Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Þetta er sorgardagur, þegar við ákváðum að kaupa húsið árið 2002 voru trén hluti af þeirri heildar- mynd sem við heilluðumst af. Ég verð að viðurkenna að þau hafa tilfinningagildi fyrir alla fjölskyld- una,“ segir Jón S. Jörundsson. Hann og eiginkona hans hafa stað- ið í deilum við nágranna sinn í nokkur ár vegna trjánna sem ná- grannakona þeirra taldi skyggja á dagsbirtu og sól á palli sem hún byggði árið 2007. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í jan- úar að Jóni bæri að fella trén. Þess má geta að trén voru um 18 metrar og teygðu sig allt að 2,40 metra inn á lóðina þar sem konan sem kvartaði býr. Jón og eiginkona hans treystu sér ekki til að vera heima í gær þegar trén voru felld. Morgun- blaðið náði tali af Jóni rétt eftir að hann kom heim og sá ger- breytta ásýnd lóðar sinnar. Hann segir að það hafi verið meira áfall en hann átti von á að koma heim, aðkoman hafi verið skelfileg. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að skert birtuskilyrði á lóð ná- grannakonunnar og stærð og ná- lægð trjánna við lóð hennar sé henni til verulegra óþæginda og langt umfram það sem hún á að þurfa að þola skv. ólögfestum reglum um nábýlisrétt. Fyrir- spurnum til sveitarfélaga vegna sambærilegra mála hefur fjölgað töluvert á undanförnum árum en fram hefur komið að reglur vegna þessa séu að einhverju leyti óljós- ar. Málareksturinn hefur tekið sinn toll fjárhagslega fyrir Jón og hans fjölskyldu. Spurður um heildar- kostnað vegna málsins segir Jón hann vera yfir fjórar milljónir króna. heimirs@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Grenitré felld eftir áralangar deilur Útsýni Stæðilegu grenitrén sem um ræðir voru gróðursett árið 1961.  Eigandi trjánna sorgmæddur og treysti sér ekki til að vera viðstaddur Aldrei hafa fleiri erlendir ríkisborg- arar afplánað óskilorðsbundna fang- elsisrefsingu hér á landi en á síðasta ári. Alls afplánaði 91 útlendingur refs- ingu hér árið 2012 en þeir voru 89 árið áður sem var metár. Erlendum föng- um hefur fjölgað um 260% frá árinu 2007. Af þessum 91 erlenda fanga voru Pólverjar fjölmennastir en þeir voru 18 eða tæp 20%. Þar á eftir voru átta frá Nígeríu og sjö frá Litháen. Tuttugu inni vegna fíkniefna Algengustu tilefni fangavistarinnar eru auðgunarbrot, skjalafals og brot á útlendingalögum en 54 fanganna sátu inni af þeim sökum. Þá sátu tuttugu manns inni vegna fíkniefnabrota. Þegar rýnt er frekar í tölurnar kemur í ljós að flestir þeirra erlendu ríkisborgara sem afplánuðu fangels- isvist á síðasta ári voru ekki búsettir hér á landi. Alls voru 56 ekki búsettir hér, eða rúm 61%. Langflestir þeirra sátu inni vegna auðgunarbrota, skjalafals eða brota gegn útlendinga- lögum, eða 43. Tólf afplánuðu refs- ingu vegna fíkniefnabrota og einn vegna ofbeldisbrots. Aðeins einn erlendur ríkisborgari var færður til afplánunar í heimalandi sínu í fyrra. Til samanburðar voru þrír fluttir til síns heima árið 2011. Erlendum föngum fjölgar  Einn fangi afplánaði í heimalandi  Meirihlutinn var ekki búsettur hér Fjöldi erlendra ríkisborgara í afplánun óskb.fang.refs. í fangelsum innan hvers árs; 2006 –2012 (Luku afplánun pr. ári eða voru í afplánun í lok árs) 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 35 35 64 67 62 89 91 Heimild: Fangelsismálastofnun „Það má segja að ég hafi m.a. þann starfa að greiða úr flækj- um,“ segir Þór- unn Sveinbjarn- ardóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sam- fylkingarinnar, sem hefur verið ráðin aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylking- arinnar. „Það er ákveðið flækjustig í því að vera formaður stjórnmála- flokks sem er í ríkisstjórn en vera ekki í ríkisstjórninni,“ bendir Þór- unn á í samtali við mbl.is. Þórunn mun aðallega aðstoða Árna Pál en einnig veita flokknum aðstoð í komandi kosningabaráttu. Greiðir úr flækjum fyrir Árna Pál Þórunn Sveinbjarnardóttir Frestur sem hjúkrunarfræðingar hafa til að ákveða hvort þeir ætla að halda áfram störfum var fram- lengdur um tvo daga eða fram á fimmtudag. Þetta var ákveðið á fundi samninganefnda hjúkrunar- fræðinga og Landspítalans í gær- kvöldi. Annar samningafundur verður í fyrramálið. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formað- ur Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, sagðist eftir fundinn ekki geta svarað því hvort Land- spítalinn hefði í dag boðið frekari launahækkanir til hjúkrunarfræð- inga. Fundur hennar með Guð- bjarti Hannessyni velferðar- ráðherra í gær hefði verið góður og fundurinn með stjórnendum Landspítalans sömuleiðis. Það væri jákvætt að ákveðið hefði ver- ið að halda áfram viðræðum. Deilan á viðkvæmu stigi „Við Katrín Júlíusdóttir fjár- málaráðherra funduðum með samninganefnd hjúkrunarfræð- inga, sem fjallar um stofnana- samning, til þess að fara yfir stöð- una frá þeirra hlið og hlusta á þá. Það er það nýjasta í stöðunni,“ sagði Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra skömmu fyrir upp- haf þingfundar í Alþingishúsinu í gær. Guðbjartur var þá nýkominn af þingflokksfundi Samfylkingar þar sem kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins var meðal umræðuefna. „Þessi deila er á mjög við- kvæmu stigi og við ætlum ekki að tjá okkur um hana að sinni.“ Guðbjartur sagði tilboð Land- spítalans um launahækkun til hjúkrunarfræðinga hafa borið á góma á fundinum, en þeir hafa sem kunnugt er hafnað því. „Það var meðal þess sem við ræddum, hvort það dygði. Það er áfram spítalans að vinna úr því. Fjárveit- ingin liggur fyrir,“ sagði Guð- bjartur um tilboðið. Frestur fram- lengdur í deilunni Elsa B. Friðfinnsdóttir Guðbjartur Hannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.