Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 Á sunnudag voru liðin rétt 40 ár síð- an Börkur NK, eða „Stóri Börkur“ eins og skipið var gjarnan nefnt, kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Neskaupstað. Árið 2012 festi fyrir- tækið kaup á nýjum Berki NK og fékk „Stóri Börkur“ þá nafnið Birt- ingur NK. Skipið var áfram gert út til loðnuveiða á vertíðinni 2012 og hóf á ný veiðar í síðustu viku. Það var við hæfi að þetta mikla aflaskip kæmi til heimahafnar á sunnudaginn með fyrsta loðnufarm sinn á vertíðinni. Til að fagna því að skipið hefur verið í eigu Síldar- vinnslunnar í 40 ár var gömlum Barkarmönnum boðið til kaffiveislu um borð og var þar glatt á hjalla og sögur sagðar frá eldri tíð. Útgerðarsaga skipsins er stór- merk enda hverfandi líkur á að ann- að skip í íslenska flotanum hafi borið meiri eða jafnmikinn afla að landi, tæplega 1,5 milljón tonn, eins og segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar. aij@mbl.is Ljósmynd/Síldarvinnslan/Þórhildur Eir Aflaklær Nokkrir skipstjórar á „Stóra Berki“ í kaffiveislunni, frá vinstri: Tómas Kárason núverandi skipstjóri, Magni Kristjánsson skipstjóri 1976- 1989, Sigurjón Valdimarsson 1973-1981 og Sturla Þórðarson 1993-2010. Barkarmenn rifjuðu upp gamlar sögur Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga Sólskálar -sælureitur innan seilingar Glæsilegir sólskálar lengja sumarið og gera sælureitinn ómótstæðilegan Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Gluggar og garðhús Nánari upplýsingar á www.solskalar .is Viðhaldsfríir gluggar og hurðir Borgartún • Fákafen • Hæðasmári www.lifandimarkadur.is OKKAR LOFORÐ: Lífrænt og náttúrulegt Engin óæskileg aukefni Persónuleg þjónusta Gullið frá Marokkó, eitt best geymda fegrunarleyndarmál marokkóskra kvenna. Mjög rakagefandi olía sem lætur hárið glansa og gefur hársverði, húð og naglaböndum raka til að viðhalda heilbrigði. Argan olían frá NOW Argan olían er 100%hrein, lífræn og ríkaf fitusýrum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.