Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Benedikt XVI. páfi tilkynnti í gær að hann hygðist segja af sér í lok mán- aðarins og kvaðst vera orðinn of gamall til að geta sinnt skyldum páfa. Benedikt er á 86. aldursári og fyrsti páfinn í nær 600 ár til að segja af sér. Hann hefur gegnt embættinu í tæp átta ár. Talsmaður Páfagarðs sagði að ákvörðun páfa hefði komið nánum samstarfsmönnum hans á óvart. Páfi kvaðst ætla að segja af sér klukkan 19 að staðartíma (kl. 20 að íslensk- um) 28. febrúar. „Ég er þess fullviss að vegna hás aldurs hef ég ekki leng- ur þann styrk sem þarf til að sinna störfum páfa með fullnægjandi hætti,“ sagði páfi. Talsmaður Páfagarðs, Federico Lombardi, sagði að kardinálar, sem kjósa nýjan páfa, myndu koma sam- an í mars, innan 15-20 daga eftir af- sögnina. Kardinálarnir loka sig þá inni í Sixtusarkapellunni í Páfagarði til að kjósa 266. páfa rómversk-kaþ- ólsku kirkjunnar. Samkvæmt breytingu, sem Bene- dikt XVI. gerði á reglum um páfa- kjörið, þarf páfinn að fá að minnsta kosti tvo þriðju atkvæðanna og einu gildir hversu oft kardinálarnir þurfa að kjósa til að ná því hlutfalli. Mark- miðið með breytingunni var að tryggja að nýi páfinn nyti sem mests stuðnings í kirkjunni. Kardinálarnir, sem kjósa páfa, mega ekki vera fleiri en 120 og ekki vera eldri en 80 ára. Veðjað á Afríkumenn Talsmaður Páfagarðs sagði að stefnt væri að því að niðurstaða páfa- kjörsins lægi fyrir á páskadag, 31. mars. Veðmangarar byrjuðu strax að taka við veðmálum vegna páfa- kjörsins og telja mestar líkur á því Francis Arinze, áttræður kardináli frá Nígeríu, verði næsti páfi. Þar á eftir koma Peter Turkson, 65 ára kardináli frá Gana, og Marc Ouellet, 69 ára kardináli frá Kanada. Marco Politi, sérfræðingur í mál- efnum Páfagarðs, telur ólíklegt að kardinálarnir kjósi aldraðan mann í páfastólinn. „Sú ákvörðun Benedikts að segja af sér vegna hás aldurs mun hafa mikil áhrif á valið á næsta páfa,“ segir Politi. „Gömlu mennirnir þurfa að víkja fyrir þeim yngri. Kirkjan þarf á því að halda.“ Benedikt XVI. hefur verið gagn- rýndur fyrir að leggja of mikla áherslu á Evrópu og nokkrir sér- fræðingar spá því að næsti páfi komi frá Rómönsku Ameríku, Afríku eða Asíu. Alls geta 118 kardinálar tekið þátt í páfakjörinu. 62 þeirra eru frá Evr- ópu, þar af 28 frá Ítalíu, 19 frá Suður-Ameríku, 14 frá Norður-Am- eríku, ellefu frá Afríku, ellefu frá Asíu og einn frá Eyjaálfu. Benedikt XVI. hefur verið mjög veikburða síðustu mánuði og þurft að standa á færanlegum palli þegar messur eru sungnar í Péturskirkj- unni. Hann ýjaði að því í viðtalsbók, sem gefin var út árið 2010, að hann kynni að segja af sér ef hann teldi sig ekki lengur geta sinnt skyldum sín- um. Kom á óvart Talsmaður Páfagarðs viðurkenndi þó að ákvörðunin hefði komið sam- starfsmönnum páfa á óvart. Lomb- ardi lagði áherslu á að páfi hefði tek- ið ákvörðunina sjálfur eftir að hafa „ígrundað málið mjög vel“. Enginn sjúkdómur hefði stuðlað að ákvörð- uninni. Lombardi bætti við að flest- um kardinálunum hefði verið ókunnugt um ákvörðun páfa áður en hann tilkynnti hana. Bróðir Benedikts XVI., Þjóðverj- inn Georg Ratzinger, sagði hann hafa íhugað afsögn í nokkra mánuði. Hann hefði átt erfitt með gang og læknar hans hefðu ráðlagt honum að fara ekki í langar flugferðir. „Þessi óvæntu tíðindi fengu mjög á okkur,“ sagði Mario Monti, for- sætisráðherra Ítalíu, um afsögnina. Ráðamenn margra ríkja sögðu hana hafa komið á óvart en sögðust virða ákvörðun páfa. „Hann er og verður einn merkasti trúarhugsuður okkar tíma,“ sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Fyrsta afsögnin frá 1415 Þetta er í fyrsta skipti sem páfi segir af sér frá afsögn Gregoríusar XII. páfi árið 1415, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Gregoríus XII. sagði af sér til að reyna að binda enda á klofning kirkjunnar á þeim tíma og greiða fyrir kosningu nýs manns í embættið. Að sögn fréttaveitunnar AFP hafa í mesta lagi fimm páfar sagt af sér í 2.000 ára sögu kaþólsku kirkjunnar. Þeirra á meðal er Selestinus V. sem sagði af sér fimm mánuðum eftir að hann var kjörinn páfi þvert gegn vilja sínum. Hann gerðist einsetu- maður, dó tveimur árum síðar og var seinna tekinn í tölu dýrlinga. Annar páfi, Benedikt IX., seldi guðföður sínum, sem var prestur, páfadóminn árið 1045 til að geta kvænst. Hann endurheimti þó páfa- dóminn síðar og sagt er að hann hafi snúið aftur til Rómar vegna þess að konan sem hann vildi eiga hrygg- braut hann. Fyrsta afsögn páfa í 600 ár  Nokkrir sérfræðingar spá því að næsti páfi komi frá Rómönsku Ameríku, Afríku eða Asíu  Talið ólíklegt að kardinálarnir velji mjög aldraðan mann í páfastól eftir afsögn Benedikts XVI. AFP Söguleg afsögn Benedikt XVI. flytur ræðu í Páfagarði í gær þegar hann tilkynnti að hann hygðist segja af sér. Umdeildur í páfastóli » Þjóðverjinn Joseph Alois Ratzinger var kjörinn páfi í stað Jóhannesar Páls II. sem lést 2. apríl 2005 eftir rúm- lega tuttugu og sex ár á páfa- stóli. » Benedikt XVI. var 78 ára gamall þegar hann var kjörinn páfi. Hann varð þar með elstur manna til að ná kjöri sem páfi síðan Klement XII. varð páfi árið 1730. » Hann varð jafnframt fyrsti Þjóðverjinn í rúm 480 ár til að verða kjörinn páfi. Hann fædd- ist í bænum Marktl Am Inn í Bæjaralandi 16. apríl 1927. » Benedikt XVI. hefur verið umdeildur vegna íhaldssamra skoðana sinna, t.a.m. vegna andstöðu sinnar við vígslu kvenpresta, notkun getnaðar- varna, hjónaskilnaða og hjóna- banda para af sama kyni. Formaður nefndar, sem skipuleggur Kumbh Mela, trúarhátíð hindúa á Indlandi, sagði af sér í gær eftir að minnst 36 manns biðu bana og 39 slös- uðust í troðningi sem varð í lestarstöð í borginni Allahabad. Slysið varð þegar um 30 milljónir hindúa sneru heim til sín eftir að hafa baðað sig þar sem fljótin Ganges og Yamuna renna saman. Yfirvöld á Indlandi sögðu að slysið hefði orðið vegna þess að of margt fólk hefði verið á brautarpöll- unum. Sjónarvottar sögðu hins vegar að troðningurinn hefði hafist eftir að lögreglumenn hefðu ráðist með bareflum á hóp fólks á lestarstöðinni. Flestir þeirra sem létu lífið eða slösuðust voru konur eða börn. Indverjar skoða hér myndir af fólki sem fórst til að bera kennsl á ættingja sína. AFP Tugir fórust í troðningi Skoðaðu úrvalið www.jens.is 25% af gulli Í tilefni af því að Jens hefur verið í Kringlunni í 25 ár ætlum við að lækka verð á öllu gulli* um 25%. Íslensk hönnun og handverk *nema giftingarhringum Kringlunni og Síðumúla 35 Íslenskir steinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.