Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 Tveir karlmenn á fertugsaldri sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna rann- sóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á smygli á þremur kílóum af amfeta- míni til landsins. Tollgæslan stöðv- aði för mannanna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna gruns um að þeir væru með fíkniefni með sér. Sú reyndist raunin því annar þeirra, sem kom til landsins í byrjun síðasta mánaðar, var með tvö kíló af amfetamíni í farangrinum. Þeim hafði hafði verið komið fyrir í þurr- mjólkurdósum. Hinn, sem kom til landsins 29. jan- úar, var með eitt kíló af amfetamíni, sem var í niðursuðudósum undan matvælum, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Mennirnir, sem báðir eru pólskir ríkisborgarar, komu frá Varsjá. Gæsluvarðhald yfir þeim rennur út næstkomandi miðvikudag og mun lögreglustjórinn á Suðurnesjum leggja fram kröfu um framlengingu. Einn var handtekinn til viðbótar vegna fyrra málsins en látinn laus að loknum yfirheyrslum. Málið er enn í rannsókn, segir lögregla. Amfetamín í dósum  Stöðvuðu tvo smyglara frá Varsjá Morgunblaðið/Júlíus Smygl Efnin komust ekki á markað. Borgin og HÍ lögðu fram fé Í frétt um „Vini Tjarnarinnar“ á bls. 20 í laugardagsblaðinu sagði að Nor- ræna húsið hefði farið í miklar fram- kvæmdir til að bæta friðlandið í Vatnsmýrinni. Í athugasemd frá Bjarna Brynj- ólfssyni, upplýsingastjóra Reykja- víkurborgar, segir að þetta sé ekki alls kostar rétt. „Hið rétta er að Reykjavíkurborg, Háskóli Íslands og Norræna húsið gerðu með sér samstarfssamning um að bæta frið- land fugla og endurheimta votlendi í Vatnsmýri. Reykjavíkurborg fram- kvæmdi síðan það sem ákveðið var í samstarfinu. Norræna húsið lagði minnst til þeirra framkvæmda eða sex milljónir en hinir aðilarnir, Reykjavíkurborg og HÍ, tíu milljónir hvor. Lauk framkvæmdum við þess- ar endurbætur að mestu í vor. Í sumar var einnig ráðinn starfs- kraftur á vegum borgarinnar sem hélt Tjörninni hreinni og hlúði að umhverfi fugla og unga,“ segir í at- hugasemd Bjarna Brynjólfssonar. LEIÐRÉTT Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri Full búð að nýjum vörum Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is Úrval - gæði - þjónusta Allt fyrir gluggana á einum stað Mælum, sérsmíðum og setjum upp Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is NÝTT-NÝTT Bolir á kr. 5.900 Fleiri munstur og litir stærði r 40-58 Bláu húsin v/Faxafen Suðurlandsbraut 50 - Sími 553 7355 www.selena.is Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard. Vertu vinur á Facebook Útsölulok 16. febrúar Undirföt • Sundföt Náttföt • Sloppar www.birkiaska.is Birkilauf- Betulic Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). RISAÚTSALA Laugavegi 63 • S: 551 4422 VETRARYFIRHAFNIR ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR 50-70% afsláttur www.laxdal.is DÚNÚLPUR - DÚNKÁPUR - ULLARKÁPUR - MOKKAJAKKAR NÚ ER TÆKIFÆRIÐ AÐ EIGNAST VANDAÐA MERKJAVÖRU mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.