Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 Gengismálin hafa lengi verið eitt helsta ágreiningsefni þjóð- arinnar. Þegar gengi krónunnar lækkar rýrnar kaupmáttur heimilanna sem jafnvel kyndir undir ófriðarbáli á vinnumarkaði. Keðju- verkunin útskýrir þá sterku þörf ráðamanna að fastsetja og hand- stýra gengi krónunnar enda hefur í gegnum tíðina markmiðið alltaf verið að halda krónunni sterkari en efni standa til. En skammgóður vermir er af óraunhæfri gengisskráningu því stíflan brestur þegar gjaldeyrisforði landsins gengur til þurrðar eða út- flutningsatvinnuvegirnir byrja að hökta. Þá er gengið fellt og svo fest að nýju, gjaldeyrir er skammtaður og tollmúrarnir hækkaðir. Í þeirri viðleitni stjórnvalda að halda gengi íslensku krónunnar sterku og stöðugu hefur gengi henn- ar verið fest við gengi annarra gjald- miðla nánast samfleytt frá lokum fyrri heimsstyrjaldar. Fyrst við dönsku krónuna, svo breska pundið þar til gengi þess fór að lækka í upp- hafi seinna stríðs en þá var skipt yfir í fastgengi við Bandaríkjadal. Þegar líða fór á seinni hluta síðustu aldar var einkum miðað við körfu gjald- miðla sem endurspegluðu samsetn- ingu útflutningsviðskipta. Reglulega var gengið fellt og á köflum mikillar verðbólgu voru hand- stýrðar gengisfellingar svo tíðar að gengið virt- ist jafnvel fljóta. Það var í raun ekki fyrr en árið 2001 sem gengi myntarinnar fékk að ráðast í frjálsum við- skiptum. Og á meðan gengi krónunnar styrktist vegna vaxta- munarviðskipta er- lendra spákaupmanna og efnahagslegrar upp- sveiflu var þverpólitísk sátt um hið glænýja fyrirkomulag gengisflots. En eins og flestir muna var klárinn aftur beislaður þegar gengið fór að gefa eftir. Sama tóbakið sem allir yfir fertugu muna glöggt eftir. Höft á fjármagnsflutninga, skilaskylda gjaldeyris, skömmtun ferðamannagjaldeyris, opinberar nefndir sem ákveða hver fær gjald- eyri og þar fram eftir götunum. Mikilvægasti lærdómur gjaldeyr- issögu landsins síðustu níutíu ár er að stöðugleiki í gjaldeyrismálum og heil- brigði krónunnar mun alltaf vera lyk- ilrökstuðningur stjórnmálamanna fyrir frelsisskerðingu, skömmtun og hömlum á utanríkisverslun íbúum landsins til mikils ama. Skuggalegt er nú að horfa upp á fjölda vel meinandi sérfræðinga end- urtaka gömlu hagstjórnarmistökin og veita þeim vistarböndum og eigna- upptöku gjaldeyris sem í höftunum felast óbeinan stuðning með vanga- veltum um tæknilegar útfærslur mið- stýringar í gjaldmiðlamálum og aka- demískum spurningum á borð við hvort krónan hafi reynst vel eða illa, hvort taka eigi af henni núll, hvort vextir yrðu hærri eða lægri með ann- arri mynt, hvort krónan eigi að vera föst eða fljótandi og þar fram eftir götunum. Í grunninn byggjast slíkar vangaveltur á því að það sé stjórn- málamanna að ákveða hvort sam- landar þeirra njóti viðskiptafrelsis. Alltof margir sem láta sig þessi mik- ilvægu mál varða virðast horfa blá- kalt framhjá aðalatriði málsins sem er einfaldlega að engum er stætt á því að ráðskast með hvaða gjaldmiðil eða andlag aðrir nota í sínum viðskiptum. Erfitt er að sjá hvernig við Íslend- ingar eigum að geta brotist úr höftum og sótt okkur þann sjálfsagða rétt að eiga frjáls viðskipti í öðrum myntum án þess að stjórnvöld afsali sér ægi- valdi sínu í eitt skipti fyrir öll með því að skipta krónunni út fyrir gjaldeyri sem gjaldgengur er erlendis. Ótækt er að slíkir kostir séu slegnir hugs- unarlaust út af borðinu þó þeir kunni í fyrstu að virðast framandi þeim sem alist hafa upp við krónuna. Enginn má þó standa í þeirri trú að öll vandamál leysist við það að krón- unni verði lagt og íbúum landsins verði veitt myntfrelsi. Eftir sem áður mun á heildina litið kaupmáttur flestra landsmanna sveiflast með af- komu frekar einhæfra útflutnings- atvinnuvega. Launakjör yrðu því ef- laust að vera sveigjanlegri en nú því ekki væri lengur hægt að færa kaup- mátt nær efnahagslegum veruleika með gengisfellingum og verðbólgu t.a.m. á tímum aflabrests og harð- inda. Án íslenskrar ríkismyntar verð- ur jafnvel enn mikilvægara en áður að haga opinberum fjármálum á skikkanlegan hátt og ekki verður lengur tækt að lofa einkabönkum endalausri lánafyrirgreiðslu. Öllum þeim sem annt er um velgengni þjóð- arinnar ætti að þykja það hið besta mál. Markmiðið er myntfrelsi Eftir Lýð Þór Þorgeirsson » Aðalatriðið er ein-faldlega að engum er stætt á því að ráðsk- ast með hvaða gjald- miðil aðrir nota í sínum viðskiptum. Lýður Þór Þorgeirsson Höfundur er sjóðsstjóri. Oftar en ekki bíður fólk skiljanlega með eftirvæntingu eftir því hvað hann eða hún hafi verið skírð. Það er skiljanlegt að við séum forvitin og spennt yfir því að fá að vita nafnið á viðkom- andi barni en hinn al- gengi misskilningur er að barnið hafi verið skírt einhverju ákveðnu nafni, svo er bara hreint ekki. Þannig eru dýr ekki heldur skírð heldur gefið nafn. Sömuleiðis eru skipum og flugvélum gjarnan gefin nöfn en þau eru að sjálfsögðu ekki skírð. Okkur er gefið nafn Án þess að ég ætli að fara að ger- ast einhver leiðindavörður hvað þetta varðar stenst ég ekki mátið sökum áhuga míns á efninu að benda okkur öllum á eftirfarandi. Foreldrar gefa börnum sínum nöfn. Oft er nafnið nefnt í fyrsta skipti opinberlega við skírnarathöfn barnsins, þó er það alls ekki alltaf þannig. Presturinn spyr foreldrana gjarn- an: Hvað heitir barnið eða hvað á barnið að heita? Síðan nefnir prest- urinn nafn barnsins og segist skíra það í nafni Guðs föður, sonar og heil- ags anda. Hann segir ekki: Ég skíri þig Jón, í nafni Guðs föður o.s.frv. Heldur: Jón, ég skíri þig í nafni Guðs föður o.s.frv. Presturinn sér síðan um að skrá nafn skírnarþegans í þar til gerða kirkjubók sem er merkileg og gagn- leg söguleg heimild. Hann sér jafn- framt til þess að viðeigandi upplýs- ingum um nafn barnsins sé komið til Hagstofu Íslands til skráningar. Okkur er sem sagt gefið nafn, en skírð í nafni Guðs föð- ur, sonar og heilags anda. Með því erum við eins og gróðursett á líkama Krists. Gerumst greinar á stofni lífsins. Í skírninni tekur al- máttugur Guð okkur að sér og heitir okkur ei- lífri samfylgd og lífgjöf. Öllum þeim sem velja það að halda skírn- arsáttmálanum í gildi. Sítenging Þegar þú ómálga og ósjálfbjarga klæddur hvítum skrúða varst borinn af umhyggju og kærleika af þeim sem elska þig mest upp að brunni réttlætisins til að laugast í vatni og anda varstu tengdur við lífið. Sambandið er þráðlaust, upp- sprettan eilíf, þú ert sítengdur. Gjaldið hefur verið greitt í eitt skipti fyrir öll, af honum, sem er upp- sprettan og viðheldur straumnum, af honum, sem er lífið sjálft. Hann hefur krýnt þig náð og mis- kunn og gert þig að erfingja eilífð- arinnar. Færð í fang frelsarans Ekkert fær þig hrifið úr frelsar- ans fangi sem foreldrar þínir forðum af einskærri ást færðu þig í. Þú varst nefndur með nafni og nafnið þitt var skráð í lífsins bók með hendi frels- arans. Himnesku letri sem ekki fæst afmáð og ekkert strokleður megnar að þurrka út. Þér var heitið eilífri samfylgd í skjóli skaparans. Einhliða samningur Höfundur lífsins hefur þannig gert samning við þig. Samningurinn er að vísu einhliða og óuppsegjan- legur af hans hálfu. Hann er gjöf Guðs til þín. Mótframlag þitt er ekkert. Þú þarft bara að taka við samningnum í einlægni, af auðmýkt og með þakk- læti. Það er á þínu valdi ef þú vilt rifta samningnum, vilt ekki þiggja hann eða halda honum í gildi. Kærleiks- og friðarkveðja með ei- lífum blessunaróskum. Hvað á barnið að heita? Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Okkur er gefið nafn en við erum skírð í nafni Guðs föður, sonar og heilags anda. Gróðursett á lífsins tré, heitið eilífri samfylgd í skjóli skaparans. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og m.a. fv. framkvæmdastjóri og meðhjálpari Laugarneskirkju. DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is Tæki til vetrarþjónustu Stofnað 1957

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.