Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 Sumir verða reiðir ef þeimfinnst þeir ekki alveg getaráðið í það sem er á seyði íbók, tónlist eða á leiksviði. Fólk sem er þeirrar gerðar verður sennilega ekki sérlega glatt á sýn- ingunni Segðu mér satt. Þar fer ýmsum sögum og samskiptum fram sem erfitt er að henda reiður á eða túlka á einhvern einn veg. Þó má fullyrða að umfjöllunarefnið er brot- in fjölskylda og samskipti þar sem væntumþykja, lygi, grimmd, ofbeldi og fals blandast saman í ýmsum til- brigðum. Eins og rakið er í leikskrá fjallar verkið um leikarapar sem er komið á efri ár. Það er statt í leikhúsi ásamt uppkomnum syni sínum sem er bundinn í hjólastól. Hjónin fara í ýmis hlutverk með tilheyrandi bún- ingaskiptum og ræða jafnframt ásamt syninum fortíðina þar sem þeim ber illa saman um hver raun- veruleikinn hafi verið. Minningar, hvort sem eru af ferli þeirra hjóna á sviðinu eða bernskuminningar son- arins, eru mjög dregnar í efa. Leik- skrá lýsir framvindunni þannig að „smátt og smátt missa þau tökin þar til skilin milli „leiks og raunveru- leiks“ mást út og grímulaus grimmdin ríkir“. Sviðsmyndin er þannig að aftast fyrir miðju er lítið svið. Framsviðs eru á báðar hendur snyrtiborð með spegli til að farða sig við og þar sitja í uppafi leikarahjónin Sigrún (Ragn- heiður Steindórsdóttir) og Karl (Árni Pétur Guðjónsson). Til hliðar við hvort borð er fatarekki með margvíslegum búningum. Á miðju sviðinu situr í hjólastól Gunnar (Sveinn Ólafur Gunnarsson), til- gerðarlegur uppkominn og risastór sonur þeirra hjóna. Þau ræða við hann af mismikilli þolinmæði og sýna honum bæði talsverða grimmd. Þau skipta einnig um búninga, skiptast á skoðunum og koma fram á litla sviðinu. Í verkinu er ekki alltaf á hreinu hvenær hjónin eru í hlutverki og hvenær þau eiga að vera þau sjálf – hvað er leikrit og hvað er leikrit í leikritinu. Meira að segja á leiksvið- inu sem er á leiksviðinu sjáum við blöndu af leiknum atriðum og átök- um eða upprifjun af átökum þeirra hjóna. Fleira er á reiki. Sonurinn er ekki lamaður allan tímann og hann er heldur ekki undirlægja allan tím- ann. Pabbinn er ekki alltaf pabbi heldur verður líka mamma. Það er ágætis gangur í sýning- unni og leikararnir standa sig að mínu mati vel. Ragnheiður Stein- dórsdóttir sýnir mikinn kraft sem móðir og leikkona. Sveinn er sann- færandi og stundum fyndinn sem rellinn, dekraður og afar tilfinn- inganæmur og fatlaður sonur þeirra. Árni Pétur leikur bæði held- ur brotinn heimilisföður og síðar konu og einhvers konar móður sem er í sambandi og samkeppni við hina raunverulegu móður. Meðal þess eftirminnilegasta og einkennileg- asta í sýningunni var að sjá hann túlka angraða konu í reykmettuðu gulu ljósi. Reykur er talsvert not- aður og lýsing með til áhrifsauka og fannst mér það heppnast prýðilega. Þá var tónlist Svavars Knúts áhlýði- leg. Það er ánægjulegt að leikhúsfólk hætti sér út á jaðarinn í framsæknu íslensku verki. Hér eru margir skemmtilegir og oft bráðfyndnir sprettir, óvæntar samsetningar og uppákomur. Segðu mér satt á því að geta komið huganum á ferð hjá flestum sem taka því með opnum huga án vonar um að hægt sé að setjast niður heima að því loknu og leysa það eins og krossgátu þar sem hver stafur lendir að endingu á rétt- um stað. Kraftur „Það er ágætis gangur í sýningunni og leikararnir standa sig að mínu mati vel. Ragnheiður sýnir mikinn kraft sem móðir og leikkona.“ Hvað er satt? Segðu mér satt bbmnn Segðu mér satt eftir Hávar Sigur- jónsson Leikarar: Ragnheiður Stein- dórsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Búningar og sviðsmynd: Kristína R. Berman. Ljósa- hönnun: Magnús Arnar Sigurðarson. Tónlist: Svavar Knútur Kristinsson. Dramatúrg: Bjartmar Þórðarson.Leik- stjóri: Heiðar Sumarliðason Frumsýning 7. febrúar í Kúlunni SIGURÐUR G. VALGEIRSSON LEIKLIST Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Mary Poppins (Stóra sviðið) Mið 20/2 kl. 19:00 fors Fim 14/3 kl. 19:00 aukas Sun 21/4 kl. 19:00 12.k Fim 21/2 kl. 19:00 fors Lau 16/3 kl. 19:00 8.k Mið 24/4 kl. 19:00 Fös 22/2 kl. 19:00 frums Sun 17/3 kl. 13:00 aukas Lau 27/4 kl. 19:00 Lau 23/2 kl. 19:00 2.k Mið 20/3 kl. 19:00 aukas Sun 28/4 kl. 13:00 Lau 2/3 kl. 19:00 aukas Fös 22/3 kl. 19:00 9.k Fös 3/5 kl. 19:00 Sun 3/3 kl. 19:00 3.k Lau 23/3 kl. 19:00 aukas Lau 4/5 kl. 19:00 Þri 5/3 kl. 19:00 4.k Sun 24/3 kl. 19:00 aukas Sun 5/5 kl. 13:00 Mið 6/3 kl. 19:00 5.k Þri 26/3 kl. 19:00 aukas Fim 9/5 kl. 14:00 Fim 7/3 kl. 19:00 aukas Fim 11/4 kl. 19:00 10.k Fös 10/5 kl. 19:00 Lau 9/3 kl. 19:00 6.k Lau 13/4 kl. 19:00 aukas Lau 11/5 kl. 19:00 Sun 10/3 kl. 13:00 aukas Sun 14/4 kl. 19:00 11.k Sun 12/5 kl. 13:00 Þri 12/3 kl. 19:00 aukas Fös 19/4 kl. 19:00 aukas Mið 13/3 kl. 19:00 7.k Lau 20/4 kl. 19:00 aukas Einn vinsælasti söngleikur heims, nú loks á Íslandi. Forsala í fullum gangi. Mýs og menn (Stóra sviðið) Fös 15/2 kl. 20:00 aukas Mið 27/2 kl. 20:00 Fim 2/5 kl. 20:00 Lau 16/2 kl. 20:00 Fim 28/2 kl. 20:00 Mið 8/5 kl. 20:00 Sun 17/2 kl. 20:00 Fös 1/3 kl. 20:00 Fim 9/5 kl. 20:00 Sun 24/2 kl. 20:00 aukas Fös 26/4 kl. 20:00 Þri 26/2 kl. 20:00 aukas Þri 30/4 kl. 20:00 Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Nýjar aukasýningar komnar í sölu. Gullregn (Stóra sviðið) Fös 8/3 kl. 20:00 Fös 15/3 kl. 20:00 Þri 19/3 kl. 20:00 Sun 10/3 kl. 20:00 Sun 17/3 kl. 20:00 Fim 21/3 kl. 20:00 Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré. Tengdó (Litla sviðið og Hof, Akureyri) Mið 13/2 kl. 20:00 * Fim 14/3 kl. 20:00 10.k Sun 7/4 kl. 20:00 aukas Fim 14/2 kl. 20:00 * Fös 15/3 kl. 20:00 aukas Lau 13/4 kl. 20:00 18.k Þri 19/2 kl. 20:00 3.k Lau 16/3 kl. 20:00 11.k Sun 14/4 kl. 20:00 19.k Mið 20/2 kl. 20:00 4.k Sun 17/3 kl. 20:00 12.k Fim 18/4 kl. 20:00 aukas Fim 21/2 kl. 20:00 5.k Fim 21/3 kl. 20:00 13.k Fös 19/4 kl. 20:00 Mið 27/2 kl. 20:00 6.k Fös 22/3 kl. 20:00 14.k Lau 20/4 kl. 20:00 20.k Fim 28/2 kl. 20:00 aukas Lau 23/3 kl. 20:00 aukas Sun 21/4 kl. 20:00 21.k Fös 1/3 kl. 20:00 7.k Sun 24/3 kl. 20:00 15.k Mið 24/4 kl. 20:00 22.k Mið 6/3 kl. 20:00 8.k Fös 5/4 kl. 20:00 16.k Fim 25/4 kl. 20:00 aukas Lau 9/3 kl. 20:00 9.k Lau 6/4 kl. 20:00 17.k Grímusýning síðasta leikárs. *Sýningar í Hofi, Akureyri, 13/2 og 14/2. Ormstunga (Nýja sviðið) Fim 14/2 kl. 20:00 3.k Sun 17/2 kl. 20:00 6.k Fös 22/2 kl. 20:00 9.k Fös 15/2 kl. 20:00 4.k Mið 20/2 kl. 20:00 7.k Lau 23/2 kl. 20:00 10.k Lau 16/2 kl. 20:00 5.k Fim 21/2 kl. 20:00 8.k Sun 24/2 kl. 20:00 11.k Tungan rekin framan í þjóðararfinn á ný Saga þjóðar (Litla sviðið) Fim 14/2 kl. 20:00 Lau 23/2 kl. 20:00 Sun 24/2 kl. 20:00 Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Aukasýningar. Nóttin nærist á deginum (Litla sviðið) Fös 15/2 kl. 20:00 5.k Sun 17/2 kl. 20:00 Lau 2/3 kl. 20:00 Lau 16/2 kl. 20:00 6.k Fös 22/2 kl. 20:00 Sun 3/3 kl. 20:00 Nýtt, íslenskt verk eftir Jón Atla Jónasson Skoppa og Skrítla í leikhúsinu (Litla sviðið) Sun 17/2 kl. 11:00 Sun 17/2 kl. 13:00 Sun 24/2 kl. 11:00 Leikhús með söng og dansi fyrir börn frá níu mánaða aldri Mýs og Menn – HHHHH– SVG. Mbl Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is Fyrirheitna landið (Stóra sviðið) Lau 23/2 kl. 19:30 Frumsýning Fim 7/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 15/3 kl. 19:30 9.sýn Fim 28/2 kl. 19:30 2.sýn Fös 8/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 16/3 kl. 19:30 10.sýn Fös 1/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 9/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 2/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 14/3 kl. 19:30 8.sýn Kraftmikið nýtt verðlaunaverk um átök siðmenningarinnar og hins frumstæða. Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 17/2 kl. 13:00 Sun 3/3 kl. 13:00 Sun 17/3 kl. 13:00 Sun 17/2 kl. 16:00 Sun 3/3 kl. 16:00 Sun 17/3 kl. 16:00 Sun 24/2 kl. 13:00 Sun 10/3 kl. 13:00 Sun 24/3 kl. 13:00 Sun 24/2 kl. 16:00 Sun 10/3 kl. 16:00 Sun 24/3 kl. 16:00 25.000 hafa komið á Dýrin í Hálsaskógi! Febrúarsýningar komnar í sölu! Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið ) Fös 15/2 kl. 20:30 Sun 3/3 kl. 20:30 Sun 17/3 kl. 20:30 Lau 16/2 kl. 20:30 Sun 10/3 kl. 20:30 Nýtt sýningatímabil! Miðasala í fullum gangi! Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 16/2 kl. 13:30 Lau 23/2 kl. 16:30 Sun 3/3 kl. 15:00 Lau 16/2 kl. 15:00 Sun 24/2 kl. 13:30 Sun 3/3 kl. 16:30 Lau 16/2 kl. 16:30 Sun 24/2 kl. 15:00 Lau 9/3 kl. 13:30 Sun 17/2 kl. 13:30 Sun 24/2 kl. 16:30 Lau 9/3 kl. 15:00 Sun 17/2 kl. 15:00 Lau 2/3 kl. 13:30 Lau 9/3 kl. 16:30 Sun 17/2 kl. 16:30 Lau 2/3 kl. 15:00 Sun 10/3 kl. 13:00 Lau 23/2 kl. 13:30 Lau 2/3 kl. 16:30 Sun 10/3 kl. 15:00 Lau 23/2 kl. 15:00 Sun 3/3 kl. 13:30 Sun 10/3 kl. 16:30 Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka! Segðu mér satt (Kúlan) Mið 13/2 kl. 19:30 Fim 14/2 kl. 19:30 Fös 22/2 kl. 19:30 Hönnunarmars - um sköpunarkraftinn (Stóra sviðið) Fim 14/3 kl. 9:30 http://midi.is/leikhus/2/1003/ Uppistand - Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 14/2 kl. 20:00 Lau 16/2 kl. 20:00 Fim 28/2 kl. 20:00 Fös 15/2 kl. 20:00 Lau 16/2 kl. 23:00 Fös 1/3 kl. 20:00 Fös 15/2 kl. 23:00 Fim 21/2 kl. 20:00 Fös 1/3 kl. 23:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.