Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 Í desember sl. skrapp kortavelta einstaklinga innanlands saman um 0,8% að raungildi frá sama tíma árið á undan. Virðast því stóru branda- jólin ekki hafa dugað til þess að keyra upp einkaneysluna þessi jólin. Þó kemur talsverður hluti af jóla- veltunni í kreditkortunum fram í janúartölunum sem verða birtar nú í vikunni, samkvæmt Morgunkorni greiningar Íslandsbanka í gær. Þar segir að framan af árinu 2012 hafi virst sem dágóður vöxtur myndi verða í einkaneyslu á árinu miðað við kortaveltutölurnar, en á fyrsta árs- fjórðungi 2012 hafi kortavelta ein- staklinga innanlands aukist um 4,2% að raungildi milli ára. Þessi vöxtur hafi svo stöðugt farið minnkandi og verið kominn niður í 0,3% á síðasta fjórðungnum, sem sé minnsti vöxtur í kortaveltu einstaklinga innanlands frá því á þriðja ársfjórðungi 2010 eða frá því að hagkerfið fór að taka við sér að nýju eftir hrunið 2008. „Sé tekið mið af árinu 2012 í heild nam vöxtur í kortaveltu einstaklinga inn- anlands rétt um 1,7% að raungildi á milli ára, sem er mun hægari vöxtur en sá 4,6% vöxtur sem hafði verið í kortaveltu árinu á undan. Miðað við þessa þróun má reikna með að einkaneyslan hafi vaxið heldur hæg- ar í fyrra en árið 2011, en skv. tölum Hagstofunnar jókst einkaneyslan um 2,7% að raungildi á árinu 2011. Við teljum að vöxtur einkaneysl- unnar hafi verið nær 2,4% í fyrra, en þess má geta að Hagstofan mun birta fyrstu bráðabirgðatölur um þróun einkaneyslunnar í fyrra í byrjun næsta mánaðar,“ segir í Morgunkorni greiningar Íslands- banka. Seðlabankinn birtir tölur um kortaveltu í janúarmánuði síðdegis á morgun, þ.e. eftir lokun markaðar- ins, en þar má m.a. finna vísbend- ingar um þróun einkaneyslu og þjónustujafnaðar við útlönd. Morgunblaðið/ÞÖK Samdráttur Þrátt fyrir stóru brandarjól í fyrra dróst kortaveltan saman um 0,8% í desembermánuði, miðað við desembermánuð 2011. Minni kortavelta  Samdrátturinn var 0,8% í desem- bermánuði í fyrra • Góðir tekjumöguleikar • Þekkt vörumerki • Sveigjanlegur vinnutími Allar nánari upplýsingar á www.avon.is Við leitum af sölufulltrúum um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.