Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 „Við teljum mikilvægt að verðkann- anir séu gerðar út frá sjónarhóli neytandans svo þær gagnist honum sem best. Við leggjum mikla áherslu á að sátt ríki um þær án þess þó að það dragi úr upplýsingagjöf til neyt- andans. Staðan eins og hún er í dag er mjög slæm,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna. ASÍ sér um að gera verðkannanir á matvöru. Fjórar verslanir hafa neitað að taka þátt í þeim og m.a. sagt þær illa unnar. Ríkið borgar fyrir verðkönnun Neytendasamtökin og ASÍ gerðu þessar verðkannanir áður fyrr. „Stjórnvöld greiddu ASÍ fyrir að sinna verðlagseftirliti með verð- könnun á matvöru. Þá hættum við og ákváðum að einbeita okkur að öðru,“ segir Jóhannes en Neytendasamtök- in munu ekki gera verðkannanir á matvöru. Jóhannes harmar ágrein- inginn um framkvæmd verðkannana en er ekki tilbúinn að leggja mat á framkvæmdina. Hann segir brýnt að sátt ríki um verðkannanir svo sem flestar verslanir taki þátt í þeim. Víða pottur brotinn „Gagnrýni á framkvæmd ASÍ á verðkönnun á matvöru hefur verið nokkuð lengi. Ósambærilegar vörur eru bornar saman og við höfum séð fjölmörg dæmi þess. Einnig er verið er að bera saman verslanir með mis- munandi þjónustustig. Það versta í þessu er að eftir hverja verðkönnun senda fyrirtækin athugasemdir við verðkönnuina til ASÍ. Allar þær ábendingar eru markvisst hunsað- ar,“ segir Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjór Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir að nú sé ákall um breytingar á framkvæmdinni því ef allt væri í himnalagi væru fyrirtækin ekki að hætta þátttöku. „Það er pottur brotinn í þessu,“ segir Andrés. „Tilgangurinn er auð- vitað sá að gefa neytendum réttar upplýsingar en það er ekki gert. Það er skiljanlegt að fyrirtæki kippa að sér höndunum þegar þau verða ítrekað fyrir því að kannanirnar gefa ekki neytendum réttar upplýsingar,“ segir Andrés. Hann bendir á að þeim mun meiri kröfur verði að gera til kannana þar sem þær eru framkvæmdar m.a. með fjárframlögum frá ríkinu. thorunn@mbl.is Slæmt að ekki ríki sátt um verðkönnun á mat  Verðkannanir mikilvæg upplýsingagjöf fyrir neytandann Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðkönnun Neytendasamtökin og ASÍ gerðu áður saman verðkönnun á mat- vöru en Neytendasamtökin hættu eftir að ríkið borgaði ASÍ fyrir kannanirnar. Allt að 115.500 manns búa við um- ferðarhávaða við heimili sín sem fer yfir 55 db Lden en það er yfir viðmiðunarmörkum. Vegagerðin og sveitarfélög vinna að kortlagningu á hávaða á vegum og á þétt- býlissvæðum á Íslandi. Öðrum áfanga af þremur var að ljúka. Sveitarfélögum ber skylda til þess að gefa út aðgerðaráætlanir fyrir árslok 2013 fyrir þau svæði þar sem hávaði er áætlaður yfir viðmið- unarmörkum. Í þessum öðrum áfanga var kannaður umferðarhávaði á hús- næði við vegi þar sem 3 til 6 millj- ónir ökutækja fara um á ári. Í ljós kom að 46.000 íbúar í 20.200 íbúð- um á landinu öllu búa við vegi þar sem hávaði fer yfir 55 dB Lden. Á þéttbýlissvæðum fer hávaðinn yfir mörkin á slíkum vegum við hús- veggi um 20.000 íbúða, eða hjá allt að 45.000 íbúum. Til viðbótar fer hávaði yfir viðmiðunarmörk á slík- um vegum við húsveggi um 700 íbúða í iðnaðarhverfum. Þetta sýna niðurstöður sem birtust á vef Um- hverfisstofnunar. Unnið hefur verið að úttektinni í þremur áföngum. Fyrsta áfanga lauk í júlí 2012 þegar stórir vegir þar sem umferð meira en 6 milljón ökutækja á ári voru kortlagðir. Þeir útreikningar sýndu að hávaði vegna umferðar fer yfir 55 dB Lden við húsveggi um 14.000 íbúða á þessu svæði, eða hjá allt að 24.000 íbúum. Þriðja áfanga lýkur 2013. Þá ber sveitarfélögum skylda til þess að gefa út aðgerðaráætlanir fyrir þau svæði þar sem hávaði er áætlaður yfir viðmiðunarmörkum. Vegirnir sem um ræðir eru stað- settir innan höfuðborgarsvæðisins, í Reykjanesbæ, á Selfossi og Ak- ureyri. Fimm sveitarfélög voru kortlögð sem eru Reykjavík, Sel- tjarnarnes, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður. Hávaðamælingar og útreikningar hafa farið fram á flestöllum vegunum áður. thorunn@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Hávaði Sveitarfélögum ber skylda til að gefa út aðgerðaráætlanir fyrir árs- lok 2013 fyrir svæði þar sem hávaði er áætlaður yfir viðmiðunarmörkum. 115.000 manns búa við umferðarhávaða  Hávaðamengun á landinu kortlögð Rafrænt uppboð á tíðniheimildum fyrir 4G hófst í gær á sérstökum uppboðsvef Póst- og fjarskipta- stofnunar. Er þetta í fyrsta sinn sem slík að- ferð er notuð til að úthluta þessum notkunarheim- ildum. Fjögur félög sendu inn þátt- tökubeiðni í uppboðinu og uppfylltu þau öll þau skilyrði sem sett voru fyrir þátttökunni. Þetta voru 365 Miðlar ehf., Fjarskipti ehf. (Voda- fone), Nova ehf. og Síminn hf. Eftir að uppboði lýkur áskilur Póst- og fjarskiptastofnun sér frest í þrjár vikur til að fara yfir niður- stöður uppboðsins og mun síðan út- hluta þeim 10 tíðniheimildum sem um ræðir til hæstbjóðenda. Fjórir bjóða í 4G-tíðni Hæstiréttur hef- ur staðfest úr- skurð Héraðs- dóms Reykja- víkur um að vísa beri frá dómi hluta ákæru á hendur karl- manni sem vann skemmdarverk á Ráðherrabú- staðnum í Tjarnargötu í Reykjavík. Er það vegna þess að þegar málið var höfðað var liðinn frestur til að krefjast málshöfðunar. Ákæran er á hendur karlmanni sem er óstaðsettur í hús. Frá 22. ágúst 2011 til 2. september 2012 vann hann fimm sinnum skemmdir á Ráðherrabústaðnum. Fjórum sinnum braut hann rúðu með grjóti eða járnstöng í því skyni að komast þar inn í heimildarleysi og dvaldi inni í húsinu þar til lög- regla fjarlægði hann þaðan skömmu síðar. Málið höfð- að of seint Ráðherrabústaður- inn. Voltaren Dolo 25 mg húðaðar töflur. Inniheldur 25 mg kalíumdíklófenak. Er notað við vægum verkjum eins og höfuðverk, tannverk, tíðaverk, gigt- og bakverk. Skammtar fyrir fullorðna og börn 14 ára og eldri: Upphafsskammtur er 1 tafla, en síðan 1 tafla á 4-6 klukkustunda fresti, þó mest 3 töflur (75 mg) á sólarhring og lengst í 3 sólarhringa. Meðhöndla á í eins skamman tíma og í eins litlum skömmtum og mögulegt er. Töfluna á að gleypa í heilu lagi með glasi af vatni, helst fyrir máltíð. Ekki má taka Voltaren Dolo ef þú ert: yngri en 14 ára, með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, acetýlsalicýlsýru eða öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum, með sár eða blæðingu í meltingarvegi, hjartabilun, skerta lifrar eða nýrnastarfsemi, mikla blóðflagnafæð, á síðasta þriðjungi meðgöngu. Leitaðu ráða hjá lækni eða lyfjafræðingi áður en þú tekur lyfið ef þú: ert með astma, hjartasjúkdóm, sjúkdóm í meltingarvegi, notar önnur lyf, notar verkjastillandi lyf við höfuðverk í langan tíma, ert næmur fyrir vökvaskorti, ert með sjúkdóm sem hefur áhrif á blóðstorku, ert að fara í aðgerð, ert eða ætlar að verða þunguð eða ert með barn á brjósti. Gæta skal þess að lyfið getur dulið einkenni sýkingar. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleið- beiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ Fæst án lyfseðils Verkir í baki? Verkjastillandi og bólgueyðandi við verkjum í baki! V O L1 30 10 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.