Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 Hálf öld var í gær liðin frá andláti bandarísku skáldkonunnar Sylviu Plath, en hún tók eigið líf rétt rúm- lega þrítug að aldri, 11. febrúar árið 1963. Þrátt fyrir að Plath hafi ein- ungis gefið út eitt ljóðasafn meðan hún lifði, The Colossus and Other Poems, og eina skáldsaga hennar, hin sjálfsævisögulega The Bell Jar eða Glerhjálmurinn, hafi komið út aðeins mánuði fyrir dauða hennar, þá hefur Plath með tímanum orðið eitt af áhrifamestu skáldum seinni hluta tuttugustu aldar. Með tímanum komu önnur skrif Plath á pappír, ljóð, greinar og sög- ur, og vitna um óvenju sterk tök á tungumálinu og skáldskaparform- inu. Margir hafa skrifað um ævi og verk Plath en nú eru komnar út tvær nýjar ævisögur sem byggja meðal annars á gögnum úr safni skáldsins Ted Hughes, eiginmanns Plath. Í bók Carl Rollyson, American Isis, er sjónum einkum beint að lífi Plath síðustu árin, en lítið rýnt í sjálf verk- in, á meðan Andrew Wilson skrifar einkum um uppvöxt hennar og þroskaár í Mad Girl’s Love Song. Skáldkonan Verk Sylviu Plath njóta sífellt meiri vinsælda. Hálf öld frá láti Plath Tölvuþrjótur braust á dögunum inn í gögn Bush-fjölskyldunnar í Bandaríkjunum og lak sumum til fjölmiðla. Mesta athygli hafa vakið tvö málverk eftir George W. Bush og ljósmynd sem sýnir hann mála mynd af gamalli kirkju. Fréttaskýendur hafa greint frá því að Bandaríkjaforsetinn fyrrver- andi sjáist æ sjaldnar opinberlega og njóti sín hvað best heima við að mála myndir. Málverkin tvö bregða bæði upp svipmyndum úr baðher- bergi. Á öðru sjást fætur manns sem er í baði en í hinu sést á bak manns í sturtu og í rakspegli andlit forsetans fyrrverandi sem horfir til áhorfandans. Gagnrýnandi The New York Magazine, Jerry Saltz, lýsir í pistli hrifningu sinni á verk- unum og segir Bush vera fínan mál- ara. Málarinn George W. Bush Sturtusena Forsetinn fyrrverandi horfir til áhorfandans í spegli. Kvikmyndin Argo hélt sigurgöngu sinni áfram þegar Bresku kvik- mynda- og sjónvarpsverðlaunin, Bafta-verðlaunin,voru afhent í 66. sinn sl. sunnudag. Þannig var Argo valin besta myndin og Ben Affleck besti leikstjórinn. Þetta varð einnig niðurstaðan þegar Golden Globe- verðlaunin voru afhent í seinasta mánuði. Raunar vekur athygli hversu sammála dómnefndir beggja verðlauna eru því Bafta-verðlauna- styttur rötuðu ítrekað til þeirra sem áður höfðu tekið við Golden Globe- verðlaununum. Þetta á m.a. við um Daniel Day-Lewis sem valinn var besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Lincoln í samnefndri mynd; Christoph Waltz sem var val- inn besti leikarinn í aukahlutverki í Django Unchained; Anne Hathaway sem var valin besta leikkonan í aukahlutverki í Vesalingunum (Les Miserables); Quentin Tarantino sem hlaut verðlaun fyrir besta frum- samda handrit að myndinni Django Unchained; Amour sem valin var besta erlenda kvikmyndin og Brave sem valin var besta teiknimyndin. Það kom mörgum á óvart þegar tilkynnt var að franska leikkonan Emmanuelle Riva hlyti verðlaunin sem besta leikkona í aðalhlutverki í myndinni Amour, en hún keppti þar við leikkonurnar Helen Mirren, Marion Cotillard, Jessica Chastain og Jennifer Lawrence sem hlaut Golden Globe-verðlaun fyrir leik sinn í seinasta mánuði. Af öðrum verðlaunaflokkum má nefna að James Bond-myndin Sky- fall var valin breska myndin, David O’Russel fékk verðlaun fyrir besta handrit byggt á áður útgefnu verki fyrir myndina Silver Linings Playbook, myndin Searching for Sugarman var valin besta heimilda- myndin, Swimmer var valin besta stuttmyndin og leikstjórinn Bart Layton sem og framleiðandinn Dmitri Doganis voru verðlaunaðir fyrir framúrskarandi frumraun af hendi bresks rithöfundar, leikstjóra eða framleiðanda. silja@mbl.is Sigurganga Argo heldur áfram  Margir Bafta- verðlaunahafar unnu einnig á Golden Globe AFP Smástirni Juno Temple telst rís- andi stjarna að mati almennings. AFP Gulldrengur Ben Affleck var hrærður yfir góðu gengi Argo. AFP Reynslubolti Daniel Day-Lewis er ekki óvanur verðlaunum. AFP Prakkari Quentin Tarantino brá á leik með Bafta-styttuna sína. AFP Hrærð Anne Hathaway þykir fram- úrskarandi í Vesalingunum. H.S.K - MBL ZERO DARK TIRTY Sýndkl.6-9 THE LAST STAND Sýndkl. 5:45-8-10:15 VESALINGARNIR Sýndkl.9 THE HOBBIT 3D (48 ramma) Sýndkl.6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 12 12 16 16 EIN BESTA HASARMYND ÁRSINS! “Magnþrungin og eftirminnileg” T.V. - Bíóvefurinn Frábær spennumynd byggð á leitinni af Osama Bin Laden. 5 óskarstilnefningar 3 óskarstilnefningar SÝND Í 3D(48 ramma) “Ekta hátíðarævintýri fyrir alla famelíuna.” -Séð & Heyrt/Vikan -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ BESTI LEIKAR ÁRSINS - BESTI LEIKSTJÓRI ÁRSINS - BESTA MYND ÁRSINS SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ - H.S.S., MBL ” - Þ. Þ., FRÉTTATÍMINN - S.S., LISTAPÓSTURINN ” - G.F.V., VIÐSKIPTABLAÐIÐ -H.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ KON-TIKI KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 LINCOLN KL. 5.50 - 9 14 DJANGO KL. 9 16 VESALINGARNIR KL. 5.50 - 9 12 LIFE OF PI 3D KL. 6 10 -EMPIRE ZERO DARK THIRTY KL. 9 16 LINCOLN KL. 6 14 DJANGO KL. 6 16 THE LAST STAND KL. 9 16 “MÖGNUÐ MYND Í ALLA STAÐI” -V.J.V., SVARTHÖFÐI BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM ZERO DARK THIRTY KL. 4.30 - 8 LÚXUS KL. 8 16 DJANGO KL. 8 - 10.20 LÚXUS KL. 4.30 16 LINCOLN KL. 5 14 LAST STAND KL. 8 - 10.40 16 VESALINGARNIR KL. 4.30 12 HÁKARLABEITA 2 KL. 3.20 L THE HOBBIT 3D KL. 4.30 12 LIFE OF PI 3D KL. 8 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.