Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 –– Meira fyrir lesendur Morgunblaðið gefur út ÍMARK sérblað fimmtudaginn 28. febrúar og er tileinkað íslenska markaðsdeginum sem ÍMARK stendur fyrir, hann verður haldinn hátíðlegur 1. mars n.k. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, föstudaginn 22. febrúar. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is ÍMARK íslenski markaðsdagurinn „Við erum að auka á þessu og á næsta ári enn frekar rafræna stjórn- sýslu,“ segir Skúli Eggert Þórðar- son ríkisskattstjóri. Embætti ríkisskattstjóra hefur verið í fararbroddi við innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu hér á landi á umliðnum árum og verið mjög fram- arlega hvað varðar rafræna þjón- ustu við framteljendur í samanburði við önnur lönd. „Ég held að við höf- um leitt þetta lengst af en hins vegar er rafræn stjórnsýsla komin á með svipuðum hætti alls staðar annars staðar,“ segir hann. ,,Þar eru menn jafnvel farnir að velta fyrir sér að fella niður framtalið sjálft og [álagn- ingin] verði endanlega ákveðin í staðgreiðslu. Við erum hins vegar með tvo nefskatta sem við þurfum alltaf að greiða eftir á, þ.e.a.s gjaldið í Framkvæmdasjóð aldraðra og út- varpsgjaldið, þannig að við sjáum ekki alveg í næstu framtíð að fram- talið hverfi en við munum hins vegar einfalda það eins og við getum. Við erum mjög framarlega í raf- rænni stjórnsýslu og rafræn stjórn- sýsla á Íslandi er langmest í gegnum framtalsskilin,“ segir hann. Skúli Eggert segir starfsmenn embættisins leggja mikla áherslu á að veita fólki góða þjónustu í tengslum við framtalsgerðina. „Við munum hafa starfsstöðvar opnar eitthvað lengur þegar ann- irnar eru mestar en það voru færri sem komu á aðalskrifstofuna í fyrra en komu t.d. á árinu 2011. Það tókst m.ö.o. að leysa vandamál fleiri í gegnum síma og með tölvupósti.“ Framtíð án framtala? Rafræn skattskil Flestir nýta þau. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Rafræn þjónusta embættis rík- isskattstjóra vegna framtalsgerðar og annarra skattskila færist sífellt í aukana. Í fyrra var 97,3% allra skattframtala skilað rafrænt. Að sögn Skúla Eggerts Þórð- arsonar ríkisskattstjóra er stefnt að því að pappírsframtöl heyri sög- unni til frá og með næsta ári og verði eingöngu notuð í algerum undantekningartilvikum. Slík ein- stök tilvik gætu komið upp ef fram- teljandi þarf t.d. að telja fram fyr- irfram og getur ekki notfært sér rafræn skil. Að sögn ríkisskatt- stjóra var um það bil sex þúsund framtölum í fyrra skilað á pappír. Fá aðstoð gegnum síma Þegar hefur verið hætt að senda út pappírsframtöl til framteljenda með árituðum upplýsingum og á þessu ári fá framteljendur sem enn nota pappírsframtöl þau eingöngu send með auðum reitum. ,,Við munum líkt og við gerðum á seinasta ári hringja í þá sem við að- stoðuðum við framtalið og bjóðum aðstoð. Þessir einstaklingar þurfa því ekki að koma á starfsstöðvar ríkisskattstjóra, heldur verður þeim boðið að ljúka framtalsgerð- inni í gegnum síma,“ segir Skúli Eggert. Netframtal einstaklinga vegna skattframtals ársins 2013 verður opnað 6. mars næstkomandi á þjón- ustuvefnum www.skattur.is. „Það verða nálægt 263 þúsund framtelj- endur á skrá,“ segir Skúli Eggert, en þeir voru 261.992 í fyrra. Síðasti skiladagur framtala ein- staklinga er 21. mars en þeir sem sækja um frest á netinu munu fá frest fram yfir páska og lýkur frest- inum þá 2. eða 3. apríl. Nokkrar nýjungar verða á fram- talsgerðinni í ár. „Við munum breyta framsetningu á bráða- birgðaútreikningi þannig að koma mun skýrar fram hvort framtelj- andi eigi inneign eða hvort hann skuldar eftir að hann hefur skilað framtalinu,“ segir ríkisskattstjóri. Senda skilaboð með sms Hann á líka von á að fleiri fram- teljendur en áður muni nota svo- kallað einfaldað framtal, þar sem búið er að árita allar upplýsingar inn á framtalið. ,,Síðan erum við að kynna nýjung sem er sérstök samskiptasíða á skattur.is, þar sem menn munu í framtíðinni fá alla úrskurði og bréf og annað sem ríkisskattstjóri hefur talið til framteljanda inn á sam- skiptasíðu sem framteljandinn hef- ur einn aðgang að. Síðan fær hann send sms smáskilaboð ef nýjar upp- lýsingar eða bréf o.fl. koma inn á samskiptasíðuna hans,“ segir hann. Pappírsframtöl heyri sögunni til frá og með 2014  Framteljendum fjölgar um 1.000  Ný samskiptasíða tekin upp á skattur.is Morgunblaðið/Ómar Skjótvirkara Langflestir framteljendur þurfa eingöngu að yfirfara upplýsingar á skattframtölum á þjónustusvæði sínu á netinu en um 6.000 töldu fram á pappír í fyrra. Stefnt er að því að engin þörf verði fyrir pappírsframtöl. Innanríkisráðherra fer yfir samskipti stjórnvalda við bandarísku alríkislög- regluna FBI sumarið 2011 á fundi rík- isstjórnarinnar í dag. Þá mun hann kynna málið á sameiginlegum fundi tveggja fastanefnda Alþingis, stjórn- skipunar- og eftirlitsnefndar og alls- herjar- og menntamálanefndar. Fulltrúar frá FBI komu hingað til lands í ágúst 2011 og ræddu við ungan íslenskan mann. Áður hafði FBI verið í sambandi við stjórnvöld hér á landi vegna yfirvofandi tölvuárásar og í ágúst tilkynntu þeir að pilturinn hefði gefið sig fram í bandaríska sendi- ráðinu og hefði upplýsingar sem tengdust málinu. Málið var rætt í óundirbúnum fyr- irspurnartíma á Alþingi í gær að frumkvæði Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins. Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra sagði að ekkert lögreglulið kæmi til Íslands til að hefja yfir- heyrslu yfir íslenskum ríkisborgara án þess að fyrir liggi skilgreind og rétt fram komin beiðni um réttarað- stoð. Sagði hann að slík beiðni hefði ekki legið fyrir. „Ég tel það algjörlega af og frá að líta svo á að heimsókn þeirra hingað, sennilega sex vikum fyrr, með leyfi íslenskra yfirvalda til þess að kanna öryggisvarnir í tölvu- kerfum, hafi náð yfir það að koma síð- an aftur nokkrum vikum síðar og hefja yfirheyrslur yfir einstaklingi sem virtust beinast fyrst og fremst að WikiLeaks,“ sagði Össur. Þorgerður Katrín sagði að afskipti utanríkisráðherra hefðu ekki verið til þess fallin að tryggja réttarhagsmuni viðkomandi einstaklings, heldur rýra þá. Ögmundur Jónasson hefur farið yf- ir málið frá því hann kom úr heimsókn til Kína, síðdegis á sunnudag, og með- al annars átt fundi með ríkislögreglu- stjóra, ríkissaksóknara og sérfræð- ingum og yfirstjórn ráðuneytisins. Gestir verða kallaðir á fund nefnd- anna í dag. Ögmundur mun ekki tjá sig fyrr en eftir fundinn, samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins. FBI-málið kynnt í nefndum Alþingis Össur Skarphéðinsson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir  Þingmaður gagnrýnir afskipti ráðherra Frestur launagreiðenda til að skila inn launamiðum vegna skattframtalsgerðar rann út 10. febrúar. „Við leggjum mikla áherslu á að skil á launamiðum verði í betra horfi í ár en undanfarin ár,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. „Í fyrra náðist heilmikill árangur í þessu en núna ætlum við að herða enn frekar á þessu þannig að þeir launagreiðendur sem ekki höfðu sent inn launamiða um nýliðna helgi og næstu tvo daga, munu fá heim- sóknir frá starfsmönnum ríkisskattstjóra,“ segir Skúli Eggert. Ekki hefur áður verið gripið til þess ráðs að starfsmenn embættisins fari út í fyrirtækin til að ganga úr skugga um ástæður þess að launa- miðum vegna starfsmanna hefur ekki verið skilað innan tilskilins frests vegna skattframtalsgerðar. Boða heimsóknir á vinnustaði HERTAR AÐGERÐIR EF EKKI ERU STAÐIN SKIL Á LAUNAMIÐUM Skúli Eggert Þórðarson „Allt það sem ég kunni og hafði lært rifjaðist upp. Öll þessi grunn- atriði; að setja upp varnarþríhyrn- inginn, hringa í Neyðarlínuna, kanna viðbrögð fólksins, huga að þeim sem ekki anda og eru ekki með meðvitund og passa upp á lík- amsstöðu fólksins Síðan var fólkið hjá Neyðarlínunni mjög hjálp- samt,“ sagði Arnar Hugi Birkisson var valinn skyndihjálparmaður árs- ins 2012 af Rauða krossinum í við- tali við mbl.is í gær. Arnar Hugi og kærasta hans, Steinunn Hlíf Guðmundsdóttir, komu að alvarlegu bílslysi á Stein- grímsfjarðarheiði í fyrrasumar. Ökumaðurinn lést en kanadískt par, Jonathan Boilard og Emilie Beaule, komust lífs af. Slasaðist Arnar Hugi Birkisson og Steinunn Hlíf Guðmundsdóttir með Jonathan Boilard á spítalanum. Allt sem hann kunni rifjaðist upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.