Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 22
FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is H rossakjötshneyksli skekur nú matvæla- iðnaðinn í mörgum Evrópulöndum og vindur stöðugt upp á sig. Ljóst er að stór hluti nautakjöts í frystum hamborgurum og lasagna er í reynd rúmenskt hrossakjöt, marg- falt ódýrara hráefni. Einnig getur það innihaldið leifar af gigtarlyfi, bute, sem er varasamt fólki. Umrætt lyf er nú bannað hér á landi sé um að ræða hesta til manneldis en á næst- unni verður kannað hvort það grein- ist samt í íslensku kjöti, að sögn Sig- urðar Arnar Hanssonar, forstöðumanns hjá Matvælastofnun. En eru stunduð svipuð vörusvik hérlendis? Eftirlit með matvælum er á hendi nokkurra stofnana og þá er fyrst og fremst um að ræða eftirlit vegna sjúkdóma eða ofnæmisvalda. Erlendir aðilar hafa samband við Matvælastofnun (Mast) þegar upp koma mál eins og hrossakjötssvikin. Mast gerði heilbrigðiseftirliti í sveit- arfélögunum viðvart og þau höfðu samráð við fyrirtækin sem dreifa vör- unni hér. Matís er svo enn einn að- ilinn, opinbert hlutafélag sem sinnir þjónustu- og nýsköpunarstarfi í mat- vælaiðnaði og ræður yfir rann- sóknastofum en sinnir ekki sjálfu eft- irlitinu. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, segir ljóst að hvers kyns svindl með merkingar á kjöti og fiski hafi aukist í kreppunni. Þannig hafi DNA- rannsóknir í Bandaríkjunum sýnt að allt að 90% af sumum fisktegundum þar séu seld undir heiti mun dýrari tegundar en í reynd sé um að ræða. Mikið hagsmunamál sé fyrir Íslend- inga að reynt sé að uppræta slík svik, rétt eins og evrópska kjötsvindlið. Reglubundið eftirlit Sláturhúsum hefur fækkað á Ís- landi, þau eru nú níu. Kjötvinnslufyr- irtækin, sem eru mun fleiri, eru stundum í eigu sláturleyfishafa en strangt eftirlit er með starfsemi þeirra. Dýralæknar Mast eru ávallt viðstaddir og annast eftirlit þegar slátrað er. Stefán Vilhjálmsson, svið- stjóri hjá Mast, er yfir kjötmati. „Meginreglan núna er að Matvæla- stofnun er með eftirlit með slátur- húsum og mjólkurbúum og afurða- stöðvum,“ segir Stefán. „Ef menn standa sig vel í kjötvinnslu og athuga- semdir eru sjaldgæfar er þeim umb- unað með því að eftirlitsheimsóknir eru strjálli en hjá öðrum. Þessar heimsóknir eru alveg frá einni á ári upp í nokkrar. Þær eru yfirleitt ekki boðaðar fyrirfram þótt sumar geti verið það eftir því hvað á að skoða. Stundum er verið að fara yfir innra eftirlit hjá fyrirtækjunum en aðal- tilgangurinn er að fylgjast með holl- ustu vörunnar.“ Um 900 bú á Íslandi framleiða nautgripakjöt í einhverjum mæli. All- ir hafa heyrt sögur um að notað sé kýrkjöt í nautasteikur og hamborg- ara og ljóst að fáir greina mun. En fyrir fáeinum árum létu Lands- samband kúabænda og Neytenda- samtökin kanna með stikkprufum hvort blandað væri kjöti af öðrum dýrategundum, t.d. hrossum, í nauta- hakk. Svo reyndist ekki vera. Í reglugerð nr. 331 frá 2005 um flokkun, merkingu og samsetningu kjötvara er tekið fram hvaða skil- yrðum varan þurfi að fullnægja til að standa undir nafni. Þannig má ein- göngu nota orðið nautakjöt um ung- neytakjöt. Og aðeins má nota 100% nautgripahakk í hamborgara. En að sjálfsögðu er hægt að fara í kringum það ákvæði eins og fleiri með því að kalla vöruna ekki hamborgara heldur eitthvað annað, t.d. borgara, góðborg- ara eða Siggaborgara! Smugur leyn- ast víða. Ódýrt kjöt og fiskur undir fölsku flaggi Morgunblaðið/Ómar Lögboðið Samkvæmt reglugerð er aðeins leyfilegt að nota orðið nautakjöt um kjöt af nautgrip undir 30 mánaða aldri en ekki kjöt af gamalli kú. 22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hver erstærstieinstaki þáttur þess að ríkisstjórnin, sem fékk óskabyrjun, glutraði svo herfilega niður vinsældum sín- um, svo stuðningi og loks al- mennu trausti? Þannig er spurt vegna þess að vísa má til svo fjölmargra mistaka af hennar hálfu að furðu vekur að þau skuli öll rúmast innan eins og sama kjörtímabils. Þekkt er að annar stjórnar- flokkurinn,VG, fór mjög illa á ESB-málatilbúnaðinum. Hann skaut sig ekki aðeins í fótinn, eins og sagt er. Hann hitti sig beinlínis í hjartastað. Það var ekkert slysaskot. Brotaviljinn gegn pólitískri sannfæringu, heitstrengingu og helsta bar- áttumáli var eindreginn og ófalinn. Flokkurinn tók því fljótt að haltra, svo að hrekja frá sér forystumenn og loks gafst drýgsti hluti fylgisins upp og fór líka. Meira að segja hinn stjórn- málaflokkurinn, sá sem hefur ESB eitt í sínum hjartastað, skaddaðist á því að byggja um- sókn á svo alvarlegum svikum samstarfsflokksins. En svo bættist við hjá báðum að smám saman kom í ljós að svikin voru ekki aðeins tengd aðdrag- andanum heldur málsmeðferð- inni allri. Í ljós kom að það átti aldrei að kanna neina aðildar- kosti eins og sagt var. Frá fyrsta degi hófst aðild að ESB í mörgum smáum skrefum, án þess að þjóðin hefði nokkurs verið spurð. Áætlunin sem gerð var fyrir kosningar gekk út á að fyrir þær næstu yrði búið að breyta öllum leikreglum lýðveldisins Íslands svo að þjóðin væri í raun að því leyti þegar gengin í ESB. Þá fyrst yrði þjóðin spurð, eins og af hreinum formsástæðum, og treyst á að þá teldu nægjanlega margir svo langt gengið að ekki yrði aftur snúið. Þetta mál er auðvitað fram- arlega á listanum sem kemur til álita sem svar við upphafs- spurningunni. Síðan er atlagan að stjórn- arskránni. Skrípaleikur, óskiljanlegur öllum sem þekkja eitthvað til, sem kostað hefur vel á annan milljarð króna. Einu almennu kosning- arnar sem ógiltar hafa verið á Íslandi voru eitt af upphafs- atriðunum í þeim leik. Ríkis- stjórnin ákvað að hunsa nið- urstöðu sjálfs Hæstaréttar landsins. Það atriði stjórnar- skrárfarsans, eitt og sér, er einnig heitt sem svar við spurningunni. Ríkisstjórnin kenndi sig við norræna velferð og lofaði há- stöfum að hún skyldi gera at- lögu að skulda- hengju lands- manna. Hún kallaði það sjálf „skjaldborgina“. Hún er hætt að þora að taka það orð sér í munn. Nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar reyndist sem ráðherra með eindæmum klaufskur og til- burðir hans í þessum mála- flokki enduðu með ósköpum. Það auðveldaði Jóhönnu að selja hann Steingrími J. á jöfnu fyrir Jón Bjarnason. Það eina sem einhverju hefur skipt í þessum efnum er gengislána- dómur Hæstaréttar, þar sem viðskiptabankarnir, sem lutu þá beinu eða óbeinu forræði stjórnarherranna, voru í vörn- inni. Þeir töpuðu. Þegar ríkis- stjórnin reynir að nefna háar tölur til sögunnar til þess að láta eins og hún hafi snert eitt- hvað á „skjaldborgarlof- orðum“ sýnir skoðun jafnan að lunginn úr þeim felst í dómi Hæstaréttar! Auðvitað eru Icesave- samningarnir þrír og þjóðar- atkvæðagreiðslurnar tvær öfl- ugir kandidatar sem svar við spurningunni. Það mál og þau ósköp öll eru orðin svo þekkt að óþarft er að rekja. Gjöf Jó- hönnu og Steingríms á tveimur bönkum til villtustu vogunar- sjóða, í fullkomnu heimildar- leysi, hlýtur einnig að koma mjög til álita. Landsdómsfarsinn, sem stjórnarmeirihlutinn fór frá með öngulinn í rassinum, gerir það líka. Síendurteknar árásir á einn helsta atvinnuveg þjóð- arinnar, sem haldið hafa hon- um í uppnámi allt kjör- tímabilið og hægt mjög á allri fjárfestingu, eru ólánsefni sem uppfyllir skilyrði spurningar- innar. Fáránlegt frumhlaup vel- ferðarráðherrans, sem gert var með samþykki forsætis- ráðherrans sem er langt komið með að setja alla kjarasamn- inga landsins í uppnám, er einnig álitlegur kostur. Og eru enn mörg líkleg svör ónefnd. Megi menn aðeins velja stakt svar er niðurstaðan sennilega þessi: Ríkisstjórn landsins, sem þóttist bær til þess að draga alla aðra menn til ábyrgðar í upphafi ferils síns og hafði í sífelldum heit- ingum, hefur sjálf aldrei axlað ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut. Og hafa þó aldrei áður verið jafn ríkar ástæður til og á þessu kjörtímabili. Ef horft er til annarra lýðræðisríkja blasa við fjölmörg tilvik þar sem ríkisstjórn hefði sagt af sér þegar í stað eftir annað eins afhroð. Siðblinda og ábyrgðarleysi hefur framar öðru orðið til þess að allt traust til hennar hefur horfið. Ólánsferillinn er ótrúlegur}Ónæm fyrir ábyrgð G oogle er himnasending. Það mátti heyra á viðmælanda í útvarps- viðtali, sem ég kom inn í mitt þar sem ég sat í bíl í miðri Ártúns- brekkunni. Ég komst aldrei að því við hvern var verið að tala, en dásemdir Google fóru ekki á milli mála – fyrirtækisins, sem skaffaði okkur hina alvísu leitarvél, sem þekkir okkur betur en við þekkjum okkur sjálf. Ef við höfum einhvern tímann slegið inn Ítalíu lætur Google okkur vita af tilboðum um ferðir þangað, ef við höfum leitað upplýsinga um knattspyrnuliðið Sampdoria lætur Google okkur vita hvenær næsti heimaleikur fer fram og hnýsni um Botticelli gefur Google þá hug- mynd að segja okkur hvenær Uffizi-safnið sé opið svo við getum séð Fæðingu Venusar með eigin aug- um án þess að standa í biðröð. Google þjónar ekki þeim til- gangi að víkka sjóndeildarhring okkar, heldur þrengja hann. Hinn fullkomni heimur, í boði Google. Ef ríki hegðaði sér svona færi allt á annan endann. „Markmið Google er að skipuleggja upplýsingar heims- ins og gera þær öllum aðgengilegar og nýtilegar,“ segir stórum stöfum á heimasíðu fyrirtækisins. Það er ekki lítið. Fyrirtækið virðist reyndar ekki eingöngu starfa af hug- sjón. Í Bandaríkjunum var nýlega hætt rannsókn á því hvort Google misnotaði markaðsaðstöðu sína með þeim rökum að hátterni fyrirtækisins hefði ekki bitnað á neyt- endum. Gagnrýnendur þessarar ákvörðunar bentu á að aðferðir Google hefðu bitnað á öðrum fyrir- tækjum – keppinautum Google. Evrópusambandið sagði að þessi ákvörðun myndi engin áhrif hafa á rannsókn þess á því hvort Google hefði misnotað aðstöðu sína. Ýmis dæmi eru um að fyrirtæki hafi hrunið niður leitarlistann hjá Google án sýnilegrar ástæðu. Iðulega eru þessi fyrirtæki í beinni samkeppni við Google – eða vilja einfaldlega ekki auglýsa hjá fyrirtækinu. Leitarforsendur Google taka stöðugum breytingum og þar virðist gagnsæið lítið. Neytendur eru hins veg- ar gagnsæir, skoða yfirleitt fyrstu leitarsíð- una, sem kemur upp, og nenna ekki að fletta lengra. Það getur því skipt sköpum fyrir fyrir- tæki að vera framarlega í leitinni. Vald Google skiptir hins vegar ekki aðeins máli í við- skiptalífinu. Það snertir einnig þekkinguna – „upplýsingar heimsins“ – sem fyrirtækið hefur tekið að sér að skipu- leggja fyrir okkur. Upplýsingarnar, sem við fáum hjá Google, eru nefni- lega ansi tilviljanakenndar. Þar ræður dýptin ekki ferð, heldur nýjabrum, og allt eins líklegt að fúsk verði á vegi okkar fremur en fagmennska. Þessi áhersla á tímaröð, það nýjasta, kveikir ekki aðeins þá tilfinningu að gamalt efni sé úrelt. Eldra efni lendir einfaldlega neðst í haugn- um, gleymt og grafið. Google færir okkur upplýsingar um það sem við vissum fyrir og vitnar helst í síðasta ræðumann. Þetta er atlaga Google að þekkingunni. kbl@mbl.is Karl Blöndal Pistill Atlaga Google að þekkingunni STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun í samráði við innflytjendur láta innkalla og farga undir eft- irliti frystu lasagna og ham- borgurum frá Findus í íslensk- um verslunum en telur ekki þörf á auknu eftirliti vegna þessa máls. Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits, segir Íslendinga njóta góðs af RASFF, samstarfskerfi Evrópska efnahagssvæðisins. Þegar ein- hvers staðar greinist varasöm matvara séu umsvifalaust send skilaboð til annarra aðildarríkja sem geti þá gripið til aðgerða. Viðvörunar- bjalla hringir SAMRÁÐ Í EES-RÍKJUM Herramannsmatur Mörgum þykir folaldakjöt síst verra en nautakjöt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.