Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 Það er ekki lítið verk að tak-ast á við að fjalla í kvik-mynd um leitina að leið-toga hryðjuverkasamtak- anna Al-Kaída, Osama bin Laden, allt frá því samtökin gerðu hryðju- verkaárás á Bandaríkin 11. sept- ember 2001 þar til hann var felldur af bandarískum sérsveitarmönnum í Pakistan árið 2011. Óskarsverð- launaleikstjóranum Bigelow tekst það hins vegar vel í Zero Dark Thirty, þótt sérfróðir muni eflaust finna ýmsar eyður í frásögninni og staðreyndavillur. Gagnrýnandi er langt frá því að vera slíkur sérfræð- ingur en þó nógu vel að sér til þess að vita að ítarleg úttekt á þeirri leit með öllum sínum pólitísku flækjum, pyntingum og innrásum verða aldrei gerð fullkomin skil í einni kvikmynd. Nei, hér er farið hratt yfir sögu þótt myndin sé 157 mínútur. Bigelow hef- ur verið gagnrýnd fyrir að gera of mikið úr þætti pyntinga í því að bin Laden fannst á endanum. Hvort það er satt vita aðrir en kvikmyndagagn- rýnendur en vissulega er nokkuð um pyntingar í myndinni og þá m.a. sýnd hin skelfilega vatnsbrettis- aðferð sýnd þar sem mönnum er nær drekkt hvað eftir annað. Í myndinni er sjónum fyrst og fremst beint að þætti ungrar leyni- þjónustukonu, Mayu, í leitinni að bin Laden. Maya hefur seinni hluta myndar uppi á nánasta samstarfs- manni hryðjuverkaleiðtogans eða boðbera og tekst í framhaldinu að rekja slóð hans að húsi einu óárenni- legu í Abbottabad í Pakistan þar sem hann var veginn, 2. maí árið 2011. Sagan er æði flókin og ógern- ingur að rekja hana í stuttu máli, þótt hún sé vissulega einfölduð fyrir kvikmyndarformið. Fyrrverandi starfsmenn CIA sem unnu við að rekja slóð bin Ladens halda því fram að Maya sé ekki til, skv. viðtali í LA Times frá 24. janúar sl. sem tekið var í tilefni af frumsýningu heimild- armyndar um sama efni á Sundance- kvikmyndahátíðinni. Í viðtalinu segja þessir fyrrverandi CIA-menn að heldur frjálslega sé farið með staðreyndir í kvikmyndinni. Það er leitt því þótt þetta sé kvikmynd með sínum skáldaleyfum þá er umfjöll- unarefnið það mikilvægt að maður gerir ákveðna kröfu um að stað- reyndum sé fylgt. En hvað um það. Ef kvikmyndin er metin burtséð frá þessum vanga- veltum um staðreyndir þá er hún virkilega vönduð. Hún er að vísu ruglingsleg á köflum, sögupersónur birtast á tjaldinu án þess að vera kynntar og áhorfandinn þarf að geta sér til um hver sé á ferðinni. En spennandi er hún, vel leikin, kvik- myndatakan fyrsta flokks og ber þar hæst magnað lokaatriði myndar- innar þegar sérsveitin gerir áhlaup á felustað bin Ladens, hálftíma eftir miðnætti (titill myndarinnar er e.k. her- eða njósnamál yfir þá tímasetn- ingu). Bigelow hefur áður fengið mann til að naga neglurnar af spenningi, sérstaklega í hinni marglofuðu Hurt Locker og hér sýnir hún enn og aft- ur þann hæfileika sinn. Zero Dark Thirty er dramatísk, eins og gefur að skilja, og spennan magnast hægt og bítandi þar til hún nær rafmögn- uðu hámarki undir lokin. Það kemur ekki á óvart að Zero Dark Thirty skuli hafa verið hlaðin lofi og keppi um hin eftirsóttu Óskarsverðlaun sem besta kvikmynd ársins 2012. Skrítnara er, hins vegar, að leik- stjórinn skuli ekki vera tilnefndur til þeirra. Lofuð Zero Dark Thirty er spennandi, „vel leikin, kvikmyndatakan fyrsta flokks og ber þar hæst magnað lokaatriði myndarinnar,“ segir rýnir. Stutta útgáfan af leitinni löngu Smárabíó, Borgarbíó og Laugarásbíó Zero Dark Thirty bbbbn Leikstjóri: Kathryn Bigelow. Aðalleikar- ar: Jessica Chastain, Chris Pratt, Édgar Ramírez, Jason Clarke, Jennifer Ehle, Joel Edgerton og Mark Strong. Banda- ríkin, 2012. 157 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Breska hljómsveitin Mumford & Sons hreppti þau Grammy- verðlaunanna sem sögð eru eftirsótt- ust, fyrir hljómplötu ársins, plötuna Babel, á verðlaunaafhendingunni í Los Angeles á sunnudag. Hljóm- sveitin The Black Keys og forsprakk- inn Dan Auerbach hrepptu hins veg- ar flest verðlaun, fern, þar á meðal fyrir bestu rokkplötu ársins, El Cam- ino, og bestu frammistöðu rokkara á árinu, í laginu „Lonely Boy“. Þeir Michael Amzalag og Mathias Augustyniak, sem báru ábyrgð á hönnun Biophilia-disks Bjarkar Guð- mundsdóttur og myndefninu sem honum tengist, hrepptu Grammy- verðlaunin fyrir sinn þátt í verkinu. Biophilia var einnig tilnefnd sem besta óháða plata ársins, en þar bar Making Mirrors með belgísk- ástralska popparanum Gotye sigur úr býtum. Hann hreppti þrenn verð- laun alls, einnig fyrir upptöku ársins og besta poppdúettinn, lagið „Some- body That I Used to Know“ sem hann flutti með Kimbra og var vin- sælasta lag ársins í Bandaríkjunum í fyrra. Yngri listamenn tilnefndir Að vanda voru veitt verðlaun í fjölda flokka, fyrir alls kyns tónlist; upptökur og flutning. Fun, sem er popprokktríó frá Brooklyn í New York, hreppti verðlaun sem besti ný- liðinn og átti líka lag ársins, „We Are Young“. Það hefur selst í yfir sex milljónum eintaka. Skrillex, Jay-Z og Kanye West hrepptu einnig þrenn verðlaun en þeir tveir síðarnefndu voru meðal annars rappflytjendur ársins. Í The New York Times er haft eft- ir einum forsvarsmanna Grammy- verðlaunanna að það hafi verið óvenjulegt við verðlaunin í ár hvað ungir listamenn voru áberandi í til- nefningunum. Taldi hann það sýna að umtalsverð endurnýjun væri í vænd- um í tónlistarheiminum. Stórmeist- arar halda þó áfram að hreppa sín verðlaun; Paul McCartney átti bestu „hefðbundnu poppplötuna“, Kisses on the Botton. Að vanda var fjöldi listamanna með tónlistaratriði við verðlauna- afhendinguna. Justin Timberlake flutti lag af fyrstu plötu sinni í sjö ár, studdur af Jay-Z sem rappaði með honum. Rihanna flutti lag sitt „Stay“ og Bobs Marleys var minnst, þegar Bruno Mars, Sting, Rihanna og þrjú barna Marleys tóku lagið saman. Djassgoðsögnin Dave Brubeck lést nýverið og þrír stórmeistar úr djass- heiminum, Chick Corea, Stanley Clarke og Kenny Garrett, fluttu frægasta ópus hans, „Take Five“. Í djassi var plata Pats Methenys Unity Band, „Unity Band“, valin sú besta, og félagarnir Gary Burton og Chick Corea, sem glöddu tónleika- gesti í Hörpu á árinu, áttu besta djassspunann á árinu, í laginu „Hot House“. efi@mbl.is Mumford & Sons fengu Grammy fyrir plötu ársins AFP Lukkulegir Félagarnir í Mumford & Sons fögnuðu verðlaununum sem þeir hrepptu fyrir bestu plötu ársins á Grammy-verðlaunahátíðinni í fyrrakvöld. Heimstónar Anoushka tók við verðlaunum föður síns, Ravis Shankars, sem lést á liðnu ári. Rappað Justin Timberlake og Jay-Z fluttu lagið „Suit & Tie“. Jay-Z hreppti þrenn verðlaun.  The Black Keys hrepptu flest verð- laun að þessu sinni NAOMIWATTS TILNEFNDTIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI 100/100 „Fer beint í efsta sæti yfir þær myndir sem fólk verður að sjá á árinu.“ 100/100 „Ógnvænlega vel gerð.“ NAOMI WATTS TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA -EMPIRE NÚ Í FRÁBÆRRI ÞRÍVÍDD SKRÍMSLIN SEM ALLIR ELSKA “STALLONE IS BACK TO HIS BEST” EGILSHÖLLÁLFABAKKA VIP VIP HANSEL AND GRETEL KL. 6 - 8 (10:10 3DÓTEXTUÐ) HANSEL AND GRETEL VIPKL. 6 - 10:10 BULLET TO THE HEAD KL. 6 - 8 - 10:10 BULLET TO THE HEAD VIP KL. 8 PARKER KL. 8 - 10:30 GANGSTER SQUAD KL. 5:30 - 8 - 10:30 JACK REACHER KL. 10:30 THE IMPOSSIBLE KL. 5:40 - 8 WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 5:50 KRINGLUNNI HANSEL AND GRETEL KL. 6 - 8- 10:10 BULLET TO THE HEAD KL. 8 - 10:10 GANGSTER SQUAD KL. 8 - 10:30 MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50 THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 BULLET TO THE HEAD KL. 5:50 - 8 - 10:10 HANSEL AND GRETEL KL. 8 - 10:10 PARKER KL. 5:30 - 8 - 10:30 GANGSTER SQUAD KL. 8 - 10:30 MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50 THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK HANSEL AND GRETEL KL. 8 BULLET TO THE HEAD KL. 8 - 10 PARKER KL. 10 SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 6 MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 6 AKUREYRI HANSEL AND GRETEL KL. 6 - 8 BULLET TO THE HEAD KL. 8 - 10 PARKER KL. 10 THE IMPOSSIBLE KL. 6 -ZOO ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND MEÐ JEREMY RENNER Í AÐALHLUTVERKI TILBO Ð TILB OÐ TILB OÐ TILB OÐ TILB OÐ TILB OÐ TILB OÐ ÞRIÐJUDAGS TILBOÐ Í DAG –– Meira fyrir lesendur . Food and Fun verður haldin í Reykjavík 27. febrúar - 3. mars. Morgunblaðið gefur út sérblað tileinkað Food and Fun matarhátíðinni föstudaginn 22. febrúar. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 18. febrúar. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.