Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 Menntamálaráðuneytið hefur að til- lögu tónlistarráðs úthlutað styrkjum úr tónlistarsjóði fyrir fyrri helming þessa árs. Alls bárust 104 umsóknir frá 94 aðilum þar sem samtals var sótt um 71 milljón króna. Heildar- ráðstöfunarfé tónlistarsjóðs á þessu ári er 81 milljón króna, en að þessu sinni voru veittir styrkir til 57 verk- efna og eins samnings að heildar- fjárhæð rúmar 24 milljónir kr. Að auki felur skuldbinding til fyrri samninga í sér upphæð sem nemur 19,5 milljónum kr. Alls var því út- hlutað nú úr tónlistarsjóði rúmum 46,5 milljón kr. Auglýst verður eftir umsóknum fyrir verkefni á síðari hluta ársins í apríl nk. Fjárhæð einstakra verkefnis- styrkja eru á bilinu 60 til 1.000 þús- und krónur. Meðal styrkþega sem fengu eina milljón króna voru Ís- lensku tónlistarverðlaunin, tónlist- arhátíðin Við Djúpið og Friðrik Erl- ingsson vegna óperunnar Ragnheiður. Lin Wei Sigurgeirsson fékk 800 þúsund kr. vegna Alþjóð- legu tónlistarakademíunnar í Hörpu og Listvinafélag Hallgrímskirkju fékk sömu upphæð til tónleikahalds. Nordic Affect fékk 600 þúsund kr. vegna tvennra tónleika og sömu upphæð fékk Eydís Franzdóttir vegna 15:15 tónleikasyrpunnar. Hálfa milljón fengu Tónlistarfélag Ísafjarðar vegna tónleikaraðar, Menningarmálanefnd Skaftár- hrepps vegna Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri, Gunnsteinn Ólafsson vegna Sinfóníuhljóm- sveitar unga fólksins, Kammersveit Reykjavíkur til útgáfumála, Hafnar- borg menningar- og listamiðstöð vegna tónleikaraðar, Pamela De Sensi vegna Töfrahurðarinnar og Laufey Sigurðardóttir vegna Mús- íkur í Mývatnssveit. Níu hópar eða hátíðir eru með samning til þriggja ára og nema styrkirnir á bilinu 500-4.000 þúsund kr. Fjórar milljónir falla í skaut Kammersveitar Reykjavíkur og Ca- put. Þrjár milljónir koma í hlut Tón- skáldafélags Íslands vegna Myrkra músíkdaga, Stórsveit Reykjavíkur, Sumartónleika í Skálholtskirkju og Jazzhátíðar í Reykjavík. Í tónlistarráði eru Arndís Björk Ásgeirsdóttir formaður og Árni Matthíasson, sem bæði eru skipuð án tilnefningar, og Sigrún Hjálmtýs- dóttir tilnefnd af Samtóni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Styrkþegar Scola Cantorum og Caput æfa í Hallgrímskirkju, undir stjórn Harðar Áskelssonar. Listvinafélag kirkjunnar fær styrk til tónleikahalds. Styrkir veittir til 57 verkefna  Rúmar 46,5 milljónir króna veittar úr Tónlistarsjóði fyrri helming þessa árs AF MÁLMI Friðjón Fannar Hermannsson fridjon@mbl.is Nýlega gaf hljómsveitin Skálmöld út sína aðra breiðskífu og ber hún nafn- ið Börn Loka. Líkt og á fyrstu plötu þeirra er sögð saga einstaklings sem leggur af stað í erfiða vegferð með hugrekkið að vopni. Af því tilefni voru þeir félagar með útgáfutónleika í Háskólabíói á laugardagskvöldið. Salurinn var fullur af dyggum aðdá- endum sem biðu eftir að geta hyllt goðin sín í Skálmöld. Opnunaratriði tónleikanna var í höndum Guðna Franzsonar þar sem hann spilaði á ljóðalurk (didgeridoo) og bassaklarinett meðan fugla- söngur og náttúruhljóð hljómuðu undir. Það var ótrúlega magnað að heyra hvernig Guðna tókst að skapa ískalt en jafnframt angurvært lands- lag í huga tónleikagesta sem fram- kallaði réttu stemninguna fyrir tón- leika kvöldsins. Söguhetja plötunnar er Hilmar Baldursson og fjallað er um baráttu hans við Börn Loka sem eru Mið- garðsormurinn, Fenrisúlfur og Hel. Tónleikarnir hófust á laginu „Óðinn“ og var kammerkórinn Hljómeyki virkilega flott viðbót við framúrskar- andi bakraddir drengjanna í Skálm- öld. Gunnar Ben, hljómborðsleikari Skálmaldar, hefur unnið mikið og gott verk við allar raddútsetningar og skapar hann Skálmöld ákveðna sérstöðu með þjóðlegum útsetn- ingum. Hverju lagi fylgdi inngangur þar sem sögumaður leiddi áhorf- endur inn í söguna á bak við lögin og um leið var varpað á kvikmyndatjald Háskólabíós myndefni sem studdi við söguna. Þessir tónleikar voru því miklu nær því að vera söngleikur/ kvikmynd en hefðbundnir útgáfu- tónleikar. Í laginu „Fenrisúlfur“ var ótrúlegt að heyra raddútsetningar Gunnars takast á við ómennsk öskur Baldurs Ragnarssonar gítarleikara og Björgvins Sigurðssonar söngv- ara. Þráinn Árni Baldvinsson gítar- leikari átti líka óaðfinnanlegt kvöld og ósanngjarnt væri að minnast ekki á Jón Geir Jóhannsson trommara sem barði sveitina áfram af mikilli elju. Edda Tegeder Óskarsdóttir átti sterka og mikla innkomu þegar hún steig á svið og rumdi mikinn í Bræðralög og goðsagnaverur Morgunblaðið/Eggert Hljómmikið Kammerkórinn Hljómeyki tók undir með Skálmaldarmönn- um í tveimur lögum plötunnar og úr varð magnaður hljómaseiður. laginu „Hel“. Þessi plata er stór- brotið tónlistarverk þar sem sögu- sviðið er forna Ísland, þar leika vík- ingar og aðrar kynjaverur lausum hala. Snæbjörn „Bibbi“ Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar, semur alla texta plötunnar og skapar í raun alla söguna og fyrir það er hann til- nefndur til íslensku tónlistarverð- launanna. Þegar þeir félagar höfðu spilað nýju plötuna var gert stutt hlé og því næst tóku þeir til við að spila lög af fyrstu plötunni sinni Baldri. Höfðu þeir á orði að á fyrstu útgáfu- tónleikunum þeirra hefðu þeir ekki átt nein uppklappslög og því væri bætt upp fyrir það nú. Það sýnir líklega best einhug og heilindi drengjanna í Skálmöld að strax að loknum tónleikunum stigu þeir fram í anddyri og buðu gestum að árita veggspjöld og diska. Þessir drengir eru snillingar og tek ég hatt minn ofan fyrir þeim og segi: Skemmtilegustu og metnaðar- fyllstu útgáfutónleikar sem ég hef séð á Íslandi! » Þessi plata er stór-brotið tónlistarverk þar sem sögusviðið er forna Ísland, þar leika víkingar og aðrar kynja- verur lausum hala. Heljartök Edda Tegeder Óskarsdóttir úr Angist var gestasöngkona á tónleikunum og brá sér í hlutverk Heljar í dúett með Björgvini Sigurðssyni. Kvikmyndin um nornaveiðimenn- ina Hans og Grétu, eða Hansel og Gretel eins og saklausu börnin í æv- intýrinu heita upp á ensku, skaust beint á toppinn um helgina. Enda Grimmsævintýrin og spunaverk- efni þeim tengd efniviður sem lista- menn virðast endalaust geta moðað úr. Um tvö þúsund manns sáu myndina um helgina. Rétt á hæla hennar í aðsókn um helgina kemur vestri Quentins Tarantionos, Django Unchained, en á síðustu fjórum vikum hafa nær 22 þúsund manns séð kvikmyndina sem hlaut BAFTA-verðlaun um helgina, fyrir besta frumsamda handritið auk þess sem Christoph Waltz var val- inn besti leikarinn í aukahlutverki. Bíóaðsókn helgarinnar Bíólistinn 8.-10. febrúar 2013 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Hansel and Gretel - Witch Hunters Django Unchained Parker Zero Dark Thirty The Last Stand Vesalingarnir (Les Misérables) Bullet To The Head Gangster Squad Lincoln Life of Pi Ný 1 2 Ný 3 6 Ný 4 8 10 1 4 2 1 2 3 1 3 2 9 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Myrkt ævintýri á toppinn Veiðimaður Nú eru Hans og Gréta farin að elta uppi og veiða nornir. BJÓÐUM NOKKRAR GER ÐIR AF FERMINGARBORÐUM. Fjölbreyttir réttir smáréttab orðanna okkar henta bæði í hádegi s- og kvöldveislur. Steikarhlaðborðin eru allta f vinsæl, sérstak- lega ef um kvöldveislu er a ð ræða. Bjóðum upp á tvær gerðir kaffihlað borða, en einnig er í boði að panta einstaka hluta úr þeim. t.d Kaffisnittur, fermingartertu r. Pinnahlaðborð eru þægileg og slá hvenær sem er í gegn. Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is æðisleg veislan verður Fermin gar- Góð ferm ingar- veisla lifi r lengi TapasSmáréttir Kalt borð Pinnamatur SÚPA BRAUÐ OG SMÁRÉ TTIR Hádegisveisla á milli kl 12 - 14 Verð frá kr. 2.412 TAPASVEISLA 9 RÉTTIR Síðdegisveisla 16 -19 Verð frá kr. 3.095 TERTU OG TAPASBORÐ. Miðdegisveisla 13 - 15 Verð frá kr. 3.222 STEIKARBORÐ Kvöldveisla 17 - 20 Verð frá kr. 3.095 FERMINGARKAFFIHLAÐB ORÐ Miðegisveisla 14 - 17 Verð frá kr. 2.090 LÉTTIR FORRÉTTIR OG STEIKARBORÐ Verð frá kr. 3.640 PINNAMATUR Miðdegisveisla 14-17 Verð frá kr. 2.460 KALT HLAÐBORÐ FISKRÉTTIR Verð frá kr. 4.687

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.