dóttir Jóns Sigurðs- sonar, alþm. á Gautlöndum, og Sig- ríðar Jónsdóttur. Hún var því hálf- systir ráðherranna Kristjáns og Péturs Jónssona frá Gautlöndum, og Rebekku, móður Haralds Guð- mundssonar ráðherra,og ömmu Jóns Sigurðssonar, fyrrv. við- skiptaráðherra og síðar bankastjóra. Loks var Sigrún hálfsystir Jóns Gauta, langafa Hjálmars Jónssonar dómkirkjuprests og fyrrv. alþm. Steingrímur lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1915 og prófi frá Bún- aðarháskólanum í Kaupmannahöfh 1924. Hann vann á búi foreldra sinna á Litluströnd við Mývatn 1915-17. var fjármaður á Hvanneyri 1917-20, kennari við Bændaskólann á Hvann- eyri 1924-28, skólastjóri Bændaskól- ans á Hólum1928-35 og búnaðar- málastjóri 1935-62 að undanskildum ráðherraárunum. Þá var hann nýbýlastjóri 1936-41. Stirðleiki milli Ólafs Thors og Hermanns Jónassonar gerði þeim erfitt fyrir að sitja í ráðuneyti undir forsæti hvor annars. Þess vegna varð Steingrímur forsætisráðherra af hálfu framsóknarmanna í sam- steypustjón Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á árunum 1950- 53. Hann var síðan landbúnaðar- og félagsmálaráðherra í stjórn sömu flokka 1953-1956. Eiginkona Steingríms var Guðný Theódóra Sigurðardóttir, f. 12.12. 1899, d. 25.12. 1988, húsfreyja og eignuðust þau fjögur börn, auk þess sem Steingrímur átti dóttur. Steingrímur var fremur vel þokk- aður stjómmálamaður, hressilegur í bragði og mikill gleðimaður í góðra vina hópi. Hann skrifaði tveggja binda sjálfsævisögu sem er hin fróð- legasta um málefni Framsóknar- flokksins og íslensk stjórnmál á sjötta áratugnum. Steingrímur lést 14.11. 1966. Merkir Íslendingar Steingrímur Steinþórsson 95 ára Sigrún Jónsdóttir 90 ára Guðný Magnúsdóttir Sigríður Guðmundsdóttir 85 ára Aðalheiður E. Þorleifsdóttir Birgir H. Erlendsson 80 ára Ásta Sigurvina Reynis Bogi G. Thorarensen Kristín A. Samsonardóttir Sigurður Ragnar Antonsson Þorbjörg Jónsdóttir 75 ára Guðrún Friðriksdóttir Guðrún Margrét Leifsdóttir 70 ára Ágústa Traustadóttir Friðfinnur Sigurðsson Hafdís Bára Eiðsdóttir Kristján A. Kristjánsson Reynir Þórisson Snjólaug Sigurðardóttir Stefán Friðriksson Þorbjörn Guðjónsson Þóra Gunnarsdóttir Þórunn Daníelsdóttir 60 ára Alda Wessman Ólafsdóttir Anna Guðný Halldórsdóttir Birna Guðmundsdóttir Bozenna Hanna Sliwiak Grazyna Zdzislawa Bednarz Hildur Friðriksdóttir Jarþrúður K. Guðmundsdóttir Jón Kristinn Jónsson 50 ára Aðalheiður Kristjánsdóttir Anna Ágústa Hauksdóttir Berglind M. Kristjánsdóttir Edda Björg Benónýsdóttir Gísli Gíslason Guðmundur Guðnason Herbert Már Þorbjörnsson Javita Slusniene Jóhanna Bára Ásgeirsdóttir Marvin Elmer Wallace Pétur Sævald Hilmarsson Sigríður Ása Harðardóttir Sigríður Bjarney Aadnegard Sigríður Elín Þorkelsdóttir Sigurður Björn Reynisson Sigurlína Jónsdóttir Svanur Ingvarsson Þóra Jónsdóttir Þórhallur Frímann Óskarsson Þröstur Ingvarsson 40 ára Arnar Pálsson Berglind Jónsdóttir Gerður Hreiðarsdóttir Guðmunda Harpa Júlíusdóttir Guðmundur Jón Skúlason Gunnar Ársæll Ársælsson Hanna Arnardóttir Hlynur Þór Sveinbjörnsson Inga Jytte Þórðardóttir Jón Ingi Þorgrímsson Þuríður Ósk Pálmadóttir 30 ára Baldur Bjarnason Eygló Jóhanna Guðjónsdóttir Jóhann Pétursson Kornelia Kokot Sigurður Örn Kristjánsson Til hamingju með daginn 30 ára Hörður ólst upp í Keflavík, hefur stundað nám í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst og starfar við eftirlitsdeild hjá Isavia ohf. á Keflavík- urflugvelli. Foreldrar: Magnea Hauksdóttir, f. 1951, starfsmaður við Fríhöfn- ina í Leifsstöð, búsett í Reykjanesbæ, og Hörður Óskarsson, f. 1952, lög- reglumaður í Reykja- nesbæ. Hörður Hersir Harðarson 30 ára Andri lauk prófum sem atvinnuflugmaður hér og í Bandaríkjunum árið 2006 og er nú flug- maður hjá Air Atlanta frá 2007. Maki: Bylgja Rún Svans- dóttir, f. 1984, vöruhönn- uður. Sonur: Flóki, f. 2012. Foreldrar: Örn Gíslason, f. 1958, tannholds- sérfræðingur, og Lilja Valsdóttir, f. 1961, hand- menntakennari. Andri Örn Arnarson 30 ára Guðrún er á fjórða ári í læknisfræði við HÍ og býr í Reykjavík. Maki: Kári Örn Óskars- son, f. 1982, flugumferð- arstjóri við Keflavíkur- flugvöll. Synir: Vignir Freyr, f. 2005, og Fannar Logi, f. 2009. Foreldrar: Ásgeir Björns- son, f. 1959, líffræðingur hjá Umhverfisstofnun, og Alma Ernstsdóttir, f. 1960, textílkennari. Guðrún Arna Ásgeirsdóttir Lyftarar og staflarar í yfir 600 útgáfum Fáanlegir sérútbúnir fyrir íslenskan fiskiðnað ▪ Handlyftarar með eða án palls. Allt að 5.350 mm lyftihæð og 3.000 kg lyftigetu. ▪ Tínslu- og þrönggangalyftarar með allt að 14.250 mm lyftihæð. ▪ Rafmagns- og dísellyftarar með allt að 9.000 kg lyftigetu. ▪ Hillulyftarar með allt að 12.020 mm lyftihæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.