Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 Elsku amma er fallin frá. Þótt það sé óendanlega sárt að vita til þess að ég eigi ekki eftir að sjá hana aftur í þessu lífi er samt huggun fólgin í því að vita til þess að nú er þjáningum hennar lokið og við tekur vist með langömmu Binnu og lang- afa Frigga. Þrátt fyrir að örlög- in hafi gripið svona grimmilega inn í þegar amma fékk heila- blóðfallið í janúar 2003 tókst henni alltaf að sjá spaugilegu hliðina á lífinu og aldrei var langt í húmorinn, þótt heilsa hennar lægi niður á við. Ég var mikill ömmu- og afastrákur þegar ég var yngri og sótti mik- ið í þau á Hólaveginn og minn- ingarnar sem ég á þaðan eru mér ómetanlegar. Við bræður nutum líka góðs af því að alltaf var hægt að hringja í ömmu og fá skutl heim, því hún naut þess bara að fá tíma með okkur. Amma sinnti líka móður sinni (langömmu Binnu) sérstaklega vel síðustu ár hennar, við brost- um alltaf að því í fjölskyldunni að þegar eitthvert okkar keyrði á eftir þeim mæðgum var eins og enginn væri í bílnum á und- an okkur því þær voru svo litl- ar. Þegar ég hringdi í lang- ömmu Binnu um árið til þess að tilkynna henni að hún væri að verða langalangamma þá sprakk hún úr hlátri. Það kom til vegna þess að henni þótti miklu frekar fyndið að vita til þess að Lilla, dóttir hennar, væri að verða langamma heldur en að hún sjálf væri að verða langalangamma. Þetta húmor- sviðmót var lýsandi fyrir lang- ömmu og ömmu Lillu. Afi var mjög duglegur að fara með ömmu í ferðalög og létu þau fötlunina ekki stoppa sig. Er það mér (og vinum og sam- starfsmönnum) sérstaklega minnisstætt þegar hún mætti í 30 ára afmælið mitt sem ég hélt á Bifröst í Borgarfirði þar sem við Sandra bjuggum. Í miðju partíinu óskaði amma eftir því að fá að fara upp á svið og halda tölu þar sem hún rifjaði upp nokkur atvik úr æsku minni, algjörlega óundirbúið. Konan gjörsamlega sló í gegn og afmælisgestirnir veltust um af hlátri. Næstu daga á eftir heyrði ég reglulega frá vinnu- félögum mínum: „Biggi, amma þín er snillingur.“ Ég vissi það alltaf, var bara ánægður að fleiri fengu að kynnast því hversu skemmtileg og yndisleg kona hún var. Við amma spjöll- uðum reglulega saman í síma þar sem við Sandra bjuggum ekki á Króknum. Eins fórum við nokkrar dagsferðir þangað til þess að hitta ömmu og afa og alltaf voru fagnaðarfundir hjá okkur. Ég heimsótti hana, ásamt Söndru og Bjarka bróð- ur, þegar ég var í jólafríinu mínu á Íslandi; mikið hafði dregið af henni og kvaddi ég hana sérstaklega vel eftir þá heimsókn því ég vissi að hún sofnaði brátt svefninum langa. Svo fór og kvaddi hún þennan heim laugardaginn 2. febrúar 2013. Ég er svo þakklátur fyrir það að hafa fengið að hafa elsku ömmu svona lengi í lífi mínu, hún kenndi mér svo margt og átti mikinn þátt í að gera mig að þeim manni sem ég er í dag. Hólmfríður Friðriksdóttir ✝ HólmfríðurFriðriksdóttir fæddist á Sauð- árkróki 3. júlí 1937. Hún lést á Heil- brigðisstofnuninni Sauðárkróki 2. febrúar 2013. Útför Hólm- fríðar fór fram frá Sauðárkrókskirkju 9. febrúar 2013. Sú lífslexía sem ég lærði af þessari yndislegu konu var að njóta augna- bliksins, taka sjálf- an mig ekki of há- tíðlega, sýna væntumþykju og hafa gaman af líf- inu. Með þessa lexíu í farteskinu ætla ég að fara í gegnum líf mitt og koma henni áleiðis til barna minna. Birgir Óli Sigmundsson. Ég var komin á Krókinn og þá byrjaði lífið okkar saman. Ég man eftir mér sitjandi við eldhúsborðið á Hólavegi 3 í fyrsta sinn á vordegi í maí 1952. Elsku mamma okkar, sem ég sá þá í fyrsta sinn, lagði á borð diska, sem voru með máðum, ekki greinilegum rósum og ég sagðist ekki borða af óhreinum diskum. Það voru fyrstu kynni fjölskyldunnar af mér og þetta var nú bara rétt byrjunin á okkar sambandi. Mikið varð hún Lilla systir hissa á þessum dóna þegar hún frétti þetta, en þetta varð mikið hlátursefni síð- ar. Elsku Lilla mín, þarna kom hún allt í einu í eldhúsdyrnar, í rauðu flottu kápunni með beltið um sig miðja, 15 ára sæt og ung, full af orku og lífsgleði, til að sjá stelpuna, sem átti að fá að vera þetta sumar hjá fjöl- skyldunni (en um haustið sagð- ist ég vilja vera lengur og var 20 ár í viðbót.). Ég man þetta eins og það hafi gerst í gær. Lilla mín varð stóra systir mín, þá 15 ára og ég 4 ára, og það var nú ekki auðvelt fyrstu misserin og árin, en þá kom í ljós þrautseigjan og þolinmæðin hjá henni og allir hennar ein- stöku eiginleikar. Mikið leit ég upp til hennar alla tíð, hún var mér svo góð og blíð, þegar ég þurfti svo mikið á því að halda, kenndi mér svo ótalmargt, hún saumaði og prjónaði á dúkkuna mína, las fyrir mig, tók mig með sér á alls konar viðburði, umbar mig og tók mér eins og ég var, villt og mikil ótemja, en missti aldrei þolinmæðina. Það var hún sem kenndi mér t.d. að matur hét ekki bara skyr og fiskur, kenndi mér borðsiði og allt sem hét þá almennir mannasiðir, t.d. að nota hnífa- pör og þakka fyrir matinn. Og alltaf var hún föst fyrir með sitt rólega fas þó að við værum stundum ósáttar í þessum kennslustundum og smáátök yrðu við eldhúsborðið, en hún gafst aldrei upp. Pabbi og mamma höfðu gaman af, sögðu þau mér seinna. Alltaf var hún tilbúin að hjálpa. Ég var svo stolt þegar hún kynnti mig sem systur, dáðist að svo mörgu í hennar fari og að hennar endalausu tryggð og hugulsemi og í raun var hún fyrirmyndin mín alla tíð og ég mótaðist mikið af henni. Ég fylgdist með öllu í hennar lífi og hún fylgdist með öllu í mínu lífi, þá og alltaf síð- ar, við urðum bestu vinkonur og miklir sálufélagar. Við áttum okkar yndislegu stundir, báðar orðnar eiginkon- ur, mömmur, ömmur, höfðum alltaf um margt að tala, fjöl- skyldumálin, lífið og tilveruna. Þegar fjarlægðin var á milli okkar dugði síminn okkur af- skaplega vel. Núna er hún farin til pabba og mömmu, og ég græt og græt, og skrifa þessar línur í gegnum tárin, ósátt, vil ekki missa hana, vil ekki að hún fari. Ég þakka fyrir af öllu mínu hjarta að hafa átt Lillu mína, bestu systur og vin sem nokkur getur átt. Hún bar svo mikla umhyggju ekki bara fyrir mér, heldur öllum sem á þurftu að halda. Allir munu sakna henn- ar. Það var mitt lán í lífinu að eignast hana og pabba og mömmu. Ég samhryggist fjölskyld- unni allri. Kveðja frá systur. Hildur Bjarnadóttir. Um þessar mundir eru 13 ár síðan ég kynntist Hólmfríði Friðriksdóttur, eða ömmu Lillu eins og við kölluðum hana allt- af, þegar við Jón Brynjar dótt- ursonur hennar byrjuðum að rugla saman reytum. Amma Lilla var einstök kona á allan hátt, ljúf, góð og skemmtileg. Hún bar alltaf hag okkar krak- kakjánanna fyrir brjósti og ráð- lagði okkur um lífið og til- veruna eins vel og hún gat enda var það vel við hæfi að játast dóttursyni hennar þegar við vorum í sumarbústað með ömmu Lillu og afa Jóni á Ill- ugastöðum sumarið 2002 og brúðkaupsdagurinn ákveðinn í ágústsólinni á sólpallinum á Hólavegi 31 og skyldi brúð- kaupið verða 5.10. 2002. Það var mikið áfall þegar amma Lilla veiktist í janúar 2003 en jafn- framt ákaflega gleðilegt þegar tíminn leið og það varð ljóst að hún var svo ótrúlega hraust og dugleg að koma til baka eins mikið og hægt var. Við áttum margar góðar stundir saman, ekkert endilega að gera eitt- hvað, bara að vera saman vegna þess að hún hafði svo einstak- lega góða nærveru. Minningin lifir um yndislega konu og hana geymi ég í hjarta mínu um ókomna tíð. Jón, Björg og fjölskylda, Friðrik og fjölskylda, Kalli og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Berglind Karlsdóttir. Fallin er frá sóma- og heið- urskonan Hólmfríður Friðriks- dóttir. Fyrstu kynni mín af Lillu voru á haustdegi árið 1975. Fyrsti skóladagurinn var runninn upp og ég gekk einn með allt of stóra skólatösku á bakinu eftir Hólaveginum á leið í Barnaskólann á Sauðárkróki. Eitthvað var ég annars hugar og við hús númer 31 hallaði ég mér yfir grindverkið til að skoða eitthvað stórmerkilegt í trjábeðinu. Opnuðust þá úti- dyrnar og út steig lágvaxin og snaggaraleg kona sem kallaði til mín: „Ertu að fara í skól- ann?“ Mér varð hálfhverft við en svaraði spurningunni ját- andi, hélt kannski að það væri bannað að taka hluti úr blóma- beðum við Hólaveg 31 og var örugglega hálfskömmustulegur. „Bíddu aðeins eftir honum Kalla mínum, hann er að klæða sig í gammosíurnar, þið getið verið samferða í skólann.“ Og ég beið og við Kalli urðum sam- ferða þennan spotta út Hóla- veginn og höfum verið samferða allar götur síðan. Heimilið á Hólavegi 31 var annað heimili stórs hóps stráka á Króknum. Við Kalli, Kristján, Svabbi og margir fleiri góðir fé- lagar vorum nánast jafn mikið þar eins og heima hjá okkur. Kannski mætti segja að Lilla hafi tryggt að við yrðum sam- ferða fleiri vegi en Hólaveginn þessi drengjahópur. Heimili Lillu og Jóns var alltaf opið og Lilla tók alltaf vel á móti okkur. Þau hjónin ferðuðust mikið á tímabili og það hentaði ungling- unum vel. Mér er til efs að Lilla hafi ekki fyrir löngu vitað að sumir plattarnir á veggjunum og blómavasarnir á borðunum höfðu annan uppruna en þeir sem hún hafði keypt. Það var nefnilega oftast hægt að fá eitt- hvað hjá Binna Júlla sem okkur fannst líkt því sem brotnaði. Lilla hélt sambandi við okkur brottfluttu drengina með sínum hætti. Við hittum þau hjónin oftast þegar við áttum leið á Krókinn og alltaf tók hún bros- andi á móti manni og faðmaði og kyssti og vildi vita allt um hvernig börnin okkar hefðu það og hvernig lífið gengi. Alltaf var hún jákvæð og hlý og vænt- umþykjan streymdi frá henni. Okkur hjónum þykir afar leitt að geta ekki fylgt þessari yndislegu konu síðasta spölinn en vottum Jóni, Björgu, Frið- riki, Kalla og fjölskyldum þeirra og afkomendum okkar dýpstu samúð. Missir þeirra er sannarlega mikill. Megi algóður Guð blessa minningu Hólmfríð- ar Friðriksdóttur. Árni Þór og Hólmfríður (Hófý). Nú kveðjum við okkar kæru Lionssystur, Hólmfríði Frið- riksdóttur eða Lillu eins og hún var alltaf kölluð. Lilla var ein af stofnfélögum í Lionessuklúbbnum Björk á Sauðárkróki sem stofnaður var í nóv. 1986, en breytt í Lions- klúbbinn Björk í apríl 1993. Lilla var einstök manneskja, hafði létta lund og skipti aldrei skapi, alltaf stutt í brosið og gamansemina. Nærvera þannig manneskju hefur jákvæð áhrif á alla og var hún einstaklega góð- ur félagi sem alltaf var gott að leita til. Lilla var búin að gegna hinum ýmsu embættum í klúbb- unum, sat margsinnis í stjórn og þekkti allt í kringum Lions út og inn, var líka gift miklum Lionsmanni, Jóni Karlssyni. Þekkti því fjölmarga innan hreyfingarinnar og naut þess að fara á Lionsþing hérlendis sem erlendis. Lilla var Melvin Jon- es-félagi en það er æðsta við- urkenning Lionshreyfingarinn- ar. Á miðvikudagskvöldi 8. jan. 2003 var hún á fundi með okkur hress og kát. En skjótt skipast veður í lofti. Að morgni föstu- dagsins 10. jan. fór hún að vanda í sundlaugina á Sauðár- króki. Í lauginni fékk hún heila- blóðfall og missti meðvitund en það var Lionssystir okkar sem kom henni fyrst til hjálpar. Lillu var vart hugað líf fyrstu 2 vikurnar á eftir en svo kom bat- inn smátt og smátt. Eftir áfallið var hún lömuð vinstra megin og því bundin við hjólastól. Dvaldi hún því á Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar frá vori 2003 og til æviloka. Lilla lét það ekki aftra sér að taka þátt í viðburðum eins og hún var vön. Með Jóni eigin- manni sínum fór hún á körfu- boltaleiki hjá Tindastóli og með aðstoð Jóns sótti hún líka Lionsfundi. Á fundum var hún hress og gerði að gamni sínu og fylgdist vel með hvað við vorum að gera. Síðasta haust var heilsu hennar farið að hraka þannig að hún treysti sér ekki lengur til að koma á fundi. Við í Lions- klúbbnum Björk erum þakklát- ar fyrir samfylgdina og vinátt- una og munum sakna hennar. Jóni, börnum þeirra og öðrum aðstandendum sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. Lionsklúbbsins Bjarkar, Andrea Dögg Björnsdóttir, Anna Pála Þorsteinsdóttir, Margrét F. Guðmundsdóttir. ✝ Jónína Matt-hildur Jóns- dóttir fæddist í Harðangri á Norð- firði 23. janúar 1917. Hún lést á Hrafnistu við Laug- arás 29. janúar 2013. Foreldrar Jón- ínu voru Kristín Hildur Einarsdóttir frá Seyðisfirði, f. 9. janúar 1884, d. 21. júní 1959, og Jón Benjamínsson frá Torfa- stöðum, Jökulsárhlíð, f. 2. júlí 1880, d. 16. maí 1957. Jónína var næstyngst fjögurra systkina; Óskar Þórarinsson, f. 1910, d. 1982, Ásta Þórarinsdóttir, f. 1912, d. 1985, og Ólafur Indr- iðason, f. 1921, d. 1986. Eig- inmaður Jónínu var Halldór Ólafsson, fæddur á Haukagili í Hvítársíðu, Borg- arfirði, f. 12. sept- ember 1907, d. 12. apríl 1963. Dætur þeirra: Hildur B. Halldórsdóttir, f. 14. nóvember 1941, og Ingunn B. Hall- dórsdóttir. f. 17. október 1943. Börn Halldórs frá fyrra hjónabandi: Ásta Halldórsdóttir, f. 3. febr- úar 1932, d. 30. október 1998, Ragnar Halldórsson, f. 25. októ- ber 1936, d. 25. febrúar 2008, og Sverrir Halldórsson, f. 16. nóv- ember 1938. Útför Jónínu hefur farið fram í kyrrþey. Ég kveð þig með söknuði, elsku mamma, eða Lille Skat eins og ég var vön að kalla þig, en ég veit þú ert frelsinu fegin svo ég ætla ekki að halda í þig með trega, ég veit þú ert ánægð, búin að hitta pabba, mömmu þína og aðra ættingja svo ég bið bara að heilsa yfir hinum megin! Jónína Matthildur Jónsdóttir, eða Jóna eins og hún var kölluð af flestum, var glæsileg kona, mikill listamaður sem fór þar forgörð- um, reyndar eins og svo margir aðrir Íslendingar fæddir á þess- um tíma. Margt er hæfileikafólk- ið sem ekki fékk tækifæri í harðri lífsbaráttu þess tíma. Tíska var hennar áhugamál alla tíð, en hún hafði næmt auga fyrir formi og lit, hefði hún fæðst í París t.d. efast ég ekki um að hún hefði notið sín í tískuheiminum, eða jafnvel á vinstri bakka Signu í listamannahverfinu því hún var góður listamaður og málaði af- bragðs fallegar myndir. Hún notaði þessa hæfileika sína engu að síður við að búa fjöl- skyldu sinni fallegt heimili, allt fægt og bónað út úr dyrum, skrautmuni átti hún marga enda naut hún þess að hafa fallegt í kring um sig, fallegan fatnað átti hún og man ég oft eftir að horfa á pabba horfa á hana með aðdáun í augum. Við systur máttum svo sem þola það líka að vera klædd- ar upp, ekki alltaf mér til mikillar gleði en ekki hvarflaði að manni að sýna mótþróa, ekkert val á þeim tíma. Þau hjónin höfðu yndi af að ferðast og fóru oft í „siglingu“, gjarnan til Danmerkur, Kaup- mannahöfn var eins og að fara heim fyrir pabba en hann stund- aði nám sitt þar og mamma var fljót að tileinka sér dönskuna og var Strikið tekið samviskusam- lega oft í hverri heimsókn. En leiðir lágu víðar, ýmist tvö ein eða með okkur systur í togi. Margar góðar minningar eigum við syst- ur um ferðir til framandi landa jafnt sem innanlands, og alltaf var pláss fyrir vinkonur okkar eða ættingja. Pakkað í Humber- inn nesti og keyrt út í sveit til að njóta veðurblíðu, fuglasöngs og að snæða nestið, kleinur og pönnukökur, heimabakað að sjálfsögðu og stundum var sunnudagsmaturinn bara settur í box og kótelettur steiktar á hlóð- um sem pabbi hlóð þá á staðnum. Mamma var trygglynd kona og átti margar góðar vinkonur sem oft litu inn á Rauðarárstíginn í kaffi og spá, þá var oft mikil gleði og ég var send niður í Pétursbúð til að kaupa tvær eða þrjár Lucky Strike, eftir hvað margar komu í kaffi, það var glatt á hjalla þegar Solla, Ásta systir, Óla og margar fleiri af vinkonum sem sumar hverjar hafa nú kvatt heiminn voru saman komnar, margt brall- að og mikið hlegið. Mamma varð ekkja allt of ung, tæplega fimmtug, en hún var dugleg og alltaf jákvæð og þótt lífið hafi ekki alltaf leikið við hana lét hún aldrei bugast, uppgjöf var ekki í hennar eðli. Síðustu ár ævi sinnar bjó hún á Hrafnistu við Laugarás og naut þar góðrar aðhlynningar alveg fram á síðasta dag og vil ég því nota þetta tækifæri til að þakka starfsfólkinu þar góða umönnun og kærleik í hennar garð. Hafðu það gott, lille skat, not- aðu vængina og komdu sem fyrst í heimsókn til Skotlands! Þín Ingunn. Mig langar að skrifa fáein orð til minningar um Jónu ömmu mína. Síðustu árin átti amma heima á Hrafnistu í Reykjavík og alltaf í ágúst þegar ég var kominn í sum- arfrí þá keyrðum við, ég, mamma og pabbi, til Reykjavíkur og var þá fastur liður að heimsækja ömmu á Hrafnistu. Eitthvað var nú minnið farið að bregðast ömmu og stundum þurfti mamma að minna ömmu á hvar hún væri og einstaka sinnum hver við vær- um. Þetta fannst mér alltaf soldið spaugilegt. Bestu minningarnar úr minni barnæsku eru þær þegar fjöl- skyldan lagði land undir fót og við heimsóttum ömmu í Hafnarfjörð- inn. Þetta gerðum við á hverju sumri. Við bræðurnir vorum al- veg að rifna af spenningi að hitta ömmu, Ingu, Taggart og Dóra. Heimili ömmu var fallegt eins og lítil höll. Amma elskaði barna- börnin sín mjög og vildi allt fyrir þau gera. Hjá henni var alltaf hægt að fá ást, hlýju og um- hyggju. Ég á eftir að sakna ömmu og mun aldrei gleyma henni. Hvíl í friði, elsku amma mín. Hrafnkell Ásmundsson. Jónína Matthildur Jónsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.