Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 4
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, sem rætt var við í gærkvöldi, voru ekki sammála um áhrif álits Feneyjanefndarinnar á framgang stjórnarskrármálsins í Al- þingi. Gætt hefur titrings í hópi stuðningsmanna tillagnanna síðustu daga. Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sagði að ýmsu væri hrósað og ein- hverjar athugasemdir gerðar við annað. Á endanum væri það síðan pólitísk ákvörðun á Alþingi hvernig stjórnarskráin ætti að vera. Margrét Tryggvadóttir, fulltrúi Hreyfingar- innar, sagði að það sem hún væri búin að lesa liti ágætlega út. Hún sagðist ekki þora að fullyrða um áhrif álitsins á framgang málsins. „Okkur var full alvara með því að leita eftir þessu áliti og ætlum að skoða það vel,“ segir hún og bætir við að ef eitthvað þurfi að laga, þá verði gengið í það. Setur afgreiðslu málsins í óvissu „Mitt mat er það, að álit Feneyja- nefndarinnar undirstriki með skýr- um hætti að það sé fullkomlega óraunhæft að ætla að ljúka þessu frumvarpi fyrir vorið,“ segir Birgir Ármannsson, annar fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins, segir að eftir sé að lesa athugasemdir Fen- eyjanefndarinnar saman við íslensk- an rétt og fyrirliggjandi tillögur. Hún telur að álitið setji afgreiðslu málsins í enn frekari óvissu. Hún bendir á að tillögurnar sem Feneyjanefndin fjallaði um séu í raun úrelt plagg. Búið hafi verið að gera 75 breytingar þegar tillögurnar fóru til Feneyjanefndarinnar og síðan hafi meirihluti nefndarinnar lagt fram 45- 50 breytingar. Mismunandi túlkun á Feneyjaáliti  Valgerður Bjarnadóttir: Á endanum pólitísk ákvörðun  Margrét Tryggvadóttir: Lagað ef með þarf  Birgir Ármannsson: Óraunhæft að ljúka málinu í vor  Vigdís Hauksdóttir: Fjallar um úrelt plagg Valgerður Bjarnadóttir Birgir Ármannsson Margrét Tryggvadóttir Vigdís Hauksdóttir 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Stóru bankarnir þrír eru búnir að falla frá sex af þeim ellefu próf- málum sem samráðshópur fjármáls- tofnana, Samtaka fjármálafyrir- tækja, umboðsmanns skuldara, Neytendastofu og talsmanns neyt- enda valdi í fyrra og áttu að skera úr um álitaefni áður en hægt yrði að endurreikna vexti gengislána. Ekki er von á fyrsta dómnum í þeim mál- um sem eftir standa fyrr en í haust ef að líkum lætur. Upphaflega stóðu vonir til að nið- urstaða í málunum ellefu lægi fyrir síðasta haust en það hefur síðan dregist á langinn. „Ástæðan fyrir því er í raun fyrst og fremst sú að eftir Borgarbyggð- ardóminn [síðasta haust] þurfti að endurmeta hvaða prófmál þyrftu að halda áfram því sá dómur útskýrði meira en menn höfðu átt von á. Í kjölfar þess dóms féllu Arion banki og Íslandsbanki frá ágreiningi í nokkrum málum og túlkuðu álita- efni skuldara í hag,“ segir Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi umboðsmanns skuldara. Aðeins tvö mál einstaklinga eru komin á dagskrá héraðsdóms, ann- ars vegar mál Lýsingar gegn ein- staklingi og hins vegar mál ein- staklings gegn Landsbankanum. Svipuð mál í gangi Samkvæmt upplýsingum Íslands- banka féll bankinn frá þremur af fjórum prófmálum sem hann vildi fá skorið úr. Fjórða málið snúi að fjár- mögnunarleigusamningum en svip- uð mál sem bankinn eigi ekki aðild að séu nú til umfjöllunar í dóms- kerfinu. Mögulega verði niðurstöðu þeirra mála beðið áður en ákvörðun verður tekin um framhald þess máls sem bankinn á aðild að. Bíða niðurstöðu þriggja mála Hjá Landsbankanum, sem var að- ili að fjórum af prófmálunum ellefu, fást þær upplýsingar að fallið hafi verið frá tveimur málanna í kjölfar Borgarbyggðardómsins. Tvö mál séu hins vegar enn í gangi, eitt fyr- irtækismál og eitt einstaklingsmál. Síðarnefnda málið verði tekið fyrir í héraðsdómi nú í febrúar. Fyrir- tækjamálið varði þrotabú og búist sé við því að því verði vísað til hér- aðsdóms í næstu viku. Bankinn reikni með því að málið verði flutt nú í vor. Fyrir utan þessi mál bíður Landsbankinn nú eftir að mál Plast- iðjunnar gegn SP-fjármögnun sem lauk fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember verði leitt til lykta fyrir Hæstarétti. Það ætti að geta varpað ljósi á hvernig beri að túlka skilyrði sem þurfi að vera fyrir hendi til að leiðrétta fyrri endurútreikning gengislána og þar með hversu mörg mál þurfi að endurreikna. Héraðs- dómur sýknaði SP-fjármögnun í því máli af kröfu um leiðréttingu á end- urútreikningi. Morgunblaðið/Golli Hæstiréttur Ekki er líklegt að fyrstu prófmálin um endurútreikning gengislána komi til kasta Hæstaréttar fyrr en í haust en fyrstu tvö málin sem varða einstaklinga verða tekin fyrir í Héraðsdómi í lok þessa mánaðar og í apríl. Fyrstu dómarnir í prófmálunum í haust  Enn hefur enginn dómur fallið í prófmálum um gengislán Applicon á Íslandi, fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þróun á við- skiptahugbúnaði, á í ágreiningi við Seðlabanka Íslands vegna tölvu- gagna sem bankinn lagði hald á vegna rannsóknar á meintum brot- um Samherja á lögum um gjaldeyr- ismál. Applicon heldur því fram að Seðlabankinn hafi brotið höfunda- lög. Ágreiningurinn snýst um að- ferðir Seðlabanka Íslands við hald- lagningu gagna í sambandi við rannsóknina. Seðlabankinn hefur borið fyrir sig að hann líti svo á að aðgerðir hans séu í samræmi við úrskurð héraðs- dóms frá því í mars á síðasta ári og feli ekki í sér brot á höfundalögum. Með úrskurði Héraðsdóms Reykja- víkur var Seðlabankanum veitt heimild til húsleitar og haldlagn- ingar gagna vegna fyrrnefndrar rannsóknar. Samkvæmt úrskurð- inum var Applicon gert skylt að af- henda ákveðin gögn, t.d. bókhalds- kerfi auk þess að afrita gögn af sameiginlegum svæðum Applicon og fyrirtækisins. Applicon bendir á að í úrskurði héraðsdóms felist ekki heimild til að taka afrit af SAP- viðskiptahugbúnaði, svo virðist sem Applicon sé þeirrar skoðunar að Seðlabankinn hafi beitt ólöglegum aðferðum við afritun gagna. Meðal annars er Seðlabankinn sakaður um að hafa með ólögmætri eintakagerð brotið gegn ákvæðum höfundalaga. Í bréfi fulltrúa Applicon til Seðla- bankans er sú krafa ítrekuð að bankinn hætti allri notkun á SAP- viðskiptahugbúnaðinum og eyði því afriti sem hann hafi. Þá segir að Applicon muni höfða mál gegn Seðlabankanum verði hann ekki við áðurnefndum kröfum. Í svari frá Seðlabankanum segir að skv. lögum sé ekki heimilt að greina frá samskiptum eða við- skiptum við einstaka aðila. heimirs@mbl.is Ásaka Seðlabanka um brot á höfundalögum Þau tvö mál sem varða einstaklinga sem komin eru á dagskrá héraðsdóms eru annars vegar mál Lýsingar gegn einstaklingi, sem dregist hefur á langinn og verð- ur ekki tekið fyrir fyrr en í apríl, og hins vegar mál ein- staklings gegn Landsbankanum en sá vill að íslenskir dómstólar leggi spurningu fyrir EFTA-dómstólinn sem varðar neytendasjónarmið um endurútreikning á vöxt- um gengislána. Að sögn Svanborgar Sigmarsdóttur, upplýsingafull- trúa embættis umboðsmanns skuldara, gæti það tekið einhver ár ef síðarnefnda málinu verður vísað til EFTA- dómstólsins. Það hefði þó ekki í för með sér að ekki væri hægt að end- urútreikna gengislán í samræmi við þá dóma sem þegar hefðu fallið. Gæti tekið einhver ár EINSTAKLINGUR VILL FÁ MÁL SITT FYRIR EFTA-DÓMSTÓLINN Svanborg Sigmarsdóttir „Það er verið að skuldbinda skatt- greiðendur um 1.430 milljónir til viðbótar,“ segir Kjartan Magnús- son, borgar- fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, um tillögu borgar- stjóra um endur- skoðun á fjár- mögnun á tónlistarhúsinu Hörpu. Tillagan verður rædd í borgarstjórn í dag. Kjartan leggst gegn tillögunni og minnir á þau orð sem höfð voru uppi árið 2009 þegar ákveðið var að halda áfram byggingu hússins. Þá hafi því verið haldið á lofti að þær skuldbindingar sem þá urðu til myndu duga til að reka húsið og klára byggingu þess. Tillaga borg- arstjóra gerir m.a. ráð fyrir viðbót- arframlagi upp á 160 milljónir á ári til 2016. Einnig að eigendalánum að fjárhæð 794 milljónir króna verði breytt í stofnframlög. Kjartan telur að taka þurfi rekst- ur hússins í gegn. Leita eigi leiða til að spara í rekstrinum og skoða megi hvort bjóða ætti reksturinn út. Þá gagnrýnir Kjartan ráðningu for- stjóra Hörpu, segir hana lykta af pólitík og nauðsynlegt hefði verið að ráða aðila með meiri reynslu og þekkingu á rekstri. Kanni möguleika á útboði á rekstri Hörpu Kjartan Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.