Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 18
VIÐTAL Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Félagið Iceland Geothermal klasa- samstarfið verður stofnað á föstu- daginn. Stofnaðilar eru helstu aðilar innan jarðvarmageirans, þar á með- al eru orkufyrirtækin þrjú sem leiða framleiðslu á orku hér á landi, stærstu verkfræðistofur landsins, lánastofnanir, mennta- og rannsókn- arstofnanir auk aðila sem þjónusta jarðvarmageirann á ýmsan hátt. Undirbúningsvinnan hefur tekið þrjú ár. Ísland hefur sérstöðu „Það felast mikil tækifæri fyrir Íslendinga í jarðvarmageiranum,“ segir Hákon Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Gekon sem gegnt hef- ur hlutverki klasastjóra frá upphafi, í samtali við Morgunblaðið. „Sér- staða Íslands felst í því að 2/3 af allri okkar frumorkunotkun eru jarð- varmi sem er umhverfisvænn orku- gjafi. Þessi geiri fer hratt vaxandi víða um heim, og margir telja jarð- varma vera mun æskilegri orkugjafa en kjarnorku eða kol. Ef við höldum rétt á spilunum gæti myndast hér þjónustumiðstöð fyrir þá sem hyggj- ast byggja upp og nýta jarðvarma annars staðar í heiminum. Það er mjög spennandi framtíðarsýn, þar sem við nýtum styrkleika landsins. Hér höfum við mikla þekkingu á því að nýta jarðvarma, sem getur verið góður grunnur til að sækja fram á erlendri grundu. Íslensk fyrirtæki eru nú þegar í talsverðri starfsemi og selja þar þekkingu og þjónustu sem þykir með því besta sem gerist í heiminum. Margir bera jarðvarma- geirann á Íslandi saman við það sem var í sjávarútvegi fyrir 25-30 árum en þá voru Íslendingar ekki mjög framarlega í framleiðslu á vélbúnaði og tækjum fyrir sjávarútveginn. Það er aldrei að vita nema að hér muni rísa nýtt fyrirtæki, sem verði eins konar Marel í jarðvarma.“ Klasastarfsemi þar sem fyrirtæk- in eru í lykilhlutverki hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi undan- farin ár. Segja má að samstarfið í jarðvarmanum hafi markað ákveðin tímamót hvað þá nálgun varðar. Klasasamstarf í sjávarútvegi hófst fyrir nokkrum misserum. Þá var skrifað undir samkomulag um sam- starf af þessu tagi í ferðaþjónust- unni og þar eru meðlimir orðnir allt að 80 talsins. Fleiri atvinnugreinar eru að kanna þessa leið, að sögn Há- konar. Klasar eru í raun samstarfs- vettvangur fyrir fyrirtæki, sem tengjast tiltekinni atvinnugrein. Tengingar, sem slíkur samstarfs- vettvangur kemur á, geta skipt sköpum. Þá verða t.d. gagnkvæm skoðanaskipti og miðlun reynslu oft til þess að skapa ný tækifæri. Verkefni Jarðavarmaklasans eru meðal annars að styðja við nýsköpun og kortleggja markaðinn. „Klasinn er að langmestu leyti fjármagnaður með einkafé eða 95%. Það hefur tek- ið þrjú ár að koma honum á fót en í árslok voru meðlimir orðnir 80. Þessi fjármögnun sýnir að einkaað- ilar sjá töluverðan ávinning af því að taka þátt í samstarfinu. Meðal verk- efna sjóðsins er að stuðla að nýsköp- un, efla menntun, gagnasöfnun, markaðsmál og eiga í góðum sam- skiptum við stjórnvöld. Þá er á könnu samstarfsins að gera alhliða greiningar á atvinnuveginum og möguleikum í uppbyggingu hans. Næsta skref er að stofna vettvang fyrir frumkvöðla á sviði jarðvarma og aðstoða þá við að fá fjárfesta til liðs við sig,“ segir Hákon. Houston ágætt dæmi Hann nefnir Houston í Texas sem dæmi um vel heppnað klasasam- félag. Þar hafi á sínum tíma verið blómlegur olíuiðnaður og í kjölfarið hafi myndast mikil þekking á því sviði. Með tímanum minnkaði olían og þar með olíuvinnslan, en þrátt fyrir það hélst þar áfram mikil mið- stöð fyrir tækni og þjónustu fyrir ol- íuiðnaðinn. Þannig að þrátt fyrir að auðlindin hafi skroppið saman, hafi þekkingin, sem skapaðist með hjálp klasamyndunar, enn verið til staðar og hægt hafi verið að selja hana víða. Jarðvarmaklasi stofnaður á Íslandi eftir mikla vinnu  Framkvæmdastjórinn vonast til að eins konar Marel í jarðvarma muni rísa Umhverfisvænt „Sérstaða Íslands felst í því að 2/3 af allri okkar frumorku- notkun eru jarðvarmi,“ segir Hákon Gunnarsson. Morgunblaðið/Kristinn Stór ráðstefna » Ráðstefna Iceland Geother- mal 2013 sem haldin verður í Hörpu 5.-8. mars er dæmi um afsprengi af klasasamstarfinu. » Michael Porter, prófessor við Harvard, hefur sagt að Ís- land gæti orðið Houston jarð- varmans í heiminum, að sögn Hákonar. » Jarðvarmaklasinn er að langmestu leyti fjármagnaður með einkafé 18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 STUTTAR FRÉTTIR ● Annað hrun er óumflýjanlegt fyrir Ís- land nema komi til róttækra aðgerða við afnám gjaldeyrishaftanna. Núver- andi fyrirkomulag gjaldeyrisuppboða Seðlabankans felur í raun í sér endur- lífgun vaxtamunaviðskiptanna, sem leiddu til aflandskrónuvandans. Þetta segir í frétt Bloomberg-fréttaveitunnar, en þar er rætt við Friðrik Jónsson, hag- fræðing hjá Alþjóðabankanum, um stöðu mála hérlendis. Farið er yfir sigur Íslendinga í Icesave-málinu og áhrif þess á mat Moody’s á ríkissjóð. Þá er einnig bent á hversu hægt gangi að vinna á snjóhengjunni, en eftirspurn eftir uppboðum Seðlabankans hefur verið dræm. Gagnrýnir Seðlabanka ● Hollenska smásölukeðjan Ahold hef- ur selt sænska fjárfestingarfyrirtækinu Hakon sinn hlut í skandinavísku mat- vörukeðjunni ICA. Kaupir Hakon Invest 60% hlut Ahold á um 21,2 milljarða sænskra króna, sem svarar til 425 millj- arða króna. Hakon átti fyrir 40% hlut. Í frétt dn.se kemur fram að ICA reki 2.215 verslanir, flestar í Svíþjóð en einnig í Noregi og Eystrasaltsríkjunum. Hlutabréf Hakon hækkuðu um 12% í kauphöllinni í Stokkhólmi í gær. Hakon kaupir 60% í ICA fyrir 425 milljarða króna IFS ráðgjöf mælir með því að fjár- festar haldi þeim bréfum í Össuri sem eru skráð í íslensku Kauphöllina. Aft- ur á móti er mælt með kaupum fyrir þá sem stunda viðskipti í þeirri dönsku. Össur er skráð í þessar tvær kauphallir. Gengi bréfanna við lok dags í gær var 204, samkvæmt upp- lýsingum frá Kauphöll Íslands. IFS verðmetur bréfin á 200,8 krón- ur á hlut og telur að verðið eftir níu til tólf mánuði verði 215. Verðið í danskri mynt er metið á 8,7 á hlut og mark- gengið 9,2. Rekja má mismunandi verðmat eftir gjaldmiðli til mismun- andi gengisþróunar mynta, en krónan hefur veikst að undanförnu. Upp- gjörsmynt Össurar er dollarar. Mælt er með því að íslenskir fjár- festar haldi bréfunum vegna þess að markaðurinn sem Össur er á fer vax- andi. Fyrirtækið er með erlendar tekjur og erlenda viðskiptavini. Það dreifir áhættunni fyrir íslenska fjár- festa sem eru fastir í gjaldeyrishöft- um. Morgunblaðið/ Heiddi Gjaldeyrishöft Össur er alþjóðlegt fyrirtæki og því er mælt með því að Ís- lendingar haldi bréfunum. Jón Sigurðsson er forstjóri fyrirtækisins. Fjárfestar haldi bréfum í Össuri  IFS mælir með kaupum í Danmörku                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 ,1+.- +,2.3+ ,4.1/4 ,4.,2 ,1.1,0 +45.50 +.423, +50./- +2+.50 +,-.22 ,1,.,5 +,2.-- ,4.++ ,4.445 ,1.1-3 +/1.43 +.425, +52.12 +2,.// ,4/.+2// +,5.1- ,1,.2- +,-.,3 ,4.+22 ,4./1- ,1.+// +/1.2/ +.4-4, +52.00 +2,.5, Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Hverfisgötu 52 • 101 Reykjavík • Sími 561 0075 • sjadu@sjadu.is Horni Hverfisgötu og Vatnsstígs Bara flott gleraugu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.