Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 Við bræðurnir ætlum að bjóða okkar nánasta fólki í mat íkvöld. Ég reikna svo með að hljóðfærin verði dregin fram ogEyjalögin sungin,“ segir Svanur Ingvarsson á Selfossi. Svan- ur og Þröstur tvíburabróðir hans eru fimmtugir í dag. Þeir bræður eru fæddir í Vestmannaeyjum og ólust þar upp fyrstu árin. Í eldgos- inu árið 1973 flutti fjölskylda þeirra á Selfoss og hefur búið þar síð- an. Svanur er húsasmiður að mennt. Þeir Þröstur störfuðu sjálfstætt í nokkur ár, en haustið 1989 slasaðist Svanur og hefur verið í hjóla- stól síðan. „Í kjölfar slyssins varð ég að vinna hlutina alveg upp á nýtt, en ég bjó þó alltaf að smíðinni,“ segir Svanur, sem aflaði sér kennsluréttinda og hefur sl. níu ár starfað við tréiðnadeild Fjöl- brautaskóla Suðurlands. Áður sinnti hann grunnskólakennslu. „Sem strákur var ég mikið í íþróttum, æfði frjálsar, fimleika og sund. Raunar hefur íþróttastarf alltaf verið stór hluti af daglegri til- veru minni,“ segir Svanur, sem eftir slysið varð virkur í íþrótta- starfi fatlaðra og var fulltrúi Íslendinga á tveimur ólympíumótum. „Í dag stunda ég íþróttirnar sem daglega heilsubót; fer í sund, er á kajak á sumrin og ferðast um bæinn á handknúnu þríhjóli sem við félagi minn smíðuðum endur fyrir löngu,“ segir Svanur Ingvarsson, sem er kvæntur Maríu Óladóttur og eiga þau tvö börn, Ara Steinar og Hörpu, sem fermist í vor. sbs@mbl.is Svanur Ingvarsson er fimmtugur í dag Fjölskyldan Svanur Ingvarsson á góðri stundu síðastliðið sumar með eiginkonu sinni, Maríu Óladóttur, og dótturinni Hörpu. Kom sér vel að búa að smíðinni Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Sigríður Guð- mundsdóttir frá Hurðabaki, til heimilis í Grænu- mörk 2 á Selfossi, er níræð í dag, 12. febrúar. Sig- ríður er að heim- an og eyðir deginum með fjölskyld- unni. Árnað heilla 90 ára Bryndís Flosa- dóttir verður sjö- tíu og fimm ára á morgun, 13. febr- úar. Eiginmaður hennar er Sig- tryggur Bene- dikts. Þau búa á Carl-Bødker Nilsensvej 19, Hornbæk Danmörku. Árnað heilla 75 ára Húsavík Sara Rut fæddist 23. maí kl. 23.10. Hún vó 4.285 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Ásgerður Heba Aðalsteinsdóttir og Sigþór Sig- þórsson. Nýir borgarar Hvanneyri Egill Árni fæddist 25. maí kl. 10.33. Hann vó 3.930 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Anna Sigríður Hauksdóttir og Kristján Ingi Pétursson. S igrún Arnardóttir fædd- ist í Reykjavík 12.2. 1963 og ólst þar upp til sex ára aldurs við Hrefnugötu, síðan í Garðabænum næstu sex árin og loks í Fossvoginum. Hún var í Flataskóla, Réttarholtsskóla og MS, lauk þaðan stúdentsprófi 1983, lauk embættisprófi í lækn- isfræði frá HÍ 1989, öðlaðist al- mennt lækningaleyfi 1992, var kandidat á krabbameinsdeild Landspítalans 1989, á slysadeild Borgarspítalans 1990, á Landspít- alanum, og lyflæknisdeild Borg- arspítalans, 1991 og kvennadeild Landspítalans 1991-92, aðstoð- arlæknir í sérfræðinámi í kven- sjúkdómum- og fæðingarhjálp á kvennadeild Hull Maternity Hosp- ital á Englandi 1996-97 og á kvennadeild Castle Hill Hospital 1997-2001. Er sérfræðingur í kven- sjúkdóma- og fæðingarlækningum við kvennadeild LSH frá 2002. Sigrún var flugfreyja á sumrin á árunum 1985-89, er sérfræðingur í Sigrún var ritari í stjórn Félags íslenskra fæðingar- og kven- sjúkdómalækna 2007-2011 og er meðlimur í Soroptimistaklúbbi Ár- bæjar og meðlimur í Gospelkór Sigrún Arnardóttir, kvensjúkdómalæknir í Reykjavík, 50 ára Tinna nýstúdent Frá vinstri: Tómas; Tinna; Bryndís Arna, afmælisbarnið og Níels Rafn Guðmundsson. Læknir og hestakona Móðir og systkini Talið frá vinstri: Stefanía; Kolbrún, móðir Sigrúnar; Björn; Inga, og Sigrún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.