Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 Elsku amma. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Bestu kveðjur og þakklæti fyrir allt. Þinn dóttursonur, Anton Ívar. Imba svilkona mín er farin yfir móðuna miklu langt fyrir aldur fram aðeins 64 ára gömul. Hún varð bráðkvödd að heimili sínu 29. janúar sl. Það fara margar góðar minn- ingar um hugann þegar maður hugsar til baka. Ég var svo lánsamur að kynnast Imbu frá Brekku fyrir margt löngu. Þarna var á ferð- inni kona sem gerði hlutina ekki að vandamálum og vann heimilisstörfin og önnur störf af mikilli kostgæfni án þess að telja hlutina eftir sér þó mikið væri að gera á stóru heimili og hafði aldrei nein orð um það þó hún væri vafalaust oft mjög þreytt eftir erfiði dagsins, það bar hún í hljóði. Hún tók hlutunum af miklu æðruleysi og var skemmtilegur húmoristi ef svo bar undir og það var stutt í hláturinn hjá henni. Imba var ein af þeim mann- eskjum sem var ekki mulið und- ir í gegnum lífið og þurfti að hafa fyrir hlutunum með sinni eljusemi og natni sem börnin hennar, barnabörn og aðrir samferðamenn hafa notið í rík- um mæli með nærveru hennar, því þó oft hafi verið þröngt á heimilinu hjá henni þá munaði Imbu aldrei um að bæta við gestum ef svo bar undir, henni fannst það bara sjálfgefinn hlutur og var alltaf reiðubúin að hjálpa öðrum sem á þurftu að halda. Já, ég held ég geti sagt það með sanni að ef allir væru eins og Imba var þá væri heimurinn betri. Það sitja örugglega margar góðar minningar um þessa góðu konu hjá samferðafólki hennar í gegnum lífið. Ég kveð þig, Imba mín, með hlýjum og góðum minningum Ingibjörg Guðlaug Hallgrímsdóttir ✝ Ingibjörg Guð-laug Hall- grímsdóttir fæddist 7. maí 1948 á Klukkufelli í Reyk- hólasveit. Hún and- aðist á heimili sínu á Ísafirði hinn 29. janúar 2013. Ingibjörg var jarðsungin frá Ísa- fjarðarkirkju 9. febrúar 2013. og votta börnun- um þínum, barna- börnum og öðrum aðstandendum mína dýpstu sam- úð. Guð blessi ykk- ur öll. Friðrik Jóhannsson. Ég er með sorg í hjarta þegar ég sest niður og skrifa nokkur minningarorð um hana Imbu mágkonu mína til margra ára og vinkonu, það var mikið áfall þegar hún svo skyndilega féll frá þriðjudag- inn 29. janúar, kona sem var í meira en fullri vinnu og hafði ekki talað um að neitt væri að hjá sér, en hún var líka ein af þeim sem aldrei kvörtuðu yfir neinu hvort sem það voru veik- indi eða annað. Imba kom inn í líf mitt 1967 er hún hóf sambúð með bróður mínum, Karli Kristjánssyni, þá er ég aðeins 12 ára og fljótt sá ég hvað þetta var góð manneskja, þau voru fyrst um sinn hjá okkur foreldrum mínum heima á Ár- múla í Ísafjarðardjúpi með sitt fyrsta barn en fluttust svo til Reykjavíkur þar sem þau stofnuðu sitt heimili og fjöl- skyldan stækkaði smátt og smátt og saman eignuðust þau sjö börn. Það var gott að hafa þau í Reykjavík veturinn sem ég fór að vinna þar, því til þeirra kom ég oft í viku. Árið 1976 fluttust þau svo hingað til Ísafjarðar og er Imba búin að eiga hér heima síðan og mikill samgangur hefur verið alla tíð á milli okkar heimila og við mjög góðar vinkonur, oft hitt- umst við og prjónuðum saman, fórum saman í göngutúra og fleira og fleira, sunnudaginn áður en hún kvaddi vorum við að tala um að fara eitthvað saman í sumar en hún verður örugglega með mér í huganum. Imba var þeim hæfileikum gædd að vera hagsýn á allan hátt, fór vel með enda heimilið stórt og passa þurfti vel upp á að allt gengi upp. Þó að Imba væri frekar róg- leg persóna var svo stutt í hlát- urinn og léttleikann og hafði hún yndi af þegar strákarnir okkar voru að rifja upp einhver prakkarastrik síðan þeir voru yngri, þá var mikið hlegið. Það verða mikil viðbrigði að geta ekki skroppið í kaffi í Pollgötuna en mestu viðbrigðin verða nú hjá börnum hennar og fjölskyldum þeirra því þar var oft mannmargt um helgar þegar allir voru í fríi, hún lifði fyrir börnin sín og barnabörnin og ósjaldan þegar ég leit inn var hún að spila við eitt af ömmugullunum sínum. Hennar verður sárt saknað en ég er svo örugg um að það verður vel tekið á móti þessari elsku í himnaríki. Ég bið að lokum góðan Guð að styrkja alla þá sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls hennar. Sigurrós Sigurðardóttir. ✝ Fjóla Eleseus-dóttir fæddist 26. júní 1926 að Ósi í Mosdal, Arn- arfirði. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli í Reykjavík 1. febr- úar 2013. Foreldrar henn- ar voru Sigurósk Sigurðardóttir, f. 4. desember 1900, d. 29. mars 1964 og Eleseus Jóns- son, f. 1. júlí 1902, d. 8. júní 1976. Hálfbræður Fjólu: Aðalsteinn Grétar Guðmundsson, f. 14. júlí 1936, d. 1. maí 2005 og Jón Kr. Ólafsson, f. 22. ágúst 1940. Fjóla ólst upp og starfaði á Bíldudal þar sem hún var búsett þar til um 1972 er hún fluttist til Reykjavíkur. Fyrri maður hennar var Sigurjón Ólafsson, f. 22. janúar 1926, d. 8. janúar 2011, en seinni maður Baldur Ásgeirsson, f. 6. júlí 1929. Dóttir: Svala Sig- urjónsdóttir, f. 4. september 1945. Maður hennar er Gunnar Guðnason, f. 2. maí 1945. Börn þeirra: Fjóla Ósk Gunnarsdóttir, f. 5. febrúar 1968 og Guðni Gunnarsson, f. 30. júlí 1968. Útför Fjólu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 12. febrúar 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Að leiðarlokum vil ég minnast systur minnar, þakka henni alla umhyggju frá því maður var smábarn. Hún var merk alþýðu- kona sem vann öll sín verk af mikilli prýði svo sómi var að. Ég kveð hana hinstu kveðju með línum úr ljóði Sigfúsar Elíasson- ar, Minni Bíldudals. Himnesku klettar, þér háu fjöll, hlýðið á boðskap þess nýja dags! Um bláskyggðan vog, um blómavöll, frá birtu morguns til sólarlags andi Guðs boðar frá eilífðarheimi: Enginn fortíðarvinum gleymi. Við Bíldudal mörg verður minningin bundin, hér mótuðust hugirnir – glömpuðu sundin. Og hér voru þjóðfrægu afrekin unnin. Í úthafið sótt voru björgin í grunninn. Hér ilmuðu rósirnar – ungmeyjar hreinar, í æskunni mættu þeim hugprúðir sveinar. Frá óskráðum sögum mun eilífðin greina. Hún, ástin, vill dýrustu perlunni leyna. Jón Kr. Ólafsson, söngvari, Bíldudal. Í hjartanu áttu lífsins ljós sem lýsir þér gegnum vegferð stranga. Þú lætur þér fátt um heimsins hrós, frá hásæti Guðs þér trúar rós og eilífðar blómin anga. (Guðrún Jóhannesdóttir.) Að eignast trausta og góða vini er mikil gæfa og forréttindi sem seint verða fullþökkuð. Fjóla skipaði stóran sess hjá fjölskyldu okkar. Það var gott að koma á heimili hennar og Baldurs, eiginmanns hennar, hvort sem það var að Heima- kletti á Bíldudal, eða í Vestur- bergið eða Laugalæk í Reykja- vík. Nú þegar hún er farin er ekki laust við að minningar streymi fram í hugann. Ég minnist til dæmis þeirra stunda þegar ég kom vestur á Bíldudal í heim- sókn til tengdaforeldra minna, sem bjuggu í næsta húsi við hana. Frá fyrstu stundu tók hún á móti mér af heilindum og hjartahlýju, og vinátta hennar var fölskvalaus. Heimili hennar og þeirra hjóna var einstaklega notalegt og alltaf fengum við góðar móttökur þegar við kom- um þangað. Við þökkum henni og þeim hjónum fyrir margar góðar samverustundir með okk- ur í Hreiðrinu, sumarbústaðnum okkar, þar sem Baldur lagði gjarnan hönd á plóginn, alltaf boðinn og búinn að aðstoða. Eins voru þau tíðir gestir hjá okkur á heimili okkar, og minn- umst við margra góðra stunda yfir kaffibolla, og jafnvel með kökubita, þar sem margt var reifað og skemmtilegar sögur látnar flakka. Nú á seinni árum tóku veik- indi að herja á Fjólu, ýmsir kvillar tóku að hrjá hana og hún var orðin nokkuð veik þegar hún fór á Skjól. En þar fékk hún góða umönnun, og ennfremur naut hún mikillar umhyggju dóttur sinna og fjölskyldu, eins og reyndar alla tíð. Vert er að minnast á hlut Baldurs, eigin- manns hennar, en hann sýndi henni ávallt hlýhug og ástúð, og stóð styrkur henni við hlið alla tíð og sérstaklega undir lokin. Með þakklæti fyrir gengnar stundir biðjum við Fjólu Guðs blessunar í nýjum heimkynnum og biðjum Guð að styrkja Bald- ur, Svölu og fjölskyldur þeirra í sorginni. Steinunn og Gunnlaugur Fjólar. Fjóla Eleseusdóttir Eitt af því fyrsta sem ég hugsaði þeg- ar ég heyrði af alltof snemmbæru andláti tengdaföður míns var: Þórir varð aldrei gamall maður. Jú vissulega var hann orð- inn sjötíu ára, en hann var ekki gamall maður. Virkari einstakling er varla hægt að hugsa sér. Jóla- gjöfin í ár var nýi Tottenham-bún- ingurinn. Barnabörnin voru orðin þreytt í boltaleikjum við hann löngu á undan honum. Ef hund þurfti að viðra, ost að kaupa, eða bréf að póstleggja, þá var Þórir alltaf risinn á fætur og rokinn af stað. Þetta var Þórir tengdafaðir minn, og afi strákanna minna. En hann ræktaði ekki bara eig- in líkama heldur dró aðra með sér í leiðinni í göngutúra og hjólaferð- ir. Ég man vel eftir því þegar hann húðskammaði okkur hjónin fyrir að hafa ekki kennt strákunum okkar faðirvorið, og þá sérstak- lega þeim eldri sem ímyndar sér að allskyns óværur bíði eftir hon- um í dimmum herbergjum. Þórir tengdafaðir hafði sterkar skoðanir á mörgum hlutum, frá pólitík til þess sem var borið á matarborðið, og lá sjaldnast á þeim. Hann var hreinn og beinn, opinn og hrein- skilinn, og gott að spjalla við hann um alla heima og geima og fá óinn- pakkað álit manns sem hefur reynt ýmislegt um ævina. Þórir skilur mikið eftir sig: Börn, barnabörn og maka til margra áratuga, hana yndislegu tengdamóður mína. Hann gaf mikið af sér, miklu meira en hann fékk í staðinn. Það fannst honum sennilega líka bara allt í lagi. Þórir tengdafaðir var bæði nægjusamur og gjafmildur. Hann var gott for- dæmi og ég tók mikið mark á leið- beiningum hans. Ég mun sakna Þóris mikið og er þakklátur fyrir þau ár sem ég fékk að þekkja hann í. Hvíl í friði, Þórir, og megi arf- leifð þín lifa að eilífu í okkur sem Valsteinn Þórir Björnsson ✝ Valsteinn Þór-ir Björnsson fæddist á Mjóeyri við Eskifjörð 30. júní 1941. Hann lést 1. febrúar 2013. Útförin fór fram 9. febrúar 2013. þú skilur eftir þig í söknuði. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Geir Ágústsson. Afi var mjög góður og líka mjög skemmtilegur. Hann var með mikla orku alltaf, alveg sama hvort hann var með hlaup- asting eða gamall. Hann var alltaf mjög skemmtilegur og lék mikið við börn. Það var skemmtilegt að hafa afa. Hann er örugglega hjá ömmu núna að hugsa um hana og knúsa hana. Ég ætla fara á Eskifjörð og finna fjögurra blaða smára og óska mér að afi lifni við aftur. Hann var besti afi sem nokkur strákur gat hugsað sér. Þinn afastrákur, Rökkvi Þór. Það var snöggt höggið þegar Þórir mágur minn lést öllum að óvörum í síðustu viku. Hann og Krilla voru komin suður til að fagna með Böðvari syni sínum áfanga í menntun og störfum hans. En Þórir lifði ekki þá gleðistund því hann lést í svefni nóttina áður. Á fyrri hluta síðustu aldar þótti ekkert mikið þótt hjón eignuðust sjö börn eins og þau Stína og Bjössi í Ekru áttu. Hópurinn var ekki alinn upp við mikinn verald- legan auð, en hlaut heiðarleika og dugnað í vöggugjöf og það er ekki lítils virði. Allir urðu snemma að byrja að vinna fyrir sér og þá lá beinast við hjá ungum mönnum í sjávarplássum að fara til sjós. Þetta var leiðin sem Þórir fór og hún lá í Stýrimannaskólann þar sem hann náði sér í skipstjórnar- réttindi. Snemma var honum falin skipstjórn á glæsilegu skipi, Seley SU 10. Seinna réðst hann í útgerð ásamt öðrum og var skipstjóri á eigin bátum. Þegar því lauk var blómatími smábátaútgerðar að byrja og réðst Þórir í að kaupa sér Sómabát í fyrstu. Dugnaður hans kom vel í ljós á þessum árum, hann beitti línuna í landi og reri sjálfur einn á bátnum. Þetta hefur sjálf- sagt verið harðsótt líf þótt aldrei væri hægt að heyra það á Þóri. Hann breytti síðan aftur til og endaði sjómannsferil sinn um borð í Jóni Kjartanssyni. Í einkalífinu var Þórir einnig gæfumaður. Ungur kvæntist hann Kristbjörgu Böðvarsdóttur sem sér nú á eftir lífsförunaut sínum í hálfa öld. Þórir og Krilla eignuð- ust fjögur börn sem hafa erft dugnað foreldranna. Þórir var mikill fjölskyldumaður, það var gaman að fylgjast með hversu annt honum var um Krillu og af- komendurna og þá ekki síst eftir að hann kom í land. Kynni okkar Þóris hófust fyrir rúmum fjörutíu árum þegar ég kom inn í fjölskyld- una með Olgu systur hans. Þau voru yngst í systkinahópnum og mjög náin. Meðan við bjuggum fyrir austan passaði hann vel upp á að systir hans fengi fisk í soðið þegar hann var að róa. Síðasta ár hefur verið systkina- hópnum úr Ekru og fjölskyldum þeirra erfiður. Á rúmlega hálfu ári hafa þrjú þeirra látist, Vigdís og Guðgeir í sumar og Þórir nú, áður voru Hólmgeir og Ásmundur látn- ir. Eftir af hópnum eru þær Birna og Olga, þær sjá nú á eftir kærum bróður. Fyrir rúmri viku var hann í fullu fjöri og engum gat dottið í hug annað en hann ætti mörg ár eftir en svona er lífið, enginn veit hvenær kallið kemur. Missir þinn, Krilla mín, barna ykkar, tengdabarna og barna- barna er mikill og vottum við Olga ykkur öllum dýpstu samúð. Bestu þakkir fyrir samfylgdina, far þú í friði mágur kær. Jón Ingi Einarsson. Ég man fyrst eftir Þóri Björns- syni veturinn 1960 þegar ég er 8 ára gamall. Foreldrar mínir höfðu boðið gestum heim eftir dansleik. Svo vildi það til að ég vaknaði um nóttina og fór því í eldhúsið að finna mér eitthvað að borða. Þá var þar maður sem tók mér vel og spurði hvort hann gæti hjálpað mér. Ég sagði honum að ég væri svangur. Skipti engum togum að gesturinn tók til höndunum og smurði mér brauðsneið með rúllu- pylsu. Gesturinn barngóði var Þórir Björnsson. Rúllupylsubrauðsneið- in hafði þau áhrif að alla tíð síðan hefur mér þótt vænt um Þóri. Fréttin af andláti hans varð mér því mikill harmur. Seinna átti ég því láni að fagna að vera hjá honum í skipsrúmi, í þrjú sumur, á Seley SU 10 þar sem hann var skipstjóri. Fyrir það umburðarlyndi sem Þórir sýndi mér á þeim árum fæ ég honum aldrei að fullu þakkað. Þórir sýndi það strax að hann var fiskimaður góður enda óhemju áhugasamur. Í Norðursjónum fiskuðum við alltaf ágætlega og mun betur en búnaðurinn á skip- inu bauð upp á. Þá velgengni þakka ég Þóri og skapgerð hans sem var blanda af kappsemi og góðum húmor. Hann hafði alltaf lag á því að halda mannskapnum ánægðum. Þóri var annt um að við gengj- um vel um bátinn og honum var meinilla við þegar við skildum eft- ir peysur eða aðrar flíkur á bekkj- um í borðsalnum eða annars stað- ar á glámbekk. En hann var líka hrekkjóttur. Því fékk ég stundum að kynnast. Ég tróð gjarnan peysunni minni á bak við handrið á stigan- um upp í brú þegar ég kom í borð- salinn áður en ég mætti á vaktina. Þegar karlinn kom út úr klefa sín- um tók hann alltaf í handriðið og sveiflaði sér upp í stigan. Því fór það aðeins í pirrurnar á honum þegar hann greip í peysuna í stað handriðsins. Einn daginn þegar ég er að mæta á vaktina og ætlaði að grípa peysuna var hún föst. Við nánari athugun kom í ljós að það var búið að reyra hana fasta við handriðið með netagarni. Það tók mig dágóðan tíma að losa peysuna því karlinn hafði sett garnið í gegnum ermarnar á peysunni svo næstum var útilokað skera án þess að eyðileggja peysuna eða skemma handriðið. Í brúnni á Seley höfðum við segulband og gátum því hlustað á góða tónlist á stímunum. Það voru að sjálfsögðu popplög og gæða- rokk sem við tókum með okkur á vaktina. Það brást hins vegar aldrei á skipstjóravaktinni, 6-12, var Jimmi Hendrix skipt út fyrir James Last sem Þórir hafði mikl- ar mætur á. Og það kom fyrir, þegar við vorum á landstímum með fullan bát, að karlinn steig nokkur dansspor í brúnni við und- irleik Þjóðverjans. Það var enginn ísbjarnarpolki sem skipstjórinn dansaði því hann var dansmaður góður. Sem tán- ingur á Eskifirði sá maður Þóri stundum dansa við systur sína. Ég er ekki vissu um að þeir dans- kennarar sem við fengum stund- um til fjarðarins fagra hefðu gert betur en Þórir og Olga. Minningin um Þóri er ljúf. Krillu og fjölskyldunni sendi ég mínar dýpstu samúðaróskir. Guðni Þ. Ölversson. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.